Samfylkingin leggur til ívilnun til uppbyggingar Kristrún Frostadóttir skrifar 1. júní 2023 16:31 Samfylkingin hefur mánuðum saman kallað eftir aðgerðum frá ríkisstjórninni. Til að vinna gegn verðbólgu og verja heimilisbókhaldið. Við höfum lagt okkar af mörkum með skýrum tillögum að aðgerðum og uppbyggilegri gagnrýni. Nú er því miður orðið ljóst að ríkisstjórnin ætlar ekki grípa til frekari aðgerða með vaxtabótum né með tímabundinni leigubremsu. Þrátt fyrir að hömluleysið á húsnæðismarkaði sé bæði rótin að verðbólgunni í dag og meginástæðan fyrir mikilli ólgu á vinnumarkaði. En við í Samfylkingunni höldum áfram að leggja til lausnir og stappa stálinu í ríkisstjórnina. Ívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum Ég greindi frá því á Alþingi í dag að við í Samfylkingunni ætlum að leggja til ívilnun til uppbyggingar: Að húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða, eins og til dæmis Bjarg (byggingarfélag ASÍ og BSRB) og aðrir uppbyggingaraðilar í almenna íbúðakerfinu, fái áfram ívilnun með 60 prósent endurgreiðslu á virðisaukaskatti. Svo að húsnæðismarkmið hæstvirtrar ríkisstjórnar færist ekki enn fjær. Við leggjum þessa tillögu fram vegna þess að við erum vongóð um að hún fáist samþykkt. Auðvitað myndi Samfylkingin stjórna með öðrum hætti en nú er gert ef við værum í ríkisstjórn. En við getum þó haft áhrif til góðs í stjórnarandstöðu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók vel í hugmyndina og sagði hana vel geta gagnast. En þess má geta að þetta er hugmynd sem stjórnarþingmenn hafa lýst yfir stuðningi við upp á síðkastið, þar á meðal Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks. Við ættum að geta náð saman um þetta fyrir þinglok. Alþýðusamband Íslands hefur bent á veruleg neikvæð áhrif af lækkun endurgreiðsluhlutfallsins á uppbyggingu almennra íbúða. Bjarg íbúðafélag telur að breytingarnar hækki byggingarkostnað um allt að 15 þúsund krónur á hvern fermetra og að áhrifin komi meðal annars fram í hærra leiguverði. Eins og sakir standa eru yfir þrjú þúsund manns á biðlista hjá Bjargi. Ríkisstjórnin hægir á húsnæðisuppbyggingu Þegar hæstvirt ríkisstjórn hafði stór orð um það í vetur að nú ætti loksins að ráðast í aðgerðir gegn verðbólgunni, þá kom á daginn að þar var mikið gert úr engu. Aðeins ein aðgerð sem var kynnt átti að taka gildi á þessu ári. Það var lækkun á endurgreiðslum virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði, úr 60 í 35 prósent, sem á að taka gildi núna um mitt ár. Þetta felur í sér ákveðið aðhald á ríkisfjármálahlið en hægir um leið á uppbyggingu húsnæðis — og vinnur þannig meðal annars gegn markmiðum sömu ríkisstjórnar um uppbyggingu á hagkvæmum íbúðum. Þau markmið eru raunar víðs fjarri því að nást. Nú sjáum við skýr merki um samdrátt í húsnæðisuppbyggingu í nýjustu hagtölum, enda bætist þetta ofan á hækkun vaxta og hækkun á ýmsum kostnaði. Það er vont að það eina sem ríkisstjórnin getur náð saman um til að taka á verðbólgunni, núna, sé að hægja á húsnæðisuppbyggingu. Því að það bítur auðvitað í skottið á sér þar sem húsnæðismarkaðurinn er bæði rót verðbólgunnar og helsta ástæðan fyrir ólgu á vinnumarkaði. Að sama skapi er dapurlegt að markmið ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði skuli ekki vera fjármögnuð í fjármálaáætlun. En það er önnur saga og því verður varla breytt nema með nýrri ríkisstjórn. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur mánuðum saman kallað eftir aðgerðum frá ríkisstjórninni. Til að vinna gegn verðbólgu og verja heimilisbókhaldið. Við höfum lagt okkar af mörkum með skýrum tillögum að aðgerðum og uppbyggilegri gagnrýni. Nú er því miður orðið ljóst að ríkisstjórnin ætlar ekki grípa til frekari aðgerða með vaxtabótum né með tímabundinni leigubremsu. Þrátt fyrir að hömluleysið á húsnæðismarkaði sé bæði rótin að verðbólgunni í dag og meginástæðan fyrir mikilli ólgu á vinnumarkaði. En við í Samfylkingunni höldum áfram að leggja til lausnir og stappa stálinu í ríkisstjórnina. Ívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum Ég greindi frá því á Alþingi í dag að við í Samfylkingunni ætlum að leggja til ívilnun til uppbyggingar: Að húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða, eins og til dæmis Bjarg (byggingarfélag ASÍ og BSRB) og aðrir uppbyggingaraðilar í almenna íbúðakerfinu, fái áfram ívilnun með 60 prósent endurgreiðslu á virðisaukaskatti. Svo að húsnæðismarkmið hæstvirtrar ríkisstjórnar færist ekki enn fjær. Við leggjum þessa tillögu fram vegna þess að við erum vongóð um að hún fáist samþykkt. Auðvitað myndi Samfylkingin stjórna með öðrum hætti en nú er gert ef við værum í ríkisstjórn. En við getum þó haft áhrif til góðs í stjórnarandstöðu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók vel í hugmyndina og sagði hana vel geta gagnast. En þess má geta að þetta er hugmynd sem stjórnarþingmenn hafa lýst yfir stuðningi við upp á síðkastið, þar á meðal Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks. Við ættum að geta náð saman um þetta fyrir þinglok. Alþýðusamband Íslands hefur bent á veruleg neikvæð áhrif af lækkun endurgreiðsluhlutfallsins á uppbyggingu almennra íbúða. Bjarg íbúðafélag telur að breytingarnar hækki byggingarkostnað um allt að 15 þúsund krónur á hvern fermetra og að áhrifin komi meðal annars fram í hærra leiguverði. Eins og sakir standa eru yfir þrjú þúsund manns á biðlista hjá Bjargi. Ríkisstjórnin hægir á húsnæðisuppbyggingu Þegar hæstvirt ríkisstjórn hafði stór orð um það í vetur að nú ætti loksins að ráðast í aðgerðir gegn verðbólgunni, þá kom á daginn að þar var mikið gert úr engu. Aðeins ein aðgerð sem var kynnt átti að taka gildi á þessu ári. Það var lækkun á endurgreiðslum virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði, úr 60 í 35 prósent, sem á að taka gildi núna um mitt ár. Þetta felur í sér ákveðið aðhald á ríkisfjármálahlið en hægir um leið á uppbyggingu húsnæðis — og vinnur þannig meðal annars gegn markmiðum sömu ríkisstjórnar um uppbyggingu á hagkvæmum íbúðum. Þau markmið eru raunar víðs fjarri því að nást. Nú sjáum við skýr merki um samdrátt í húsnæðisuppbyggingu í nýjustu hagtölum, enda bætist þetta ofan á hækkun vaxta og hækkun á ýmsum kostnaði. Það er vont að það eina sem ríkisstjórnin getur náð saman um til að taka á verðbólgunni, núna, sé að hægja á húsnæðisuppbyggingu. Því að það bítur auðvitað í skottið á sér þar sem húsnæðismarkaðurinn er bæði rót verðbólgunnar og helsta ástæðan fyrir ólgu á vinnumarkaði. Að sama skapi er dapurlegt að markmið ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði skuli ekki vera fjármögnuð í fjármálaáætlun. En það er önnur saga og því verður varla breytt nema með nýrri ríkisstjórn. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun