Hæg rafvæðing hækkar olíuverð Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 1. júní 2023 12:30 Því miður notar heimsbyggðin, og við Íslendingar þar á meðal, ennþá allt of mikið af olíu. Olíuverð skiptir þjóðir því miklu máli enda nota allar þjóðir olíu en aðeins örfáar þjóðir framleiða olíu. En hvernig munu orkuskiptin hafa áhrif á olíuverðið á heimsvísu og á Íslandi? Rafvæðing samgangna á heimsvísu er loksins hafin af einhverri alvöru. Hún mun auðvitað lækka eða halda aftur af hækkunum á heimsmarkaði olíu, svo framalega sem lögmál um framboð og eftirspurn verði að einhverju leyti í gildi þegar fram í sækir. Rafvæðing samgangna hefur nú þegar minnkað olíuþörf heimsins um tæplega tvær milljónir tunna á dag sem samsvarar tæplega fjórðungi af olíuútflutningi Rússa. Íslensku áhrifin Eins og fyrirsögnin segir til um verða kraftar í gangi næstu árin sem munu að öllum líkindum hækka verð á olíu á dælu ef rafvæðing samgangna verður hæg hér á landi. Of hæg rafvæðing farartækja hér á landi mun skapa hækkunarþrýsting á útsöluverð olíu hér með þrennskonar hætti: Neyðarbirgðir olíu Ísland hefur nú loksins tekið þá ábyrgu ákvörðun að vera ekki eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að neyðarbirgðum olíu. Eins og við höfum upplifað undanfarið er olíuauðlindinni misskipt á milli þjóða sem skapar möguleikann á að nýta olíu sem kúgun eða hreinlega vopn í í átökum og efnahagsumróti. Olíulaus ríki, eins t.d. flestar Evrópuþjóðir, hafa því um langt skeið verið með kerfi sem tryggir að þjóðir komi sér upp 90 daga lágmarks birgðastöðu svo að olíuframleiðsluríki geti ekki lamað þjóðir með örstuttum fyrirvara. Ísland hefur ekki fyrr en nú hafið innleiðingu á þessu kerfi sem mun auka orkuöryggi landsins umtalsvert. En það er ekki ókeypis að halda úti 90 daga olíubirgðum og kostnaður sem því fylgir mun leggjast meira eða minna á útsöluverð eldsneytis. Ef rafvæðing samgangna gengur vel verður umfang 90 daga birgðanna minna og með lægri kostnaði. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Íblöndun Ísland er með skýra stefnu varðandi orku- og loftslagsmál. Annars vegar að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og hinsvegar að hætta nota jarðefnaeldsneyti á næstu áratugum. Ef rafvæðing samgangna gengur hægt þá er eina leiðin til að mæta þessari skýru stefnu að auka hlutdeild endurnýjanlegs eldsneytis. Gott dæmi um það er HVO eða vetnismeðhöndluð lífolía sem unnin er úr úrgangsfitu og jurtaolíum og má nota 100%, eða í hvaða íblöndunarhlutfalli sem er, í stað hefðbundinnar dísilolíu. HVO má nota án nokkurra vandkvæða við hvaða hitastig sem er og á hvaða vél sem er til sjávar eða sveita. Í raun er þetta tæknilega betri kostur en jarðefnaeldsneytis dísilolía en er hinsvegar talsvert dýrari. Ef rafvæðing farartækja gengur hægt þá mun þurfa meira af HVO, og öðrum íblöndunarefnum, til að mæta markmiðum og skuldbindingum okkar. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Kolefnisgjald Eins og aðrar þjóðir þá er Ísland með skuldbindingar í loftslagsmálum. Ef við losum meira en við höfum samið um þá kostar það okkur. Með hröðum orkuskiptum getum við náð þessum skuldbindingum okkar en ef rafvæðing verður hæg þá verður losun einfaldlega meiri en við höfum samið um. Ef yfirskot verður á losun þá er hreinlegast að þeim kostnaði ríkisins verði mætt með tekjuöflun þar sem losunin verður til. Hún verður til með bruna olíu og því má ætla að mögulegur kostnaður við yfirskot í losun verði einfaldlega mætt með hækkun kolefnisgjalds á eldsneyti. Hæg rafvæðing faratækja eykur mögulegt yfirskot í losun. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Ótrúlegt en satt þá eru ýmsir sem ennþá sjá rafvæðingu samgangna allt til foráttu. Það er mikilvægt að þeir hinir sömu átti sig á því að rafbílavæðing mun ekki bara að auka orkuöryggi, efnahagstöðuleika og loftgæði fyrir alla, heldur mun hún einnig að halda aftur af verðhækkunum á olíu fyrir þá sem einhverra hluta vegna ætla ekki að skipta um orkugjafa á næstu árum. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Því miður notar heimsbyggðin, og við Íslendingar þar á meðal, ennþá allt of mikið af olíu. Olíuverð skiptir þjóðir því miklu máli enda nota allar þjóðir olíu en aðeins örfáar þjóðir framleiða olíu. En hvernig munu orkuskiptin hafa áhrif á olíuverðið á heimsvísu og á Íslandi? Rafvæðing samgangna á heimsvísu er loksins hafin af einhverri alvöru. Hún mun auðvitað lækka eða halda aftur af hækkunum á heimsmarkaði olíu, svo framalega sem lögmál um framboð og eftirspurn verði að einhverju leyti í gildi þegar fram í sækir. Rafvæðing samgangna hefur nú þegar minnkað olíuþörf heimsins um tæplega tvær milljónir tunna á dag sem samsvarar tæplega fjórðungi af olíuútflutningi Rússa. Íslensku áhrifin Eins og fyrirsögnin segir til um verða kraftar í gangi næstu árin sem munu að öllum líkindum hækka verð á olíu á dælu ef rafvæðing samgangna verður hæg hér á landi. Of hæg rafvæðing farartækja hér á landi mun skapa hækkunarþrýsting á útsöluverð olíu hér með þrennskonar hætti: Neyðarbirgðir olíu Ísland hefur nú loksins tekið þá ábyrgu ákvörðun að vera ekki eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að neyðarbirgðum olíu. Eins og við höfum upplifað undanfarið er olíuauðlindinni misskipt á milli þjóða sem skapar möguleikann á að nýta olíu sem kúgun eða hreinlega vopn í í átökum og efnahagsumróti. Olíulaus ríki, eins t.d. flestar Evrópuþjóðir, hafa því um langt skeið verið með kerfi sem tryggir að þjóðir komi sér upp 90 daga lágmarks birgðastöðu svo að olíuframleiðsluríki geti ekki lamað þjóðir með örstuttum fyrirvara. Ísland hefur ekki fyrr en nú hafið innleiðingu á þessu kerfi sem mun auka orkuöryggi landsins umtalsvert. En það er ekki ókeypis að halda úti 90 daga olíubirgðum og kostnaður sem því fylgir mun leggjast meira eða minna á útsöluverð eldsneytis. Ef rafvæðing samgangna gengur vel verður umfang 90 daga birgðanna minna og með lægri kostnaði. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Íblöndun Ísland er með skýra stefnu varðandi orku- og loftslagsmál. Annars vegar að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og hinsvegar að hætta nota jarðefnaeldsneyti á næstu áratugum. Ef rafvæðing samgangna gengur hægt þá er eina leiðin til að mæta þessari skýru stefnu að auka hlutdeild endurnýjanlegs eldsneytis. Gott dæmi um það er HVO eða vetnismeðhöndluð lífolía sem unnin er úr úrgangsfitu og jurtaolíum og má nota 100%, eða í hvaða íblöndunarhlutfalli sem er, í stað hefðbundinnar dísilolíu. HVO má nota án nokkurra vandkvæða við hvaða hitastig sem er og á hvaða vél sem er til sjávar eða sveita. Í raun er þetta tæknilega betri kostur en jarðefnaeldsneytis dísilolía en er hinsvegar talsvert dýrari. Ef rafvæðing farartækja gengur hægt þá mun þurfa meira af HVO, og öðrum íblöndunarefnum, til að mæta markmiðum og skuldbindingum okkar. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Kolefnisgjald Eins og aðrar þjóðir þá er Ísland með skuldbindingar í loftslagsmálum. Ef við losum meira en við höfum samið um þá kostar það okkur. Með hröðum orkuskiptum getum við náð þessum skuldbindingum okkar en ef rafvæðing verður hæg þá verður losun einfaldlega meiri en við höfum samið um. Ef yfirskot verður á losun þá er hreinlegast að þeim kostnaði ríkisins verði mætt með tekjuöflun þar sem losunin verður til. Hún verður til með bruna olíu og því má ætla að mögulegur kostnaður við yfirskot í losun verði einfaldlega mætt með hækkun kolefnisgjalds á eldsneyti. Hæg rafvæðing faratækja eykur mögulegt yfirskot í losun. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Ótrúlegt en satt þá eru ýmsir sem ennþá sjá rafvæðingu samgangna allt til foráttu. Það er mikilvægt að þeir hinir sömu átti sig á því að rafbílavæðing mun ekki bara að auka orkuöryggi, efnahagstöðuleika og loftgæði fyrir alla, heldur mun hún einnig að halda aftur af verðhækkunum á olíu fyrir þá sem einhverra hluta vegna ætla ekki að skipta um orkugjafa á næstu árum. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun