Vaknaðu! - Við þurfum að fræða ekki hræða Marín Þórsdóttir skrifar 31. maí 2023 16:30 Það var stórkostlegt að verða vitni að því þegar Harpa fylltist upp í rjáfur á neyðartónleikum Ellenar Kristjánsdóttur í Hörpu síðastliðinn mánudag. Setið var í hverju einasta sæti og það var áþreifanlegt hve mikil manngæska ríkti í salnum. Fólk var saman komið til að vekja þjóðina og ráðmenn af værum svefni, á landinu ríkir ópíóíðafaraldur og fólk lætur lífið. Aðgerða er þörf! Í gegnum tíðina hafa ýmsar aðferðir verið reyndar þegar kemur að forvörnum í fíkniefnamálum. Á áttunda og níunda áratugnum var háð stríð gegn fíkniefnum og á tíunda áratugnum var gerð metnaðarfull tilraun til að gera Ísland vímuefnalaust árið 2000. Slíkar áætlanir hafa ekki skilað árangri. Fólk neytir enn vímugjafa, sumir löglega og aðrir ólöglega. Boð og bönn í þessum málaflokki koma ekki í veg fyrir að fólk neyti vímugjafa og því þarf að breyta um takt þegar kemur að forvörum. Á tónleikunum í Hörpu var kynnunum, þeim Gunna Hilmars og Siggu Eyþórs, tíðrætt um mikilvægi þess að fræða fólk um rétta meðferð vímuefna í stað þess að hræða fólk frá notkun þeirra. Þessi nýja nálgun snýst um að fræða en ekki hræða! Þetta eru falleg skaðaminnkandi skilaboð og aðferð sem hefur sýnt að hún skilar betri árangri en boð og bönn. Það er ljóst að íslenska þjóðin er sammála þeim Gunna og Siggu, því í húsfylli Eldborgarsals ríkti samkennd, mannúð og virðing. Það voru ófáir sem tóku upp símann og styrktu starf okkar, keyptu boli og lögðu inn á reikning Rauða krossins. Þannig er okkur hjá Rauða krossinum gert kleift að halda skaðaminnkandi starfinu okkar áfram. Tónleikarnir í Hörpu marka tímamót þar sem íslenska þjóðin vaknaði af værum blundi. Við hér í Rauða krossinum erum full þakklætis. Við erum þakklát Ellen Kristjánsdóttur fyrir að hendast af stað í verkefni sem flestum myndi fallast hendur gagnvart, þakklát öllum þeim fjölda listamanna sem tóku þátt án þess að hugsa sig tvisvar um (þvílík dagskrá!), þakklát RÚV og starfsmönnum þess sem tóku þátt í þessu svo allir landsmenn gætu notið tónleikanna með okkur, þakklát starfsmönnum Hörpu sem gáfu tónleikunum þessa fallegu umgjörð og þakklát tæknimönnum, róturum og öllum þessum ósýnilegu störfum sem vinna þarf til að svona viðburður geti átt sér stað. Við erum einnig afar þakklát sjálfboðaliðum Rauða krossins, sem ávallt standa vaktina með okkur og gæta þess að borin sé virðing fyrir skjólstæðingum okkar og síðast en ekki síst erum við þakklát íslensku þjóðinni að vakna með okkur í Hörpu. Við skulum hætta að hræða og fara að fræða fólk um rétta meðferð vímuefna. Höfundur er Marín Þórsdóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Tónleikar á Íslandi Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Það var stórkostlegt að verða vitni að því þegar Harpa fylltist upp í rjáfur á neyðartónleikum Ellenar Kristjánsdóttur í Hörpu síðastliðinn mánudag. Setið var í hverju einasta sæti og það var áþreifanlegt hve mikil manngæska ríkti í salnum. Fólk var saman komið til að vekja þjóðina og ráðmenn af værum svefni, á landinu ríkir ópíóíðafaraldur og fólk lætur lífið. Aðgerða er þörf! Í gegnum tíðina hafa ýmsar aðferðir verið reyndar þegar kemur að forvörnum í fíkniefnamálum. Á áttunda og níunda áratugnum var háð stríð gegn fíkniefnum og á tíunda áratugnum var gerð metnaðarfull tilraun til að gera Ísland vímuefnalaust árið 2000. Slíkar áætlanir hafa ekki skilað árangri. Fólk neytir enn vímugjafa, sumir löglega og aðrir ólöglega. Boð og bönn í þessum málaflokki koma ekki í veg fyrir að fólk neyti vímugjafa og því þarf að breyta um takt þegar kemur að forvörum. Á tónleikunum í Hörpu var kynnunum, þeim Gunna Hilmars og Siggu Eyþórs, tíðrætt um mikilvægi þess að fræða fólk um rétta meðferð vímuefna í stað þess að hræða fólk frá notkun þeirra. Þessi nýja nálgun snýst um að fræða en ekki hræða! Þetta eru falleg skaðaminnkandi skilaboð og aðferð sem hefur sýnt að hún skilar betri árangri en boð og bönn. Það er ljóst að íslenska þjóðin er sammála þeim Gunna og Siggu, því í húsfylli Eldborgarsals ríkti samkennd, mannúð og virðing. Það voru ófáir sem tóku upp símann og styrktu starf okkar, keyptu boli og lögðu inn á reikning Rauða krossins. Þannig er okkur hjá Rauða krossinum gert kleift að halda skaðaminnkandi starfinu okkar áfram. Tónleikarnir í Hörpu marka tímamót þar sem íslenska þjóðin vaknaði af værum blundi. Við hér í Rauða krossinum erum full þakklætis. Við erum þakklát Ellen Kristjánsdóttur fyrir að hendast af stað í verkefni sem flestum myndi fallast hendur gagnvart, þakklát öllum þeim fjölda listamanna sem tóku þátt án þess að hugsa sig tvisvar um (þvílík dagskrá!), þakklát RÚV og starfsmönnum þess sem tóku þátt í þessu svo allir landsmenn gætu notið tónleikanna með okkur, þakklát starfsmönnum Hörpu sem gáfu tónleikunum þessa fallegu umgjörð og þakklát tæknimönnum, róturum og öllum þessum ósýnilegu störfum sem vinna þarf til að svona viðburður geti átt sér stað. Við erum einnig afar þakklát sjálfboðaliðum Rauða krossins, sem ávallt standa vaktina með okkur og gæta þess að borin sé virðing fyrir skjólstæðingum okkar og síðast en ekki síst erum við þakklát íslensku þjóðinni að vakna með okkur í Hörpu. Við skulum hætta að hræða og fara að fræða fólk um rétta meðferð vímuefna. Höfundur er Marín Þórsdóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun