Hvar er þríeykið? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 31. maí 2023 11:31 Heimsfaraldur verðbólgu geysar nú hér á landi, en þrátt fyrir að hægt sé að rekja uppruna hans til stríðsins í Úkraínu og breytta heimsmynd eftir COVID, þá er ástandið hér á landi sérstaklega slæmt sökum aðgerðaleysis stjórnvalda og keðjuáhrifa hinnar séríslensku verðtryggingar. Ekki hjálpar að hröð endurreisn ferðaþjónustu og ört vaxandi hlutfall erlends verkafólks hefur einnig óhefðbundin áhrif á íslenskt efnahagslíf þegar kemur að framboði og eftirspurn. Viðbrögð stjórnvalda við heimsfaraldri verðbólgu eru þó ansi ólík þeim sem við upplifðum við kórónuveirunni. Í stað samhæfs átaks þá situr ríkisstjórnin að mestu aðgerðalaus og lætur “sóttvarnarlækni” verðbólgu, seðlabankastjóra, sjá um að taka á sig allar skammirnar. Eina meðalið sem seðlabankastjórinn hefur í sinni verkfærakistu er að nota hið aldagamla tól til að berjast við verðbólgusóttir, það að hækka stýrivexti. En í hinu samtvinnaða hagkerfi Íslands þá eru vaxtabreytingar álíka áhrifaríkt tól og það að nota fallbyssu til að losa sig við lúsmý. Ólíkt því sem við sáum í baráttunni við kórónuveiruna þá eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar handahófskennd og algjörlega ósamhæfð. Þrátt fyrir að ástandið haldi áfram að versna og versna þá virðist ríkisstjórnin ekki tilbúinn til þess að endurskoða það litla sem hún hefur gert, þrátt fyrir að augljóst sé að grípa þarf til frekari aðgerða. Þetta er þvert á það sem við sáum í baráttunni við kórónuveiruna þar sem ákvarðanir voru endurskoðaðar oft og mörgum sinni þegar betri gögn lágu fyrir. Baráttan við hina skæðu verðbólgusótt krefst einnig samhæfingar aðgerða þvert á alla viðbragðsaðila. Hér sjáum við hins vegar ekkert þríeyki til staðar til að leiða okkur í gegnum þennan heimsfaraldur. Ekkert samráð er heldur haft við Alþingi og ekkert gert til að upplýsa þjóðina um gang mála. Allt leiðir þetta til þess að ekkert traust skapast og því enginn einhugur um að komast í gegnum þennan heimsfaraldur á farsælan hátt. Í stað þess að tækla krísuna sem þjóðin stendur frammi fyrir þá gerir ríkisstjórnin lítið annað en að benda til baka á vanmáttug viðbrögð fyrir nokkrum mánuðum eða á fjármálaáætlun næstu ára sem bæði hafa lítil áhrif á hið slæma ástand sem heimilin búa við núna. Já þið hækkuðuð barna- og húsnæðisbætur í upphafi faraldursins, en þær vanmáttugu aðgerðir eru ekki nóg og rétt eins og þið hertuð samkomutakmarkanir og fóruð í víðtækari aðgerðir til að stoppa kórónuveiruna þá er nauðsynlegt að styðja betur við bakið á þeim sem verða verst úti í þessum verðbólgufaraldri. Við sem höfum áratuga reynslu af því að takast á við krísur klórum okkur í hausnum yfir því hversu lítið ríkisstjórnin virðist hafa lært af því að takast á við heimsfaraldur kórónuveiru. Samstarfið er ekkert, amk. ekki i huga fjármálaráðherra. Samhæfingin er engin. Traustið er horfið. Það er eins og ríkisstjórnin hafi bara verið að sóla sig á Tene eða að spila golf í Flórída, því engar teljandi tillögur eða aðgerðir hafa litið dagsins ljós. Er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin hætti í þessu fríi sínu, bretti upp ermarnar, setjist niður með þinginu og samfélaginu öllu og fari í alvöru aðgerðir gegn verðbólgu og það strax? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Heimsfaraldur verðbólgu geysar nú hér á landi, en þrátt fyrir að hægt sé að rekja uppruna hans til stríðsins í Úkraínu og breytta heimsmynd eftir COVID, þá er ástandið hér á landi sérstaklega slæmt sökum aðgerðaleysis stjórnvalda og keðjuáhrifa hinnar séríslensku verðtryggingar. Ekki hjálpar að hröð endurreisn ferðaþjónustu og ört vaxandi hlutfall erlends verkafólks hefur einnig óhefðbundin áhrif á íslenskt efnahagslíf þegar kemur að framboði og eftirspurn. Viðbrögð stjórnvalda við heimsfaraldri verðbólgu eru þó ansi ólík þeim sem við upplifðum við kórónuveirunni. Í stað samhæfs átaks þá situr ríkisstjórnin að mestu aðgerðalaus og lætur “sóttvarnarlækni” verðbólgu, seðlabankastjóra, sjá um að taka á sig allar skammirnar. Eina meðalið sem seðlabankastjórinn hefur í sinni verkfærakistu er að nota hið aldagamla tól til að berjast við verðbólgusóttir, það að hækka stýrivexti. En í hinu samtvinnaða hagkerfi Íslands þá eru vaxtabreytingar álíka áhrifaríkt tól og það að nota fallbyssu til að losa sig við lúsmý. Ólíkt því sem við sáum í baráttunni við kórónuveiruna þá eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar handahófskennd og algjörlega ósamhæfð. Þrátt fyrir að ástandið haldi áfram að versna og versna þá virðist ríkisstjórnin ekki tilbúinn til þess að endurskoða það litla sem hún hefur gert, þrátt fyrir að augljóst sé að grípa þarf til frekari aðgerða. Þetta er þvert á það sem við sáum í baráttunni við kórónuveiruna þar sem ákvarðanir voru endurskoðaðar oft og mörgum sinni þegar betri gögn lágu fyrir. Baráttan við hina skæðu verðbólgusótt krefst einnig samhæfingar aðgerða þvert á alla viðbragðsaðila. Hér sjáum við hins vegar ekkert þríeyki til staðar til að leiða okkur í gegnum þennan heimsfaraldur. Ekkert samráð er heldur haft við Alþingi og ekkert gert til að upplýsa þjóðina um gang mála. Allt leiðir þetta til þess að ekkert traust skapast og því enginn einhugur um að komast í gegnum þennan heimsfaraldur á farsælan hátt. Í stað þess að tækla krísuna sem þjóðin stendur frammi fyrir þá gerir ríkisstjórnin lítið annað en að benda til baka á vanmáttug viðbrögð fyrir nokkrum mánuðum eða á fjármálaáætlun næstu ára sem bæði hafa lítil áhrif á hið slæma ástand sem heimilin búa við núna. Já þið hækkuðuð barna- og húsnæðisbætur í upphafi faraldursins, en þær vanmáttugu aðgerðir eru ekki nóg og rétt eins og þið hertuð samkomutakmarkanir og fóruð í víðtækari aðgerðir til að stoppa kórónuveiruna þá er nauðsynlegt að styðja betur við bakið á þeim sem verða verst úti í þessum verðbólgufaraldri. Við sem höfum áratuga reynslu af því að takast á við krísur klórum okkur í hausnum yfir því hversu lítið ríkisstjórnin virðist hafa lært af því að takast á við heimsfaraldur kórónuveiru. Samstarfið er ekkert, amk. ekki i huga fjármálaráðherra. Samhæfingin er engin. Traustið er horfið. Það er eins og ríkisstjórnin hafi bara verið að sóla sig á Tene eða að spila golf í Flórída, því engar teljandi tillögur eða aðgerðir hafa litið dagsins ljós. Er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin hætti í þessu fríi sínu, bretti upp ermarnar, setjist niður með þinginu og samfélaginu öllu og fari í alvöru aðgerðir gegn verðbólgu og það strax? Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar