Mikilvægi félagslegrar heilsu og vellíðan Karen Björg Jóhannsdóttir skrifar 30. maí 2023 13:01 Vinaverkefni Rauða krossins á Íslandi Heilbrigði hefur verið skilgreint sem andleg, líkamleg og félagsleg velferð og vellíðan samkvæmt Alþjóða Heilbrigðisstofnuninni (e. WHO). Öll erum við í eðli okkar félagsverur og hafa flestir einhverja þörf fyrir að vera í samskiptum við aðra. Hugmyndin um að tilheyra hóp er rík í eðli mannfólksins. Þegar okkur hins vegar skortir þessa tilfinningu um að tilheyra hópi, þá getur það valdið mikilli vanlíðan og jafnvel heilsubresti. Flestir hafa án nokkurs vafa upplifað einmanaleika á einhverjum tímapunkti, en langvarandi einmanaleiki og skortur á félagslegum tengslum getur haft gífurlega skaðleg áhrif. Það geta verið mismunandi ástæður að baki einmanaleika en oft eru það aðstæður sem leiða til þess að félagsleg tengsl rofna og þegar þessi félagslegu tengsl rofna, er mikilvægt að leita leiða til þess að byggja upp ný tengsl. Sumir hópar eiga í meiri hættu en aðrir, á því að upplifa einmanaleika. Veikt félagsnet er gjarnan talið vera helsta orsökin, en einnig má hér minna á skort á félagslegri færni sem og veik tengsl við fjölskyldu og/eða vini. Fátækt, fordómar og jaðarsetning getur einni spilað stóran þátt í því að stuðla að félagslegri einangrun og/eða einmanaleika. Í Vinaverkefnum Rauða krossins er mikið lagt upp úr því að valdefla þá sem óska eftir aðstoð okkar. Þetta gerum við með því að þjálfa okkar sjálfboðaliða vel fyrir sína þátttöku í verkefninu með sérstakri áherslu á áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar. Valdefling byggir á þeirri hugmyndafræði að gefa einstaklingum færni, efnivið, tækifæri og hvatningu sem eru mikilvægur hlekkur í því að virkja og styðja fólk til betri líðan. Valdefling er því ferli þar sem vald einstaklinga/hópa hlýst af þátttöku í uppbyggjandi athöfnum sem hafa raunverulegan tilgang og leiða til aukinnar þekkingar, færni og meðvitundar. Vinaverkefni Rauða krossins eru því tilvalin leið til valdeflingar fyrir þá einstaklinga og/eða hópa sem upplifa félagslega einangrun og/eða einmanaleika. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk að leita sér aðstoðar ef það upplifir langvarandi einmanaleika. Við verkefnastjórar Vinaverkefna Rauða krossins teljum alltaf við hæfi að minna á mikilvægi félagslegrar heilsu og viljum við ítreka við áhugasama að kynna sér margvíslegar útfærslur vinaverkefnanna sem eru jú öll með meginmarkmið okkar í brennidepli: Félagsleg heilsa skiptir máli. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni @redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Einnig minnum við á Píeta samtökin, en þau vinna að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Svarað er í síma allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is . Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Vinaverkefni Rauða krossins á Íslandi Heilbrigði hefur verið skilgreint sem andleg, líkamleg og félagsleg velferð og vellíðan samkvæmt Alþjóða Heilbrigðisstofnuninni (e. WHO). Öll erum við í eðli okkar félagsverur og hafa flestir einhverja þörf fyrir að vera í samskiptum við aðra. Hugmyndin um að tilheyra hóp er rík í eðli mannfólksins. Þegar okkur hins vegar skortir þessa tilfinningu um að tilheyra hópi, þá getur það valdið mikilli vanlíðan og jafnvel heilsubresti. Flestir hafa án nokkurs vafa upplifað einmanaleika á einhverjum tímapunkti, en langvarandi einmanaleiki og skortur á félagslegum tengslum getur haft gífurlega skaðleg áhrif. Það geta verið mismunandi ástæður að baki einmanaleika en oft eru það aðstæður sem leiða til þess að félagsleg tengsl rofna og þegar þessi félagslegu tengsl rofna, er mikilvægt að leita leiða til þess að byggja upp ný tengsl. Sumir hópar eiga í meiri hættu en aðrir, á því að upplifa einmanaleika. Veikt félagsnet er gjarnan talið vera helsta orsökin, en einnig má hér minna á skort á félagslegri færni sem og veik tengsl við fjölskyldu og/eða vini. Fátækt, fordómar og jaðarsetning getur einni spilað stóran þátt í því að stuðla að félagslegri einangrun og/eða einmanaleika. Í Vinaverkefnum Rauða krossins er mikið lagt upp úr því að valdefla þá sem óska eftir aðstoð okkar. Þetta gerum við með því að þjálfa okkar sjálfboðaliða vel fyrir sína þátttöku í verkefninu með sérstakri áherslu á áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar. Valdefling byggir á þeirri hugmyndafræði að gefa einstaklingum færni, efnivið, tækifæri og hvatningu sem eru mikilvægur hlekkur í því að virkja og styðja fólk til betri líðan. Valdefling er því ferli þar sem vald einstaklinga/hópa hlýst af þátttöku í uppbyggjandi athöfnum sem hafa raunverulegan tilgang og leiða til aukinnar þekkingar, færni og meðvitundar. Vinaverkefni Rauða krossins eru því tilvalin leið til valdeflingar fyrir þá einstaklinga og/eða hópa sem upplifa félagslega einangrun og/eða einmanaleika. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk að leita sér aðstoðar ef það upplifir langvarandi einmanaleika. Við verkefnastjórar Vinaverkefna Rauða krossins teljum alltaf við hæfi að minna á mikilvægi félagslegrar heilsu og viljum við ítreka við áhugasama að kynna sér margvíslegar útfærslur vinaverkefnanna sem eru jú öll með meginmarkmið okkar í brennidepli: Félagsleg heilsa skiptir máli. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni @redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Einnig minnum við á Píeta samtökin, en þau vinna að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Svarað er í síma allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is . Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar