Fjöldadauði fugla á Faxaflóa Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 28. maí 2023 12:21 Ritur eru meðal þeirra fugla sem hafa fundist, þessar dóu í fyrra en ekki úr fuglaflensu. Mynd/aðsend Óútskýrður fjöldadauði fugla á Faxaflóa veldur vísindamönnum áhyggjum. Hundruð fugla hafa fundist dauðir í fjörum, jafnvel á stöðum þar sem þeir eru ekki vanir að halda sig. Fuglarnir hafa verið að finnast á gjörvöllu Faxaflóasvæðinu. Mest hefur verið vart við dauða lunda og ritur en að sögn líffræðings er ekki hægt að fullyrða neitt um hvers vegna fuglarnir eru að deyja fyrr en búið er að taka sýni, en það er í höndum MAST. Talsvert var um dauðar ritur á norðurlandi í fyrra en þá var orsökin ekki fuglaflensa, heldur líklega einhvers konar sveppasýking. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur var í Kollafirðinum síðastliðin fimmtudag. „Ég var hérna á fimmtudaginn síðdegis við fuglaathuganir í Kollafirði. Við vorum innst í Kollafirði þar sem fólk gengur á Esjuna og þar urðum við varir við lunda sem voru á sundi fyrir utan, frekar slapplegir að sjá og svo þegar við fórum að rýna í fjöruna sáum við á þriðja tug dauðra lunda og einn uppi á vegi. Svo sáum við lifandi fugla sem voru slappir og voru að synda upp í fjöru til að deyja.“ Ekki sé ljóst hvað sé að gerast en fugladauðinn virðist dreifa sér um allan Faxaflóa. „Þetta virðist þjaka sjófugla, súlan fór mjög illa út úr fuglaflensu í fyrrasumar. Kerfið þarf að taka sig á og spíta í lófana og gera eitthvað í þessu. Skoða þetta betur.“ Það sé mjög óvenjulegt að sjá lunda á þessum slóðum. „Maður sér lunda sjaldan þarna. Það er lundavarp í Andríðsey sem er við Kjalarnesið, en það er það næsta og þeir eru ekkert að þvælast inn á firði neitt. Það var mjög sérkennilegt og dramatískt að sjá þetta.“ Sagði Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur í samtali við fréttastofu. Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Fuglarnir hafa verið að finnast á gjörvöllu Faxaflóasvæðinu. Mest hefur verið vart við dauða lunda og ritur en að sögn líffræðings er ekki hægt að fullyrða neitt um hvers vegna fuglarnir eru að deyja fyrr en búið er að taka sýni, en það er í höndum MAST. Talsvert var um dauðar ritur á norðurlandi í fyrra en þá var orsökin ekki fuglaflensa, heldur líklega einhvers konar sveppasýking. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur var í Kollafirðinum síðastliðin fimmtudag. „Ég var hérna á fimmtudaginn síðdegis við fuglaathuganir í Kollafirði. Við vorum innst í Kollafirði þar sem fólk gengur á Esjuna og þar urðum við varir við lunda sem voru á sundi fyrir utan, frekar slapplegir að sjá og svo þegar við fórum að rýna í fjöruna sáum við á þriðja tug dauðra lunda og einn uppi á vegi. Svo sáum við lifandi fugla sem voru slappir og voru að synda upp í fjöru til að deyja.“ Ekki sé ljóst hvað sé að gerast en fugladauðinn virðist dreifa sér um allan Faxaflóa. „Þetta virðist þjaka sjófugla, súlan fór mjög illa út úr fuglaflensu í fyrrasumar. Kerfið þarf að taka sig á og spíta í lófana og gera eitthvað í þessu. Skoða þetta betur.“ Það sé mjög óvenjulegt að sjá lunda á þessum slóðum. „Maður sér lunda sjaldan þarna. Það er lundavarp í Andríðsey sem er við Kjalarnesið, en það er það næsta og þeir eru ekkert að þvælast inn á firði neitt. Það var mjög sérkennilegt og dramatískt að sjá þetta.“ Sagði Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur í samtali við fréttastofu.
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira