Boðið upp á markaveislur í Mjólkurbikarnum Aron Guðmundsson skrifar 27. maí 2023 19:08 Frá leik Stjörnunnar fyrr á tímabilinu VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fimm leikjum er lokið í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag. Stjarnan bauð upp á markaveislu gegn Gróttu á Seltjarnarnesi og þá vann Keflavík góðan sigur á Þór/KA á heimavelli. Það var boðið upp á algjöra markaveislu á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi í dag þegar að Grótta tók á móti Stjörnunni. Svo fór að Stjarnan vann öruggan 9-1 sigur þar sem að Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir fór mikinn og skoraði alls fjögur mörk. Stjarnan er því komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Á Kópavogsvelli tóku heimakonur í Breiðabliki á móti Fram. Svo fór að Blikar röðuðu inn mörkum í leiknum og unnu að lokum sjö marka sigur, 7-0. Clara Sigurðardóttir skoraði tvö marka Breiðabliks sem fylgir Stjörnunni í 8-liða úrslit. Á Meistaravöllum í Vesturbænum tók KR á móti Víkingi Reykjavík. Bæði lið spila í Lengjudeild kvenna og má finna þau á sitt hvorum enda deildarinnar. Víkingur Reykjavík í toppsætinu og KR í botnsætinu. KR-ingar komust yfir með marki frá Hugrúnu Helgadóttur á 14. mínútu en Víkingskonur svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik með fjórum mörkum. Tvö þeirra komu frá Freyju Stefánsdóttur. Víkingur Reykjavík er þar með komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Á Sauðárkróki tók Tindastóll á móti Selfossi. Svo fór að Selfoss gerði góða ferð norður og vann að lokum 1-0 sigur. Eva Lind Elíasdóttir skoraði eina mark leiksins á 34. mínútu. Þá tók Keflavík á móti Þór/KA á HS Orku vellinum í Keflavík. Heimakonur skoruðu bæði mörk leiksins í seinni hálfleik en markaskorararnir voru þær Sandra Voitane og Madison Elise Wolfbauer. Þá kemur í ljós í kvöld hvort það verður Þróttur Reykjavík eða Valur sem fylgja sigurvegurum dagsins í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins en flautað var til leiks á AVIS-vellinum í Laugardalnum klukkan 19:00. Hægt er að fylgjast með gangi mála þar með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan: Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Það var boðið upp á algjöra markaveislu á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi í dag þegar að Grótta tók á móti Stjörnunni. Svo fór að Stjarnan vann öruggan 9-1 sigur þar sem að Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir fór mikinn og skoraði alls fjögur mörk. Stjarnan er því komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Á Kópavogsvelli tóku heimakonur í Breiðabliki á móti Fram. Svo fór að Blikar röðuðu inn mörkum í leiknum og unnu að lokum sjö marka sigur, 7-0. Clara Sigurðardóttir skoraði tvö marka Breiðabliks sem fylgir Stjörnunni í 8-liða úrslit. Á Meistaravöllum í Vesturbænum tók KR á móti Víkingi Reykjavík. Bæði lið spila í Lengjudeild kvenna og má finna þau á sitt hvorum enda deildarinnar. Víkingur Reykjavík í toppsætinu og KR í botnsætinu. KR-ingar komust yfir með marki frá Hugrúnu Helgadóttur á 14. mínútu en Víkingskonur svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik með fjórum mörkum. Tvö þeirra komu frá Freyju Stefánsdóttur. Víkingur Reykjavík er þar með komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Á Sauðárkróki tók Tindastóll á móti Selfossi. Svo fór að Selfoss gerði góða ferð norður og vann að lokum 1-0 sigur. Eva Lind Elíasdóttir skoraði eina mark leiksins á 34. mínútu. Þá tók Keflavík á móti Þór/KA á HS Orku vellinum í Keflavík. Heimakonur skoruðu bæði mörk leiksins í seinni hálfleik en markaskorararnir voru þær Sandra Voitane og Madison Elise Wolfbauer. Þá kemur í ljós í kvöld hvort það verður Þróttur Reykjavík eða Valur sem fylgja sigurvegurum dagsins í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins en flautað var til leiks á AVIS-vellinum í Laugardalnum klukkan 19:00. Hægt er að fylgjast með gangi mála þar með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan:
Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira