Stjórnvöld verði að breyta sínum áherslum í riðumálum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. maí 2023 15:04 Bændur í Austur-Húnavatnssýslu hafa áhyggjur af stöðu riðumála eins og bændur í öðrum landshlutu, ekki síst eftir að riða greindist á tveimur bæjum í sýslunni við hliðina á þeim, Vestur-Húnavatnssýslu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Húnabyggðar segir að sauðfjárbændur í Austur Húnavatnssýslu séu á nálum yfir því að riða getið komi upp á svæði þeirra eftir að riða kom upp á tveimur bæjum í Vestur Húnavatnssýslu í vor. Eins og allir vita þá greindist riða á tveimur sauðfjárbúum í Vestur – Húnavatnssýslu snemma í vor og þurfti að skera niður allt fé á báðum bæjum. Líkt og í Vestur Húnavatnssýslu er líka mikið um sauðfé í Austur – Húnavatnssýslu og þar hafa bændur áhyggjur á að riða geti líka blossað upp. Pétur Arason er sveitarstjóri Húnabyggðar. „Þetta er náttúrulega bara grafalvarlegt mál. Þetta kom núna upp í hólfi, sem hefur ekki komið upp áður, sem sýnir það að það er engin óhultur. Það hefur verið riða hér á mörgum stöðum í sveitarfélaginu og ekki langt síðan að hún var hinum megin við okkur hérna í Skagafirði þannig að við erum mjög hugsi yfir þessu öllu,“ segir Pétur. Pétur segir að stjórnvöld verði að breyta sínum áherslum í riðumálum og niðurskurði í kjölfarið. „Af því að við trúum ekki á það að þessi niðurskurðaaðferð sé leið til að leysa þetta mál til framtíðar. Niðurskurðaleiðin er meira einhver nauðvarnarstefna, sem var tekin upp þegar þessi mál voru á mjög slæmum stað en í dag þurfum við bara að nálgast þetta á annan hátt.“ Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, sem segir að stjórnvöld verði að breyta sínum áherslum í riðumálum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur segir að nú þurfi númer 1, 2 og 3 að rækta verndandistofna af sauðfé til að vinna á meininu, sem riðuveiki er. „Og aðrar þjóðir hafa í raun og veru gert það þannig með því að rækta þessa verndandiarfgerð, sem er kallað ARR í íslensku sauðkindinni. Þetta er eitthvað, sem bændur þurfa núna í rauninni að setja fókus á til þess að við þurfum ekki að hafa þessa vofu yfir okkur að riðan geti slegið niður á einhver býli hérna í sveitarfélaginu,“ segir Pétur. Þannig að þú vilt ekki bara skera og skera ef það kemur upp riða? „Nei, ég trúi bara alls ekki á það,“ segir Pétur enn fremur. Húnabyggð Riða í Miðfirði Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Eins og allir vita þá greindist riða á tveimur sauðfjárbúum í Vestur – Húnavatnssýslu snemma í vor og þurfti að skera niður allt fé á báðum bæjum. Líkt og í Vestur Húnavatnssýslu er líka mikið um sauðfé í Austur – Húnavatnssýslu og þar hafa bændur áhyggjur á að riða geti líka blossað upp. Pétur Arason er sveitarstjóri Húnabyggðar. „Þetta er náttúrulega bara grafalvarlegt mál. Þetta kom núna upp í hólfi, sem hefur ekki komið upp áður, sem sýnir það að það er engin óhultur. Það hefur verið riða hér á mörgum stöðum í sveitarfélaginu og ekki langt síðan að hún var hinum megin við okkur hérna í Skagafirði þannig að við erum mjög hugsi yfir þessu öllu,“ segir Pétur. Pétur segir að stjórnvöld verði að breyta sínum áherslum í riðumálum og niðurskurði í kjölfarið. „Af því að við trúum ekki á það að þessi niðurskurðaaðferð sé leið til að leysa þetta mál til framtíðar. Niðurskurðaleiðin er meira einhver nauðvarnarstefna, sem var tekin upp þegar þessi mál voru á mjög slæmum stað en í dag þurfum við bara að nálgast þetta á annan hátt.“ Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, sem segir að stjórnvöld verði að breyta sínum áherslum í riðumálum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur segir að nú þurfi númer 1, 2 og 3 að rækta verndandistofna af sauðfé til að vinna á meininu, sem riðuveiki er. „Og aðrar þjóðir hafa í raun og veru gert það þannig með því að rækta þessa verndandiarfgerð, sem er kallað ARR í íslensku sauðkindinni. Þetta er eitthvað, sem bændur þurfa núna í rauninni að setja fókus á til þess að við þurfum ekki að hafa þessa vofu yfir okkur að riðan geti slegið niður á einhver býli hérna í sveitarfélaginu,“ segir Pétur. Þannig að þú vilt ekki bara skera og skera ef það kemur upp riða? „Nei, ég trúi bara alls ekki á það,“ segir Pétur enn fremur.
Húnabyggð Riða í Miðfirði Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira