Arnar: Var kominn tími til að við förum að ganga frá liðum Árni Gísli Magnússon skrifar 25. maí 2023 21:00 Víkingar hafa verið óstöðvandi til þessa Vísir/Hulda Margrét Víkingur vann 4-0 útisigur á KA á Akureyri fyrr í kvöld. Víkingur spilaði miklu betur en KA í dag eins og tölurnar gefa til kynna. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ánægður með sigurinn en gat þó fundið ýmislegt í leik síns liðs sem má betur fara. „Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik. Ég var ekki sáttur við fyrri hálfleikinn og munurinn á liðunum var að annað liðið var með mikið sjálfstraust og hitt liðið með lítið sjálfstraust. Seinni hálfleikur var mjög vel spilaður af okkar hálfu, við höfðum mikla stjórn á leiknum og hefðum getað bætt við fleiri mörkum, en auðvitað bara fyrst og fremst ánægður með frábæran sigur á erfiðum útivelli.” Víkingar áttu ekki í erfiðleikum að spila sig í gegnum vörn KA sem var oft á tíðum alltof opin. „Þeir voru að tapa 2-0 og langaði að stíga framar og gera leik úr þessu og í raun og veru í 2-0 þurftu þeir að skora á undan okkur þetta margfræga þriðja mark en það er leikur sem hentar okkur mjög vel að spila á móti liði sem kemur svona framarlega og opnar sig og eins og ég segi það var kominn tími til að við förum að ganga frá liðum og ekki vera að vorkenna þeim þannig 4-0 er virkilega ánægjulegt.“ Helgi Guðjónsson, Daniel Dejan Djuric, Ari Sigurpálsson og Arnór Borg Guðjónsen komu allir inn á sem varamenn í dag sem sýnir gríðarlega breidd hjá Víkingum. „Það er erfitt örugglega að vera varnarmenn andstæðingana þegar tekur Nikolaj [Hansen], Matta [Matthías Vilhjálmsson],Ella [Erling Agnarsson] og Birnir [Snæ Ingason] og færð þessa fjóra inn á þannig þetta er bara frábært hjá okkur. Það eru tveir stórleikir framundan, Valur á mánudaginn og svo Breiðablik, og bara næsti leikur og áfram gakk og bara fókus.” Víkingur hefur unnið alla níu leiki sína til þessa í deildinni, skorað 21 mark og aðeins fengið á sig fjögur, hvað þarf að gera til að stoppa liðið? „Ég hef alltaf sagt að við erum okkar versti andstæðingur og þú sérð bara hvernig við byrjum leikinn, vorum bara slakir og KA gat gert mark bara í fyrstu sókninni sinni og lið með aðeins meira sjálfstraust hefði bara refsað okkur. Svo kom einstaklingsframtök í ljós sérstaklega í markinu hjá Birni, góð pressa í fyrra markinu, en fyrri hálfleikur án þess að hljóma vanþákkláttur var ekki vel spilaður af okkar hálfu en í seinni hálfleik þá loksins fannst mér ég sá það sem við erum búnir að prédika í allt sumar og allan vetur að reyna svolítið að vera meira svalir á boltanum og reyna bíða sekúndubroti lengur en ekki henda honum bara frá þér í einhverja vitleysu þannig mér fannst seinni hálfleikur mjög vel spilaður.” Eins og sést á svörum Arnars gat hann fundið fullt af hlutum til að bæta þrátt fyrir 4-0 útisigur á Akureyri. „Maður vill nú ekki vera vanþákklátur, það eru ekki mörg lið sem koma hérna og vinna 4-0, en ég veit bara hvað býr í þessum strákum og finnst við vera farnir að skilja hvorn annan mjög mikið, bæði liðið og ég, þannig að við erum í góðum takti og þurfum að virða hvað við erum að gera vel og hvað við þurfum að laga af því maður vill alltaf meina það að lið sem er á betri stað en KA í dag myndi bara refsa okkur og það er standardinn sem við eigum alltaf að horfa til”, sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Víkingur 0-4 | Víkingar enn með fullt hús stiga eftir stórsigur Víkingur vann afar öruggan 4-0 útisigur er liðið sótti KA-heim í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Víkingar eru því enn með fullt hús stiga, en KA-menn eru að öllum líkindum búnir að stimpla sig út úr titilbaráttunni snemma. 25. maí 2023 19:54 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira
„Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik. Ég var ekki sáttur við fyrri hálfleikinn og munurinn á liðunum var að annað liðið var með mikið sjálfstraust og hitt liðið með lítið sjálfstraust. Seinni hálfleikur var mjög vel spilaður af okkar hálfu, við höfðum mikla stjórn á leiknum og hefðum getað bætt við fleiri mörkum, en auðvitað bara fyrst og fremst ánægður með frábæran sigur á erfiðum útivelli.” Víkingar áttu ekki í erfiðleikum að spila sig í gegnum vörn KA sem var oft á tíðum alltof opin. „Þeir voru að tapa 2-0 og langaði að stíga framar og gera leik úr þessu og í raun og veru í 2-0 þurftu þeir að skora á undan okkur þetta margfræga þriðja mark en það er leikur sem hentar okkur mjög vel að spila á móti liði sem kemur svona framarlega og opnar sig og eins og ég segi það var kominn tími til að við förum að ganga frá liðum og ekki vera að vorkenna þeim þannig 4-0 er virkilega ánægjulegt.“ Helgi Guðjónsson, Daniel Dejan Djuric, Ari Sigurpálsson og Arnór Borg Guðjónsen komu allir inn á sem varamenn í dag sem sýnir gríðarlega breidd hjá Víkingum. „Það er erfitt örugglega að vera varnarmenn andstæðingana þegar tekur Nikolaj [Hansen], Matta [Matthías Vilhjálmsson],Ella [Erling Agnarsson] og Birnir [Snæ Ingason] og færð þessa fjóra inn á þannig þetta er bara frábært hjá okkur. Það eru tveir stórleikir framundan, Valur á mánudaginn og svo Breiðablik, og bara næsti leikur og áfram gakk og bara fókus.” Víkingur hefur unnið alla níu leiki sína til þessa í deildinni, skorað 21 mark og aðeins fengið á sig fjögur, hvað þarf að gera til að stoppa liðið? „Ég hef alltaf sagt að við erum okkar versti andstæðingur og þú sérð bara hvernig við byrjum leikinn, vorum bara slakir og KA gat gert mark bara í fyrstu sókninni sinni og lið með aðeins meira sjálfstraust hefði bara refsað okkur. Svo kom einstaklingsframtök í ljós sérstaklega í markinu hjá Birni, góð pressa í fyrra markinu, en fyrri hálfleikur án þess að hljóma vanþákkláttur var ekki vel spilaður af okkar hálfu en í seinni hálfleik þá loksins fannst mér ég sá það sem við erum búnir að prédika í allt sumar og allan vetur að reyna svolítið að vera meira svalir á boltanum og reyna bíða sekúndubroti lengur en ekki henda honum bara frá þér í einhverja vitleysu þannig mér fannst seinni hálfleikur mjög vel spilaður.” Eins og sést á svörum Arnars gat hann fundið fullt af hlutum til að bæta þrátt fyrir 4-0 útisigur á Akureyri. „Maður vill nú ekki vera vanþákklátur, það eru ekki mörg lið sem koma hérna og vinna 4-0, en ég veit bara hvað býr í þessum strákum og finnst við vera farnir að skilja hvorn annan mjög mikið, bæði liðið og ég, þannig að við erum í góðum takti og þurfum að virða hvað við erum að gera vel og hvað við þurfum að laga af því maður vill alltaf meina það að lið sem er á betri stað en KA í dag myndi bara refsa okkur og það er standardinn sem við eigum alltaf að horfa til”, sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Víkingur 0-4 | Víkingar enn með fullt hús stiga eftir stórsigur Víkingur vann afar öruggan 4-0 útisigur er liðið sótti KA-heim í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Víkingar eru því enn með fullt hús stiga, en KA-menn eru að öllum líkindum búnir að stimpla sig út úr titilbaráttunni snemma. 25. maí 2023 19:54 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira
Leik lokið: KA - Víkingur 0-4 | Víkingar enn með fullt hús stiga eftir stórsigur Víkingur vann afar öruggan 4-0 útisigur er liðið sótti KA-heim í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Víkingar eru því enn með fullt hús stiga, en KA-menn eru að öllum líkindum búnir að stimpla sig út úr titilbaráttunni snemma. 25. maí 2023 19:54