Katrín Tanja getur komist fyrst á heimsleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2023 10:01 Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir á undan öllum hinu íslenska CrossFit fólkinu af því að hún er skráð til leiks á undanúrslitamóti Vesturhluta Norður-Ameríku og keppir í raun undir fána Bandaríkjanna að þessu sinni. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir er flogin til Kaliforníu þar sem bíður hennar risastórt verkefni sem er að keppa í undanúrslitamóti fyrir heimsleikana í CrossFit. Undanúrslitamót vesturhluta Norður-Ameríku fer fram í Pasadena sem er norðaustur af Los Angeles borg. Keppnin hefst á morgun og stendur yfir fram á sunnudaginn kemur. Eftir það munu tíu efstu konurnar tryggja sér farseðilinn á heimsleikana. Katrín og Brooks Laich, kærasti hennar, flugu til Los Angeles í upphafi vikunnar eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum þeirra.' View this post on Instagram A post shared by Brooks Laich (@brookslaich) Katrín Tanja er flutt frá Íslandi til Idaho fylkis í vesturhluta Bandaríkjanna og til að fá að keppa í undanúrslitamóti nálægt sér þá keppir hún undir bandaríska fánanum en ekki þeim íslenska. Katrín Tanja getur engu að síðustu orðið fyrsti íslensku keppandinn í fullorðinsflokki til að tryggja sér þátttökurétt á heimsleikunum í haust. Katrín Tanja komst ekki á síðustu heimsleika eftir að hafa verið með sjö ár í röð. Komist hún til Madison þá verða þetta hennar tíundu heimsleikar á ferlinum. Um síðustu helgi fór fram undanúrslitamóti austurhluta Norður-Ameríku og Katrín og aðrar sem keppa um helgina hafa væntanlega fylgst vel með gangi mála það. Ekki bara vegna áhuga síns á CrossFit íþróttinni heldur einnig vegna þess að greinarnar á öllum undanúrslitamótum eru þær sömu. Katrín Tanja og keppinautar hennar vita því nákvæmlega hvað þær eru að fara út í um helgina sem er oft ekki raunin á CrossFit-mótum. Katrín þarf að bæta sig talsvert frá því í fjórðungsúrslitunum þar sem hún endaði í tuttugasta sæti. Hún hefur hins vegar oftast staðið sig betur í maður á mann keppni í staðinn fyrir að skila æfingum í gegnum netið eins og í tveimur fyrstu hlutum undankeppninnar. Það gefur okkur ástæðu til bjartsýni á það að Katrín nái að hækka sig um tíu sæti og tryggja sér sæti á heimsleikunum 2023, fyrst Íslendinga í fullorðinsflokki. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Sjá meira
Undanúrslitamót vesturhluta Norður-Ameríku fer fram í Pasadena sem er norðaustur af Los Angeles borg. Keppnin hefst á morgun og stendur yfir fram á sunnudaginn kemur. Eftir það munu tíu efstu konurnar tryggja sér farseðilinn á heimsleikana. Katrín og Brooks Laich, kærasti hennar, flugu til Los Angeles í upphafi vikunnar eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum þeirra.' View this post on Instagram A post shared by Brooks Laich (@brookslaich) Katrín Tanja er flutt frá Íslandi til Idaho fylkis í vesturhluta Bandaríkjanna og til að fá að keppa í undanúrslitamóti nálægt sér þá keppir hún undir bandaríska fánanum en ekki þeim íslenska. Katrín Tanja getur engu að síðustu orðið fyrsti íslensku keppandinn í fullorðinsflokki til að tryggja sér þátttökurétt á heimsleikunum í haust. Katrín Tanja komst ekki á síðustu heimsleika eftir að hafa verið með sjö ár í röð. Komist hún til Madison þá verða þetta hennar tíundu heimsleikar á ferlinum. Um síðustu helgi fór fram undanúrslitamóti austurhluta Norður-Ameríku og Katrín og aðrar sem keppa um helgina hafa væntanlega fylgst vel með gangi mála það. Ekki bara vegna áhuga síns á CrossFit íþróttinni heldur einnig vegna þess að greinarnar á öllum undanúrslitamótum eru þær sömu. Katrín Tanja og keppinautar hennar vita því nákvæmlega hvað þær eru að fara út í um helgina sem er oft ekki raunin á CrossFit-mótum. Katrín þarf að bæta sig talsvert frá því í fjórðungsúrslitunum þar sem hún endaði í tuttugasta sæti. Hún hefur hins vegar oftast staðið sig betur í maður á mann keppni í staðinn fyrir að skila æfingum í gegnum netið eins og í tveimur fyrstu hlutum undankeppninnar. Það gefur okkur ástæðu til bjartsýni á það að Katrín nái að hækka sig um tíu sæti og tryggja sér sæti á heimsleikunum 2023, fyrst Íslendinga í fullorðinsflokki. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Sjá meira