„Þetta er óvanalegt en þetta er Ísland“ Máni Snær Þorláksson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. maí 2023 19:30 Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir að líklegast séu til betri landgangar en þeir sem notaðir eru í dag. Vísir/Friðrik Þór Flugumferð fór úr skorðum í dag vegna hvassviðris en gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu landinu. Öllu innanlandsflugi var aflýst og þrettán brottförum frá Keflavík. Ekki var hægt að nota landganga á Keflavíkurflugvelli vegna vindhraða og þeim flugferðum sem ekki var aflýst var frestað fram á kvöld. „Þetta veðurfar í dag er sennilega að hafa áhrif á í kringum sex þúsund farþega hjá okkur. Þetta eru alveg umtalsverð áhrif sem þetta hefur,“ segir Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair í samtali við fréttastofu. Flugfélagið sé komið á fulla ferð í sumarstarfsemi, mikið sé af flugum og því nóg að gera. „Eðlilega hefur þetta mikil áhrif.“ Haukur segir að reiknað sé með því að Icelandair nái að vinna upp aflýstu flugferðirnar seinni partinn á morgun eða annað kvöld. Þá verði það að segjast eins og er að veðurfar sem þetta sé óvenjulegt á þessum tíma ársins: „Það er nú samt sem áður ekki lengra síðan heldur en árið 2021, þá vorum við með svipað veðurfar í lok maí. Það reyndar hafði ekki eins mikil áhrif þar sem áætlunin okkar var ekki jafn stór. Þannig jú, þetta er óvanalegt en þetta er Ísland - það er svona frekar óútreiknanlegt veðurfarið á þessu landi. Betri landgangar Reglulega hafa borist fréttir af því að fólk þurfi að sitja klukkutímunum saman í flugvélum út af roki. Til að mynda sátu um tvö þúsund farþegar fastir í fjórtán flugvélum frá Icelandair og Play vegna hvassviðris fyrir rúmum mánuði síðan. Ekki má hafa landgangana sem notaðir eru opna þegar vindhviður fara í fimmtíu hnúta. Er ekki hægt að finna eitthvað betra en þessa landganga til að bregðast við þessu veðri? „Líklegast eru til betri landgangar. Ég er reyndar ekki sérfræðingur í landgöngum, Isavia er með fjöldann allan af góðu fólki sem sérhæfir sig í þeim málum. Við hefðum klárlega kosið það að geta tekið fólk frá borði í meiri vindi heldur en fimmtíu hnútum en ég treysti þeim til að meta það.“ Veður Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Sjá meira
„Þetta veðurfar í dag er sennilega að hafa áhrif á í kringum sex þúsund farþega hjá okkur. Þetta eru alveg umtalsverð áhrif sem þetta hefur,“ segir Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair í samtali við fréttastofu. Flugfélagið sé komið á fulla ferð í sumarstarfsemi, mikið sé af flugum og því nóg að gera. „Eðlilega hefur þetta mikil áhrif.“ Haukur segir að reiknað sé með því að Icelandair nái að vinna upp aflýstu flugferðirnar seinni partinn á morgun eða annað kvöld. Þá verði það að segjast eins og er að veðurfar sem þetta sé óvenjulegt á þessum tíma ársins: „Það er nú samt sem áður ekki lengra síðan heldur en árið 2021, þá vorum við með svipað veðurfar í lok maí. Það reyndar hafði ekki eins mikil áhrif þar sem áætlunin okkar var ekki jafn stór. Þannig jú, þetta er óvanalegt en þetta er Ísland - það er svona frekar óútreiknanlegt veðurfarið á þessu landi. Betri landgangar Reglulega hafa borist fréttir af því að fólk þurfi að sitja klukkutímunum saman í flugvélum út af roki. Til að mynda sátu um tvö þúsund farþegar fastir í fjórtán flugvélum frá Icelandair og Play vegna hvassviðris fyrir rúmum mánuði síðan. Ekki má hafa landgangana sem notaðir eru opna þegar vindhviður fara í fimmtíu hnúta. Er ekki hægt að finna eitthvað betra en þessa landganga til að bregðast við þessu veðri? „Líklegast eru til betri landgangar. Ég er reyndar ekki sérfræðingur í landgöngum, Isavia er með fjöldann allan af góðu fólki sem sérhæfir sig í þeim málum. Við hefðum klárlega kosið það að geta tekið fólk frá borði í meiri vindi heldur en fimmtíu hnútum en ég treysti þeim til að meta það.“
Veður Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Sjá meira