Leitað að Maddie við lón í Portúgal Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2023 10:11 Lögregluþjónar að störfum við uppistöðulón Arade stíflunnar nærri Silves í Portúgal. AP/Joao Matos Leit stendur nú yfir að líki Madeleine McCann við uppistöðulón í Portúgal sem er í um fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Praia da Luz, þar sem hún hvarf árið 2007. Kafarar hafa farið ofan í lónið og er einnig leitað í nánasta umhverfi þess, meðal annars með hundum og neðanjarðarratsjám. Madeleine hvarf úr fjölskyldufríi í Algarve í Portúgal árið 2007 en lögregla gengur nú út frá því að hún sé látin. Hún var þriggja ára gömul þegar hún hvarf úr íbúð sem foreldrar hennar voru með á leigu. Þau voru með vinum sínum á nærliggjandi bar. Leitin við uppistöðulónið á að standa yfir í dag og á morgun. Hún fer fram á grunni beiðni frá lögreglunni í Þýskalandi og er það vegna þess að þýskur maður sem heitir Christian Brückner er sagður hafa farið að lóninu á tímanum sem McCann hvarf. Sjá einnig: Leitað við stíflu í máli McCann Sá er 45 ára maður sem bjó í Portúgal þegar McCann hvarf. Hann situr í fangelsi fyrir að naugða 72 ára konu á svæðinu þar sem fjölskylda McCann var á sínum tíma. Hann hefur áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Árið 2020 var leitað á nokkrum stöðum í Þýskalandi sem tengdust honum. Þá sögðust þýskir saksóknarar hafa fundið vísbendingar um að Christian B hafi myrt Madeleine, en þær dugðu ekki til til að ákæra hann. Sjá einnig: Leit í skógi í Þýskalandi tengist hvarfi McCann Búið er að leita tvisvar sinnum á svæðinu áður. Einu sinni árið 2008 og svo árið 2014. Sky News var með myndavél við lónið þar sem leitað er og má fylgjast með leitinni í morgun í spilaranum hér að neðan. Portúgal Madeleine McCann Tengdar fréttir Foreldrar Madeleine McCann: „Við munum aldrei gefast upp“ Foreldrar Madeleine McCann óska dóttur sinni til hamingju með 20 ára afmælisdaginn í dag. Þau segjast aldrei ætla að gefast upp á leitinni að dóttur sinni sem hvarf í Portúgal árið 2007. 12. maí 2023 23:06 Búið að hrekja kenningu konu sem taldi sig McCann Búið er að hrekja kenningu pólskrar konu, sem taldi sig vera Madeleine McCann, með DNA-rannsókn. McCann hvarf sporlaust þegar hún var þriggja ára í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal árið 2007. Hvarfið vakti heimsathygli og hefur fengið gríðarmikla umfjöllun. 4. apríl 2023 22:24 Foreldrar Madeleine McCann töpuðu hjá Mannréttindadómstólnum Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að foreldrar Madeleine McCann hafi fengið réttláta málsmeðferð í meiðyrðamáli sem þeir höfðuðu gegn lögreglumanni í Portúgal. 20. september 2022 09:21 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Madeleine hvarf úr fjölskyldufríi í Algarve í Portúgal árið 2007 en lögregla gengur nú út frá því að hún sé látin. Hún var þriggja ára gömul þegar hún hvarf úr íbúð sem foreldrar hennar voru með á leigu. Þau voru með vinum sínum á nærliggjandi bar. Leitin við uppistöðulónið á að standa yfir í dag og á morgun. Hún fer fram á grunni beiðni frá lögreglunni í Þýskalandi og er það vegna þess að þýskur maður sem heitir Christian Brückner er sagður hafa farið að lóninu á tímanum sem McCann hvarf. Sjá einnig: Leitað við stíflu í máli McCann Sá er 45 ára maður sem bjó í Portúgal þegar McCann hvarf. Hann situr í fangelsi fyrir að naugða 72 ára konu á svæðinu þar sem fjölskylda McCann var á sínum tíma. Hann hefur áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Árið 2020 var leitað á nokkrum stöðum í Þýskalandi sem tengdust honum. Þá sögðust þýskir saksóknarar hafa fundið vísbendingar um að Christian B hafi myrt Madeleine, en þær dugðu ekki til til að ákæra hann. Sjá einnig: Leit í skógi í Þýskalandi tengist hvarfi McCann Búið er að leita tvisvar sinnum á svæðinu áður. Einu sinni árið 2008 og svo árið 2014. Sky News var með myndavél við lónið þar sem leitað er og má fylgjast með leitinni í morgun í spilaranum hér að neðan.
Portúgal Madeleine McCann Tengdar fréttir Foreldrar Madeleine McCann: „Við munum aldrei gefast upp“ Foreldrar Madeleine McCann óska dóttur sinni til hamingju með 20 ára afmælisdaginn í dag. Þau segjast aldrei ætla að gefast upp á leitinni að dóttur sinni sem hvarf í Portúgal árið 2007. 12. maí 2023 23:06 Búið að hrekja kenningu konu sem taldi sig McCann Búið er að hrekja kenningu pólskrar konu, sem taldi sig vera Madeleine McCann, með DNA-rannsókn. McCann hvarf sporlaust þegar hún var þriggja ára í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal árið 2007. Hvarfið vakti heimsathygli og hefur fengið gríðarmikla umfjöllun. 4. apríl 2023 22:24 Foreldrar Madeleine McCann töpuðu hjá Mannréttindadómstólnum Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að foreldrar Madeleine McCann hafi fengið réttláta málsmeðferð í meiðyrðamáli sem þeir höfðuðu gegn lögreglumanni í Portúgal. 20. september 2022 09:21 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Foreldrar Madeleine McCann: „Við munum aldrei gefast upp“ Foreldrar Madeleine McCann óska dóttur sinni til hamingju með 20 ára afmælisdaginn í dag. Þau segjast aldrei ætla að gefast upp á leitinni að dóttur sinni sem hvarf í Portúgal árið 2007. 12. maí 2023 23:06
Búið að hrekja kenningu konu sem taldi sig McCann Búið er að hrekja kenningu pólskrar konu, sem taldi sig vera Madeleine McCann, með DNA-rannsókn. McCann hvarf sporlaust þegar hún var þriggja ára í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal árið 2007. Hvarfið vakti heimsathygli og hefur fengið gríðarmikla umfjöllun. 4. apríl 2023 22:24
Foreldrar Madeleine McCann töpuðu hjá Mannréttindadómstólnum Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að foreldrar Madeleine McCann hafi fengið réttláta málsmeðferð í meiðyrðamáli sem þeir höfðuðu gegn lögreglumanni í Portúgal. 20. september 2022 09:21