Segir dugnaðarkvíða samfélagsmein Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 19. maí 2023 21:00 Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli. Vísir/Vilhelm Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir dugnaðarkvíða vera hinn þögla skaðvald samtímans. „Að vera lúsiðin hverja sekúndu eins og hermaur í maurabúi þykir vera hin mesta hetjudáð en er í raun sinubruni sem brennir okkur út ansi hratt,“ skrifar Ragga í færslu á samfélagsmiðlum og heldur áfram: Baka glútenlausar bollur á sunnudögum skreyttar lífrænum graskersfræjum, og pósta á Instagram. „Taka þátt í Landvættunum og Blálónsþrautinni og Reykjavíkurmaraþoni og á gönguskíðum á veturna, títanhjóli á sumrin og í Crossfit og í jóga. Njóta gríðarlegrar velgengni í starfi og ná öllum skilafrestum. Vinna yfirvinnu. Skutla krökkunum. Skila skýrslu. Mæta á réttum tíma. En líka á námskeiði í Núvitundarsetrinu. Stunda jóga og drekka grænt Macha te. Vera á ketó og fasta og glútenlaus og sykurlaus. Gróðursetja tré til að kolefnisjafna Tene-ferðina. Stunda kæliböð. Hitta vinina í drykk eftir vinnu. Mæta á öll fótboltamót og fimleikakeppnir barnanna. Og auðvitað alltaf í nýjustu tískuspjörinni. Heimilið eins og uppstillingarbás í IKEA. Epal sófi tignarlegur í mínimalískri stofu.“ Láta eins og allt sé í lagi Að sögn Röggu svarar fólk að allt sé í himnalagi þegar það er spurt út í hvernig það hafi það, þrátt fyrir að streitan sé að gera út af við mann. „Streitukerfið í bullandi yfirvinnutaxta við að seyta út streituhormónunum kortisóli og adrenalín allan daginn. Með tímanum verða kortisólvakarnir ónæmir fyrir streituhormónum, stöðugt svamlandi í kerfinu, og dægursveiflurnar riðlast. Krónísk streita veldur ójafnvægi í HPA ásnum (HPA dysregulation), samspil heiladinguls, undirstúku í heila og nýrnahetta. Heilinn skynjar ógn í umhverfi og sendir skilaboð á nanósekúndu í nýrnahettur sem seyta út adrenalíni og kortisóli til að gera okkur klár í bardaga,“ segir Ragga og upplýsir að krónísk streita veldur því að kortosól verður hátt og lágt á röngum tíma dags. Þreytt að morgni en í stuði seinni partinn „Í stað þess að vera í hámarki á morgnana og gefa fítonskraft til að takast á við daginn, er það miður sín þegar við nuddum stírurnar svo við þurfum nokkra bolla af bleksvartri iðnaðaruppáhellingu til að komast í gang,“ segir Ragga. Síðan getum við verið í jafn miklu stuði seinnipartinn og miðaldra húsmóðir í sumarbústaðarferð með Sigga Hlö í botni „Kortisólið uppi í rjáfri en á þessum tíma viljum við að kortisól sé lágt til að hleypa svefnhormóninu melatónin í partýið og gera okkur þreytt,“ segir Ragga. Langvarandi kortisólstreymi geti veikt ónæmiskerfið sem valdi því að við séum líklegri til að fá kvef og aðrar umgangspestir. Það geti einnig komið svefninum í algjört uppnám. Kvíði geti jafnvel myndast yfir minnstu verkefnum, til dæmis tilhugsunin um að ryksuga, sækja börnin í skólann eða ákveða hvað borða skuli í kvöldmat. Ragga segir að við eigum til að upplifa að greindarvísi tala okkar lækki, þegar við erum undir miklu álagi. „Rannsókn í Journal of Applied Psychology sýndi að starfsmenn sem upplifðu kröfur um að vinna langan vinnudag og vera ínáanleg utan vinnutíma voru líklegri til að upplifa kulnun og andlega örmögnun,“ segir Ragga. Hún hvetur fólk að ná hinu gullna jafnvægi sem felur í sér hvíld og sjálfsrækt. „Við eigum aðeins eina heilsu og ef þú leyfir svefnleysi, streitu að sliga okkur geturðu átt á hættu að kulnun banki á dyrnar með heimsendingu frá Stress.is,“ segir Ragga í lokin. Heilsa Heilbrigðismál Tengdar fréttir Horuð pítusósa að hætti Röggu nagla Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að horaðri pítusósu, með fylgjendum sínum á Instagram. 18. apríl 2023 14:28 Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
„Að vera lúsiðin hverja sekúndu eins og hermaur í maurabúi þykir vera hin mesta hetjudáð en er í raun sinubruni sem brennir okkur út ansi hratt,“ skrifar Ragga í færslu á samfélagsmiðlum og heldur áfram: Baka glútenlausar bollur á sunnudögum skreyttar lífrænum graskersfræjum, og pósta á Instagram. „Taka þátt í Landvættunum og Blálónsþrautinni og Reykjavíkurmaraþoni og á gönguskíðum á veturna, títanhjóli á sumrin og í Crossfit og í jóga. Njóta gríðarlegrar velgengni í starfi og ná öllum skilafrestum. Vinna yfirvinnu. Skutla krökkunum. Skila skýrslu. Mæta á réttum tíma. En líka á námskeiði í Núvitundarsetrinu. Stunda jóga og drekka grænt Macha te. Vera á ketó og fasta og glútenlaus og sykurlaus. Gróðursetja tré til að kolefnisjafna Tene-ferðina. Stunda kæliböð. Hitta vinina í drykk eftir vinnu. Mæta á öll fótboltamót og fimleikakeppnir barnanna. Og auðvitað alltaf í nýjustu tískuspjörinni. Heimilið eins og uppstillingarbás í IKEA. Epal sófi tignarlegur í mínimalískri stofu.“ Láta eins og allt sé í lagi Að sögn Röggu svarar fólk að allt sé í himnalagi þegar það er spurt út í hvernig það hafi það, þrátt fyrir að streitan sé að gera út af við mann. „Streitukerfið í bullandi yfirvinnutaxta við að seyta út streituhormónunum kortisóli og adrenalín allan daginn. Með tímanum verða kortisólvakarnir ónæmir fyrir streituhormónum, stöðugt svamlandi í kerfinu, og dægursveiflurnar riðlast. Krónísk streita veldur ójafnvægi í HPA ásnum (HPA dysregulation), samspil heiladinguls, undirstúku í heila og nýrnahetta. Heilinn skynjar ógn í umhverfi og sendir skilaboð á nanósekúndu í nýrnahettur sem seyta út adrenalíni og kortisóli til að gera okkur klár í bardaga,“ segir Ragga og upplýsir að krónísk streita veldur því að kortosól verður hátt og lágt á röngum tíma dags. Þreytt að morgni en í stuði seinni partinn „Í stað þess að vera í hámarki á morgnana og gefa fítonskraft til að takast á við daginn, er það miður sín þegar við nuddum stírurnar svo við þurfum nokkra bolla af bleksvartri iðnaðaruppáhellingu til að komast í gang,“ segir Ragga. Síðan getum við verið í jafn miklu stuði seinnipartinn og miðaldra húsmóðir í sumarbústaðarferð með Sigga Hlö í botni „Kortisólið uppi í rjáfri en á þessum tíma viljum við að kortisól sé lágt til að hleypa svefnhormóninu melatónin í partýið og gera okkur þreytt,“ segir Ragga. Langvarandi kortisólstreymi geti veikt ónæmiskerfið sem valdi því að við séum líklegri til að fá kvef og aðrar umgangspestir. Það geti einnig komið svefninum í algjört uppnám. Kvíði geti jafnvel myndast yfir minnstu verkefnum, til dæmis tilhugsunin um að ryksuga, sækja börnin í skólann eða ákveða hvað borða skuli í kvöldmat. Ragga segir að við eigum til að upplifa að greindarvísi tala okkar lækki, þegar við erum undir miklu álagi. „Rannsókn í Journal of Applied Psychology sýndi að starfsmenn sem upplifðu kröfur um að vinna langan vinnudag og vera ínáanleg utan vinnutíma voru líklegri til að upplifa kulnun og andlega örmögnun,“ segir Ragga. Hún hvetur fólk að ná hinu gullna jafnvægi sem felur í sér hvíld og sjálfsrækt. „Við eigum aðeins eina heilsu og ef þú leyfir svefnleysi, streitu að sliga okkur geturðu átt á hættu að kulnun banki á dyrnar með heimsendingu frá Stress.is,“ segir Ragga í lokin.
Heilsa Heilbrigðismál Tengdar fréttir Horuð pítusósa að hætti Röggu nagla Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að horaðri pítusósu, með fylgjendum sínum á Instagram. 18. apríl 2023 14:28 Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Horuð pítusósa að hætti Röggu nagla Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að horaðri pítusósu, með fylgjendum sínum á Instagram. 18. apríl 2023 14:28