Er sigurlag Eurovision stolið? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. maí 2023 18:00 Hin sænska Loreen fagnaði sigri öðru sinni í Eurovision um síðustu helgi. Nú er spænsk diskósveit frá síðustu öld komin fram á sjónarsviðið og segist hafa samið þetta lag fyrir meira en 20 árum. Anthony Devlin/Getty Images Spænsk hljómsveit heldur því fram að sigurlag Eurovision sé stolið lag sem sveitin gaf út fyrir rúmlega 20 árum. Meðlimir sveitarinnar íhuga að leita réttar síns. Dapurt gengi Spánverja Spánverjar riðu ekki feitum hesti frá Eurovision söngvakeppninni um síðustu helgi. Lag þeirra hafnaði í 17. sæti sem voru óneitanlega vonbrigði eftir glæsilegt 3. sæti í fyrra, en Spánverjar hafa ákveðið að blása til sóknar í keppninni eftir áratuga eyðimerkurgöngu mislélegra laga síðustu ára. Stjórnendur spænska ríkissjónvarpsins eru engu að síður borubrattir og segja að þetta sé langhlaup en ekki spretthlaup, nokkuð sem íslenska þjóðin þekkir sjálf allt of vel. Jafnvel maraþon. Segja sigurlag Svía vera spænskt En mál málanna í spænskum fjölmiðlum eftir keppnina eru þó vangaveltur og ásakanir um að sigurlag Svía, Tattoo, sé í raun stolið frá spænsku sveitinni Pont Aeri, lagið Flying Free sem kom út á 10. áratugnum. Eða hvað finnst lesendum? <a href="https://www.youtube.com/watch?v=eCsLDJThJck">watch on YouTube</a> Þarna má greinilega greina nokkur líkindi en þetta er langt frá því í fyrsta sinn sem sigurlag Eurovision er sagt vera stolið. Tveir meðlimir hljómsveitarinnar hafa komið fram í fjölmiðlum í vikunni og segjast vera að íhuga að fara með málið fyrir dómstóla. Er kannski búið að semja öll lög sem hægt er að semja? Svo geta menn í raun velt því fyrir sér hvort ekki sé einfaldlega búið að semja öll lög sem hægt er að semja og allt sem samið er í dag, séu mismunandi útsetningar á einhverju sem til er fyrir. Því eins og Ed Sheeran benti nýlega á eftir að hafa verið sakaður og sýknaður af því að hafa stolið lagi Marvins Gay, Let´s get it on: „Á hverjum degi eru gefin út 60.000 lög á Spotify, það gera 22 milljónir laga á ári. Og það eru bara til 12 nótur.“ Eurovision Spánn Svíþjóð Höfundarréttur Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Sjá meira
Dapurt gengi Spánverja Spánverjar riðu ekki feitum hesti frá Eurovision söngvakeppninni um síðustu helgi. Lag þeirra hafnaði í 17. sæti sem voru óneitanlega vonbrigði eftir glæsilegt 3. sæti í fyrra, en Spánverjar hafa ákveðið að blása til sóknar í keppninni eftir áratuga eyðimerkurgöngu mislélegra laga síðustu ára. Stjórnendur spænska ríkissjónvarpsins eru engu að síður borubrattir og segja að þetta sé langhlaup en ekki spretthlaup, nokkuð sem íslenska þjóðin þekkir sjálf allt of vel. Jafnvel maraþon. Segja sigurlag Svía vera spænskt En mál málanna í spænskum fjölmiðlum eftir keppnina eru þó vangaveltur og ásakanir um að sigurlag Svía, Tattoo, sé í raun stolið frá spænsku sveitinni Pont Aeri, lagið Flying Free sem kom út á 10. áratugnum. Eða hvað finnst lesendum? <a href="https://www.youtube.com/watch?v=eCsLDJThJck">watch on YouTube</a> Þarna má greinilega greina nokkur líkindi en þetta er langt frá því í fyrsta sinn sem sigurlag Eurovision er sagt vera stolið. Tveir meðlimir hljómsveitarinnar hafa komið fram í fjölmiðlum í vikunni og segjast vera að íhuga að fara með málið fyrir dómstóla. Er kannski búið að semja öll lög sem hægt er að semja? Svo geta menn í raun velt því fyrir sér hvort ekki sé einfaldlega búið að semja öll lög sem hægt er að semja og allt sem samið er í dag, séu mismunandi útsetningar á einhverju sem til er fyrir. Því eins og Ed Sheeran benti nýlega á eftir að hafa verið sakaður og sýknaður af því að hafa stolið lagi Marvins Gay, Let´s get it on: „Á hverjum degi eru gefin út 60.000 lög á Spotify, það gera 22 milljónir laga á ári. Og það eru bara til 12 nótur.“
Eurovision Spánn Svíþjóð Höfundarréttur Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Sjá meira