Sögur úr friðlandinu í Vatnsfirði, Vesturbyggð Elva Björg Einarsdóttir skrifar 19. maí 2023 10:31 Snemmsumars er það alltaf svolítið happa og glappa hvort hægt sé að komast inn með Vatnsdalsvatninu því að það flæðir yfir veginn og máir hann út hérna alveg við vegamótin að þjóðvegi 62 innst í Vatnsfirðinum, í víkinni þar sem víkingaskipið lagði upp í ferð sína inn vatnið á Þjóðhátíðinni 1974. Vegurinn sem liggur inn með vatninu er ekki beysinn og þú þarft að fara fetið, passa þig á steinnibbum og skorningum eftir hamagang vetursins. Það gerir þó ekkert til því að það er yndislegt að keyra hér inn með og horfa út á vökurnar á vatninu. Hér er mikill fiskur, margskonar fiskur, stór og lítill, aðallega þó lítill að mér skilst og ég minnist þess að hafa heyrt talað um að það væri ofgnótt fiskjar í vatninu. Minnist þess líka að skemmta mér við að horfa á litlu bleikjuna við víkingaskipsbryggjuna í sunnanverðu Kofanesinu syndandi út og inn úr undirstöðunum. Líka að hafa fangað fimm punda bleikju í þessu vatni. Það var stór fiskur og það rann á mig eitthvert æði sem þau er beðið hafa eftir bráð sinni þekkja líkast til. Ég horfi yfir að Lambagiljum hvar ég hef svo oft farið með göngufólk og við höfum dvalið þar og notið í kyrrðinni. Fólk er undrandi yfir fegurðinni og því að hafa jafnvel ekki vitað af þessum stað, „að þetta sé nú bara eins og Þórsmörk!“ – hvorki meira né minna! Af gönguleiðinni er einstakt útsýni yfir vatnið og Vatnsdalinn allan. Það var kannski vegna þessa sem ég lagði í það að skrifa bók um það að ganga á þessum slóðum. Mig langaði að segja fólki af hverju það ætti að stoppa í gamla Barðastrandarhreppinum sem Vatnsdalurinn er hluti af. Að hér væru sannarlega margar ástæður til að stoppa og njóta. Hér er ég fædd og uppalin, á Seftjörn, og hef gengið um fjöll og strendur, dali og móa og það getur þú lesið um í Barðastrandarhreppi – göngubók, nú eða skoðað á vefnum: bardastrandarhreppur.net. Fljótlega eftir að kemur inn fyrir Viteyrina opnast Vatndalurinn og við blasir svæðið þar sem Þjóðhátíð Vestfirðinga var haldin. Þetta eru grónar engjar og kjarrivaxnir árhólmar, svo undurfallegir. Hér er mikið líf, straumandapar hreiðrar um sig í einum hólmanum, stokkönd í öðrum. Þröstur, maríuerla, steindepill, músarrindill og jafnvel glókollur, álft, himbrimi, lómur, fálki og örn – öll byggja þau þennan dal og fjörð. Ég leyfi mér að segja að flestallir land- og vaðfuglar eigi hér skjól og sumir þeirra, eins og rauðbrystingurinn stoppar í firðinum hér fyrir framan á hverju vori til að efla sig fyrir lokasprettinn á varpstöðvarnar lengra í vestri. Ég sé alltaf fyrir mér að það hafi verið hér austan megin í dalnum sem litla tröllskessan af Glámu áreitti grastekjufólk frá Brjánslæk hérna í fyrndinni. Hún var svöng og ætlaði að grípa hest þeirra sér til saðningar en fyrir snarræði forsprakka Brjánslækjarfólks lét hún malpoka þeirra sér nægja og skulum við vona að hann hafi nægt til saðningar þeirra mæðgna þó ótrúlegt sé. Ég legg bílnum innst á gamla hátíðarsvæðinu u.þ.b. þar sem græna hátíðartjaldið var. Ég var átta ára þegar þjóðhátíðin var haldin og þrátt fyrir að hafa verið þar á ég erfitt með að ímynda mér hvernig öllu var fyrir komið og þarf að glöggva mig á því á myndum þegar heim er komið, því hér er allt upp gróið. Það var sannarlega góð ákvörðun að friða þetta land fyrir hartnær 50 árum síðan og varðveita samfellu þess og fjölbreytileika fyrir okkur sem fáum að njóta þess nú og komandi kynslóðir. Það var engin tilviljun að Vestfirðingar sameinuðust um þennan stað og fólk tengt Vestfjörðum ferðaðist um langan veg til að vera hér og fagna saman. Samkvæmt Þjóðhátíðarnefnd voru aðallega tvær ástæður fyrir staðsetningunni, Hrafna-Flóki sem fólk trúir að hafi átt vetursetu á Flókagrund og sagt er að hafi gefið landinu nafn af nálægum fjöllum eða fjalli, „og hitt, að náttúrufegurð er þar söm og á dögum Flóka og staðurinn aðlaðandi til dvalar ungum og öldnum“ (Ísfirðingur, 1974: forsíða). Staðir sem þessi eru mikilvægir sögu okkar og sameiningarmætti. Ég hugsa að fyrir flesta ljúki Vatnsdalnum hér, en ég held lengra. Enn er dágóður spölur inn í Geldneytistungur þar sem Fremri- og Heimari-Útnorðursár mætast innst í dalnum, en Austuráin fellur niður hlíðarnar nokkru utar og eftir það heitir sameinuð áin Vatnsdalsá sem er bæði hér í dalnum innan vatnsins og neðan þess þar sem hún fossar til sjávar í stórbrotnum fossum. Hér er allt í áttum og ekki bara inn eftir og út eftir eins og títt er í tali heimamanna. Ég er fótgangandi og þarf að byrja á því að hoppa yfir vorbólginn læk og lendi örugg á hinum bakkanum og held sem leið liggur inn dalinn eftir þessum fallega gróna stíg sem eins og liðast eftir bökkum, inn í skóginn og fram um klettagljúfur. Þetta er magískur staður. Svo kyrrlátur og ósnortinn. Hann fyllir mig orku og angurværð og leyfir mér að kannast við það að ég er hluti af öllu saman þegar ég með göngu minni hræri við því sem er hér fyrir, styggi fugl og sveigi greinar. Manneskjan er voldug og í krafti sínum hefur hún áhrif á veðurkerfi og ógnar sinni eigin tilveru. Ég er með þetta í huga þegar ég geng fram á gljúfrin á rigningarblautum steinunum til að berja þar augum stærðar fiska syndandi í hyljunum undir. Hér er mikilvægt að fara varlega svo að ég tortímist ekki hér og nú. Frá því að hoppa yfir lækinn á milli grasi vaxinna bakka á sléttum grundum láglendisins hefur umhverfið smám saman breyst, skógurinn hefur tekið við af graslendinu og fossandi gljúfur af lágstemmdum sendnum og blómskrýddum áreyrum. Ég hef gengið með ánni sem á leiðinni hefur hvíslast í læki og stærri ár og þó undrast ég þar sem ég er þar, hversu lítið í raun Austuráin leggur til árinnar í heild, en gullfalleg er hún og glæsileg þar sem hún fossar niður hlíðina. Innarlega í dalnum eiga þær fund Útnorðursárnar, koma þar saman tvær, ólgandi og fossandi þannig að líkja mætti við trylling á þessum tíma árs. Saman hafa þær í ofsa sínum og þó líklega líka í mildi sinni og blíðu, og þó kannski mest í staðfesti þeirra frá fyrstu tíð, sorfið umhverfi sitt í ein þau fegurstu árgljúfur sem ég hef augum litið, skreytt skófum og mosa, lyngi og fjalldrapa, blágresi og smáum jurtum. Þar hafa einnig tekið sér bólfestu smáfuglar, straumendur og fiskar, að ég tali ekki um skordýrin stór og smá og þykir þar mörgum nóg um þar sem mýið á í hlut hér í dalnum. Þegar ég kom hér fyrst trúði ég vart mínum eigin augum, svo mögnuð þóttu mér gljúfrin. Að þetta náttúruundur væri hér svo nærri heimahögum mínum – í heimahögum mínum – og ég hafði ekki haft vitneskju um þau fyrr. Ég taldi mig jafnvel vera með óráði komandi af fjöllum á eftir kindum niður af heiðinni og hafandi í fyrsta og eina skipti fest upp í tré á fartinu niður bratta hlíðina og bókstaflega þurft að hrista mig niður á jörðina aftur. Já, svo stórar og sterkar eru sumar bjarkirnar hér um slóðir að þær geta haldið vel stálpaðri konukind fanginni: Hafði þá farið svo að ég var komin í hulduheima því að ójarðneskari staður er vandfundinn?! Fossandi, ólgandi, hjalandi, glettið og í dropatali fellur vatnið innst í dalnum sem er kenndur við það. Fellur úr mosanum, úr ánum og lækjunum, úr snjónum og af klettunum og í dag fellur það líka úr himnunum því að það er komin rigning og húfan mín veður blaut og dropar detta af nefinu. Það er snemmsumars og leysingar inni á fjöllunum hér upp af. Rigningin æsir upp anganina af sumrinu, birkiilm í sannkallaðri harmóníu með blómailm og angan af jörð og lofti. Það er magnað að standa hér innst í dalnum og líta yfir út að vatninu sem er í órafjarlægð. Hér er algjör kyrrð eða öllu heldur ólgandi líf en ekki af mannavöldum heldur af öllu hinu sem er og við erum órjúfanlegur hluti af. Um leið og ég segi mína sögu í Vatnsdal á mergð annarra sagna sér stað allt í kringum mig. Staðir eru margfaldir og sífellt verðandi en aldrei kyrrir, heldur flæðir um þá líf af öllu tagi og það er mikilvægast að það sé sem margbreytilegast og ekki einskorðað við eina tegund, við eina sögu. Það er mikilvægt að kannast við það að við erum hluti af stærri heild, að okkar saga er ekki sú eina sem skiptir máli. Það er mikilvægt að við göngumst við þeirri ábyrgð sem því fylgir að búa yfir stórum hluta ósnortins lands í Evrópu og stöndum vörð um staði eins og Vatnsdal. Höfundur greinarinnar er höfundur Barðastrandarhreppur – göngubók. Heimildir: Þjóðhátíð Vestfirðinga 1974. Ísfirðingur, 24 (10.-11.). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vesturbyggð Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Snemmsumars er það alltaf svolítið happa og glappa hvort hægt sé að komast inn með Vatnsdalsvatninu því að það flæðir yfir veginn og máir hann út hérna alveg við vegamótin að þjóðvegi 62 innst í Vatnsfirðinum, í víkinni þar sem víkingaskipið lagði upp í ferð sína inn vatnið á Þjóðhátíðinni 1974. Vegurinn sem liggur inn með vatninu er ekki beysinn og þú þarft að fara fetið, passa þig á steinnibbum og skorningum eftir hamagang vetursins. Það gerir þó ekkert til því að það er yndislegt að keyra hér inn með og horfa út á vökurnar á vatninu. Hér er mikill fiskur, margskonar fiskur, stór og lítill, aðallega þó lítill að mér skilst og ég minnist þess að hafa heyrt talað um að það væri ofgnótt fiskjar í vatninu. Minnist þess líka að skemmta mér við að horfa á litlu bleikjuna við víkingaskipsbryggjuna í sunnanverðu Kofanesinu syndandi út og inn úr undirstöðunum. Líka að hafa fangað fimm punda bleikju í þessu vatni. Það var stór fiskur og það rann á mig eitthvert æði sem þau er beðið hafa eftir bráð sinni þekkja líkast til. Ég horfi yfir að Lambagiljum hvar ég hef svo oft farið með göngufólk og við höfum dvalið þar og notið í kyrrðinni. Fólk er undrandi yfir fegurðinni og því að hafa jafnvel ekki vitað af þessum stað, „að þetta sé nú bara eins og Þórsmörk!“ – hvorki meira né minna! Af gönguleiðinni er einstakt útsýni yfir vatnið og Vatnsdalinn allan. Það var kannski vegna þessa sem ég lagði í það að skrifa bók um það að ganga á þessum slóðum. Mig langaði að segja fólki af hverju það ætti að stoppa í gamla Barðastrandarhreppinum sem Vatnsdalurinn er hluti af. Að hér væru sannarlega margar ástæður til að stoppa og njóta. Hér er ég fædd og uppalin, á Seftjörn, og hef gengið um fjöll og strendur, dali og móa og það getur þú lesið um í Barðastrandarhreppi – göngubók, nú eða skoðað á vefnum: bardastrandarhreppur.net. Fljótlega eftir að kemur inn fyrir Viteyrina opnast Vatndalurinn og við blasir svæðið þar sem Þjóðhátíð Vestfirðinga var haldin. Þetta eru grónar engjar og kjarrivaxnir árhólmar, svo undurfallegir. Hér er mikið líf, straumandapar hreiðrar um sig í einum hólmanum, stokkönd í öðrum. Þröstur, maríuerla, steindepill, músarrindill og jafnvel glókollur, álft, himbrimi, lómur, fálki og örn – öll byggja þau þennan dal og fjörð. Ég leyfi mér að segja að flestallir land- og vaðfuglar eigi hér skjól og sumir þeirra, eins og rauðbrystingurinn stoppar í firðinum hér fyrir framan á hverju vori til að efla sig fyrir lokasprettinn á varpstöðvarnar lengra í vestri. Ég sé alltaf fyrir mér að það hafi verið hér austan megin í dalnum sem litla tröllskessan af Glámu áreitti grastekjufólk frá Brjánslæk hérna í fyrndinni. Hún var svöng og ætlaði að grípa hest þeirra sér til saðningar en fyrir snarræði forsprakka Brjánslækjarfólks lét hún malpoka þeirra sér nægja og skulum við vona að hann hafi nægt til saðningar þeirra mæðgna þó ótrúlegt sé. Ég legg bílnum innst á gamla hátíðarsvæðinu u.þ.b. þar sem græna hátíðartjaldið var. Ég var átta ára þegar þjóðhátíðin var haldin og þrátt fyrir að hafa verið þar á ég erfitt með að ímynda mér hvernig öllu var fyrir komið og þarf að glöggva mig á því á myndum þegar heim er komið, því hér er allt upp gróið. Það var sannarlega góð ákvörðun að friða þetta land fyrir hartnær 50 árum síðan og varðveita samfellu þess og fjölbreytileika fyrir okkur sem fáum að njóta þess nú og komandi kynslóðir. Það var engin tilviljun að Vestfirðingar sameinuðust um þennan stað og fólk tengt Vestfjörðum ferðaðist um langan veg til að vera hér og fagna saman. Samkvæmt Þjóðhátíðarnefnd voru aðallega tvær ástæður fyrir staðsetningunni, Hrafna-Flóki sem fólk trúir að hafi átt vetursetu á Flókagrund og sagt er að hafi gefið landinu nafn af nálægum fjöllum eða fjalli, „og hitt, að náttúrufegurð er þar söm og á dögum Flóka og staðurinn aðlaðandi til dvalar ungum og öldnum“ (Ísfirðingur, 1974: forsíða). Staðir sem þessi eru mikilvægir sögu okkar og sameiningarmætti. Ég hugsa að fyrir flesta ljúki Vatnsdalnum hér, en ég held lengra. Enn er dágóður spölur inn í Geldneytistungur þar sem Fremri- og Heimari-Útnorðursár mætast innst í dalnum, en Austuráin fellur niður hlíðarnar nokkru utar og eftir það heitir sameinuð áin Vatnsdalsá sem er bæði hér í dalnum innan vatnsins og neðan þess þar sem hún fossar til sjávar í stórbrotnum fossum. Hér er allt í áttum og ekki bara inn eftir og út eftir eins og títt er í tali heimamanna. Ég er fótgangandi og þarf að byrja á því að hoppa yfir vorbólginn læk og lendi örugg á hinum bakkanum og held sem leið liggur inn dalinn eftir þessum fallega gróna stíg sem eins og liðast eftir bökkum, inn í skóginn og fram um klettagljúfur. Þetta er magískur staður. Svo kyrrlátur og ósnortinn. Hann fyllir mig orku og angurværð og leyfir mér að kannast við það að ég er hluti af öllu saman þegar ég með göngu minni hræri við því sem er hér fyrir, styggi fugl og sveigi greinar. Manneskjan er voldug og í krafti sínum hefur hún áhrif á veðurkerfi og ógnar sinni eigin tilveru. Ég er með þetta í huga þegar ég geng fram á gljúfrin á rigningarblautum steinunum til að berja þar augum stærðar fiska syndandi í hyljunum undir. Hér er mikilvægt að fara varlega svo að ég tortímist ekki hér og nú. Frá því að hoppa yfir lækinn á milli grasi vaxinna bakka á sléttum grundum láglendisins hefur umhverfið smám saman breyst, skógurinn hefur tekið við af graslendinu og fossandi gljúfur af lágstemmdum sendnum og blómskrýddum áreyrum. Ég hef gengið með ánni sem á leiðinni hefur hvíslast í læki og stærri ár og þó undrast ég þar sem ég er þar, hversu lítið í raun Austuráin leggur til árinnar í heild, en gullfalleg er hún og glæsileg þar sem hún fossar niður hlíðina. Innarlega í dalnum eiga þær fund Útnorðursárnar, koma þar saman tvær, ólgandi og fossandi þannig að líkja mætti við trylling á þessum tíma árs. Saman hafa þær í ofsa sínum og þó líklega líka í mildi sinni og blíðu, og þó kannski mest í staðfesti þeirra frá fyrstu tíð, sorfið umhverfi sitt í ein þau fegurstu árgljúfur sem ég hef augum litið, skreytt skófum og mosa, lyngi og fjalldrapa, blágresi og smáum jurtum. Þar hafa einnig tekið sér bólfestu smáfuglar, straumendur og fiskar, að ég tali ekki um skordýrin stór og smá og þykir þar mörgum nóg um þar sem mýið á í hlut hér í dalnum. Þegar ég kom hér fyrst trúði ég vart mínum eigin augum, svo mögnuð þóttu mér gljúfrin. Að þetta náttúruundur væri hér svo nærri heimahögum mínum – í heimahögum mínum – og ég hafði ekki haft vitneskju um þau fyrr. Ég taldi mig jafnvel vera með óráði komandi af fjöllum á eftir kindum niður af heiðinni og hafandi í fyrsta og eina skipti fest upp í tré á fartinu niður bratta hlíðina og bókstaflega þurft að hrista mig niður á jörðina aftur. Já, svo stórar og sterkar eru sumar bjarkirnar hér um slóðir að þær geta haldið vel stálpaðri konukind fanginni: Hafði þá farið svo að ég var komin í hulduheima því að ójarðneskari staður er vandfundinn?! Fossandi, ólgandi, hjalandi, glettið og í dropatali fellur vatnið innst í dalnum sem er kenndur við það. Fellur úr mosanum, úr ánum og lækjunum, úr snjónum og af klettunum og í dag fellur það líka úr himnunum því að það er komin rigning og húfan mín veður blaut og dropar detta af nefinu. Það er snemmsumars og leysingar inni á fjöllunum hér upp af. Rigningin æsir upp anganina af sumrinu, birkiilm í sannkallaðri harmóníu með blómailm og angan af jörð og lofti. Það er magnað að standa hér innst í dalnum og líta yfir út að vatninu sem er í órafjarlægð. Hér er algjör kyrrð eða öllu heldur ólgandi líf en ekki af mannavöldum heldur af öllu hinu sem er og við erum órjúfanlegur hluti af. Um leið og ég segi mína sögu í Vatnsdal á mergð annarra sagna sér stað allt í kringum mig. Staðir eru margfaldir og sífellt verðandi en aldrei kyrrir, heldur flæðir um þá líf af öllu tagi og það er mikilvægast að það sé sem margbreytilegast og ekki einskorðað við eina tegund, við eina sögu. Það er mikilvægt að kannast við það að við erum hluti af stærri heild, að okkar saga er ekki sú eina sem skiptir máli. Það er mikilvægt að við göngumst við þeirri ábyrgð sem því fylgir að búa yfir stórum hluta ósnortins lands í Evrópu og stöndum vörð um staði eins og Vatnsdal. Höfundur greinarinnar er höfundur Barðastrandarhreppur – göngubók. Heimildir: Þjóðhátíð Vestfirðinga 1974. Ísfirðingur, 24 (10.-11.).
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar