Leiðtogafundurinn hefði tæplega getað verið tölvupóstur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. maí 2023 08:00 Vilborg segir að þrátt fyrir að gildi lýðræðis og réttarríkis þyki sjálfsögð hér á landi sé mikilvægt að impra á þeim á vettvangi Evrópuráðsins þegar þess gefst kostur. Aðsend Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Fundurinn hafi skipt miklu máli, þó imprað hafi verið á gildum sem telja mætti augljós. Á fundinum var samþykkt að taka saman tjónaskrá, um allt það tjón sem Rússar hafa valdið í Úkraínu með innrás sinni. Þar er undir bæði manntjón og fjárhagslegt tjón. Alþjóðastjórnmálafræðingur sem fréttastofa ræddi við segir um mikilvægt verkefni að ræða. En hvert er mikilvægi tjónaskrárinnar? Fréttastofa ræddi við Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðing, sem segir mikilvægi hennar margþætt. „Það hefur nú bæði verið talað um að það séu jafnvel nú þegar hafnar aðgerðir til þess að láta rússnesk stjórnvöld greiða fyrir tjónið í gegnum eignir þeirra á Vesturlöndum. Annars er þetta að sjálfsögðu langtímaverkefni. Stríðinu er hvergi nærri lokið, að því er virðist,“ segir Vilborg. Með aðkomu Evrópuráðsins séu Úkraínumenn í mun betri stöðu, þannig að þeir þurfi ekki sjálfir að halda utan um þann skaða sem innrásarher Rússa hefur unnið, og mun vinna. „En auðvitað er ekki hægt að segja í dag nákvæmlega hvaða þýðingu þetta mun hafa. Þetta er eitthvað sem er verið að hugsa fyrir það þegar stríðinu er lokið, fyrst og fremst. Sem við vitum auðvitað ekki hvenær verður.“ Um er að ræða fjórða leiðtogafund í sögu ráðsins, sem var stofnað 1949. Auk stuðnings við Úkraínu impruðu ríki ráðsins einnig á gildum lýðræðis og réttarríkis. Minna áþreifanlegar niðurstöður þar, en engu að síður mikilvægar að sögn Vilborgar. „Það má segja að það sé auðvitað mikilvægt að ítreka þennan stuðning, ítreka að þetta séu gildin sem unnið er eftir, og á sama tíma veita ákveðna pressu til þeirra ríkja innan Evrópuráðsins sem eru ekki alveg að fylgja þessum viðmiðum.“ Stórra frétta af átökum í Úkraínu var aldrei að vænta Vilborg segir mikilvægt að átta sig á því að Evrópuráðið leggi fyrst og fremst áherslu á lýðræði, mannréttindi og réttarríkið, en ekki öryggis- og varnarmál eða hernaðarmál. „Þannig að það var aldrei við því að búast að það yrðu stórar fréttir hvað varðar hernaðinn í Úkraínu og stöðuna þar í dag.“ Þannig að þeir sem halda því fram að þessi fundur hefði kannski getað verið tölvupóstur eða fjarfundur, þeir hafa þá ekki á réttu að standa? „Nei, ég myndi ekki segja það.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Á fundinum var samþykkt að taka saman tjónaskrá, um allt það tjón sem Rússar hafa valdið í Úkraínu með innrás sinni. Þar er undir bæði manntjón og fjárhagslegt tjón. Alþjóðastjórnmálafræðingur sem fréttastofa ræddi við segir um mikilvægt verkefni að ræða. En hvert er mikilvægi tjónaskrárinnar? Fréttastofa ræddi við Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðing, sem segir mikilvægi hennar margþætt. „Það hefur nú bæði verið talað um að það séu jafnvel nú þegar hafnar aðgerðir til þess að láta rússnesk stjórnvöld greiða fyrir tjónið í gegnum eignir þeirra á Vesturlöndum. Annars er þetta að sjálfsögðu langtímaverkefni. Stríðinu er hvergi nærri lokið, að því er virðist,“ segir Vilborg. Með aðkomu Evrópuráðsins séu Úkraínumenn í mun betri stöðu, þannig að þeir þurfi ekki sjálfir að halda utan um þann skaða sem innrásarher Rússa hefur unnið, og mun vinna. „En auðvitað er ekki hægt að segja í dag nákvæmlega hvaða þýðingu þetta mun hafa. Þetta er eitthvað sem er verið að hugsa fyrir það þegar stríðinu er lokið, fyrst og fremst. Sem við vitum auðvitað ekki hvenær verður.“ Um er að ræða fjórða leiðtogafund í sögu ráðsins, sem var stofnað 1949. Auk stuðnings við Úkraínu impruðu ríki ráðsins einnig á gildum lýðræðis og réttarríkis. Minna áþreifanlegar niðurstöður þar, en engu að síður mikilvægar að sögn Vilborgar. „Það má segja að það sé auðvitað mikilvægt að ítreka þennan stuðning, ítreka að þetta séu gildin sem unnið er eftir, og á sama tíma veita ákveðna pressu til þeirra ríkja innan Evrópuráðsins sem eru ekki alveg að fylgja þessum viðmiðum.“ Stórra frétta af átökum í Úkraínu var aldrei að vænta Vilborg segir mikilvægt að átta sig á því að Evrópuráðið leggi fyrst og fremst áherslu á lýðræði, mannréttindi og réttarríkið, en ekki öryggis- og varnarmál eða hernaðarmál. „Þannig að það var aldrei við því að búast að það yrðu stórar fréttir hvað varðar hernaðinn í Úkraínu og stöðuna þar í dag.“ Þannig að þeir sem halda því fram að þessi fundur hefði kannski getað verið tölvupóstur eða fjarfundur, þeir hafa þá ekki á réttu að standa? „Nei, ég myndi ekki segja það.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira