Grindavík krækir í fjórða leikmanninn á stuttum tíma Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2023 16:44 Valur Orri er búinn að færa sig um set á Suðurnesjunum. Vísir/Bára Dröfn Valur Orri Valsson hefur skrifað undir samning við körfuknattleiksdeild Grindavíkur og mun leika með félaginu á næstu leiktíð. Valur Orri er fjórði leikmaðurinn sem semur við Grindavík á stuttum tíma. Grindavíkingar ætla sér greinilega að vera með í baráttunni í Subway-deildinni á næsta tímabili en fyrir skömmu sömdu þeir við Daniel Mortensen, fyrrum leikmann Hauka og Þórs frá Þorlákshöfn, og bandaríska Ungverjann DeAndre Kane sem leikið hefur í sterkum deildum. Í gær var svo sagt frá því að Dedrick Deon Basile myndi leika í gulu næsta vetur en hann hefur spilað með Njarðvík síðustu tvö tímabil við góðan orðstír. Grindvíkingar eru þó ekki hættir að styrkja sig því nú fyrir skömmu var greint frá því að búið væri að ganga frá samningum við Val Orra Valsson en hann kemur til liðsins frá Keflavík. Valur Orri hóf feril sinn feril í meistaraflokki aðeins 14 ára gamall og lék í háskólaboltanum í Bandaríkjunum á árunum 2016-2020. Hann hefur leikið með Keflavík síðustu árin og leikur í stöðu leikstjórnanda. „Við höfum haft augastað á Vali Orra lengi. Þegar hann kom til Íslands úr háskólaboltanum fyrir þremur árum þá höfðum við samband við hann til að heyra hvað hann hafði hugsað sér að gera. Núna er hann mættur og ætlar að sýna okkur og ykkur hversu frábær leikmaður hann er,“ segir Ingibergur Þór Jónasson formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur í tilkynningu sem birt var á stuðningsmannasíðu liðsins nú rétt í þessu. Grindavík hafnaði í 7. sæti Subway-deildarinnar á tímabilinu sem lýkur í kvöld með úrslitaleik Vals og Tindastóls. Grindavík mætti Njarðvík í 8-liða úrslitum en féll þar úr leik eftir tap í þremur leikjum. Í yfirlýsingu Grindvíkinga kemur fram að unnið sé dag og nótt að koma með fréttir af kvennaliði félagsins sem hafnaði í 5. sæti Subway-deildarinnar á síðustu leiktíð. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira
Grindavíkingar ætla sér greinilega að vera með í baráttunni í Subway-deildinni á næsta tímabili en fyrir skömmu sömdu þeir við Daniel Mortensen, fyrrum leikmann Hauka og Þórs frá Þorlákshöfn, og bandaríska Ungverjann DeAndre Kane sem leikið hefur í sterkum deildum. Í gær var svo sagt frá því að Dedrick Deon Basile myndi leika í gulu næsta vetur en hann hefur spilað með Njarðvík síðustu tvö tímabil við góðan orðstír. Grindvíkingar eru þó ekki hættir að styrkja sig því nú fyrir skömmu var greint frá því að búið væri að ganga frá samningum við Val Orra Valsson en hann kemur til liðsins frá Keflavík. Valur Orri hóf feril sinn feril í meistaraflokki aðeins 14 ára gamall og lék í háskólaboltanum í Bandaríkjunum á árunum 2016-2020. Hann hefur leikið með Keflavík síðustu árin og leikur í stöðu leikstjórnanda. „Við höfum haft augastað á Vali Orra lengi. Þegar hann kom til Íslands úr háskólaboltanum fyrir þremur árum þá höfðum við samband við hann til að heyra hvað hann hafði hugsað sér að gera. Núna er hann mættur og ætlar að sýna okkur og ykkur hversu frábær leikmaður hann er,“ segir Ingibergur Þór Jónasson formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur í tilkynningu sem birt var á stuðningsmannasíðu liðsins nú rétt í þessu. Grindavík hafnaði í 7. sæti Subway-deildarinnar á tímabilinu sem lýkur í kvöld með úrslitaleik Vals og Tindastóls. Grindavík mætti Njarðvík í 8-liða úrslitum en féll þar úr leik eftir tap í þremur leikjum. Í yfirlýsingu Grindvíkinga kemur fram að unnið sé dag og nótt að koma með fréttir af kvennaliði félagsins sem hafnaði í 5. sæti Subway-deildarinnar á síðustu leiktíð.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira