Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Samúel Karl Ólason skrifar 17. maí 2023 15:07 Eldar kviknuðu í Kænugarði þegar brak úr eldflaugum féll til jarðar. AP/Almannavarnir Úkraínu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. Þetta hefur CNN eftir þremur embættismönnum í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna en sérfræðingar skoðuðu loftvarnarkerfið í gær. Á aðfaranótt gærdagsins gerðu Rússar umfangsmiklar árásir á Kænugarð sem virðist hafa verið ætlað, í það minnsta að hluta til, að granda loftvarnarkerfinu. Patriot-kerfið er sagt eitt það háþróaðasta í heiminum. Sjá einnig: Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Meðal annars var sex ofurhljóðfráum eldflaugum af gerðinni Kinzhal, sem þýðir rýtingur, skotið að Kænugarði en Úkraínumenn segjast hafa skotið þær allar niður yfir borginni en hættuástand skapaðist á jörðu niðri þegar brak úr eldflaugunum, og öðrum sem skotið var, féll til jarðar. Sjá einnig: „Ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann“ Patriot-kerfið er samansett úr sex hlutum. Rafstöðvum, ratsjá, stjórnstöð, loftnetum, skotpöllum og flugskeytum. Hægt er að staðsetja þessa mismunandi hluta kerfisins í nokkurri fjarlægð frá hvorum öðrum. Úkraínumenn hafa fengið eitt kerfi frá Bandaríkjamönnum, sem virðist vera í Kænugarði, og annað frá Þjóðverjum og Hollendingum. Sjá einnig: Kanna hvort Rússum hafi tekist að skemma loftvarnarkerfi Ekki liggur fyrir hvaða hlutar kerfisins urðu fyrir skemmdum eða hvort skemmdirnar séu til komnar vegna braks eða hvort að eldflaug hafi hæft kerfið. Bandaríkjamenn segja Rússa einnig hafa skotið ofurhljóðfrárri eldflaug að Patriot-kerfinu þann 4. maí. Sú eldflaug var skotin niður en það var í fyrsta sinn sem slíkri eldflaug var grandað í lofti. Rússar hafa stærst sig af því að nánast ógerlegt sé að granda þessum eldflaugum. New: Damage to a Patriot air defense system following a Russian missile attack near Kyiv is minimal, three US officials tell CNN. US sent inspectors to examine the system on Tuesday - and system itself remains functional, the officials said. W/my colleague @NatashaBertrand— Jim Sciutto (@jimsciutto) May 17, 2023 Kalla eftir sendingum F-16 til Úkraínu Úkraínumenn hafa kallað eftir því að fá einnig F-16 herþotur til að bæta loftvarnir sínar gegn eldflauga- og drónaárásum Rússa. Yfirvöld Í Bretlandi og Hollandi tóku undir þau áköll í gær og lögðu til að Vesturlönd útveguðu Úkraínumönnum F-16. F-16 eru í notkun víða og í miklu magni en mörg ríki sem hafa notað þær eru að skipta þeim út fyrir F-35 þotur frá Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn þyrftu að samþykkja flutning F-16 til Úkraínu, þar sem þær eru framleiddar þar í landi, eins og Þjóðverjar þurftu að gera þegar kom að sendingum Leopard skriðdreka til Úkraínu. Í frétt New York Times segir að ráðamenn í Bandaríkjunum séu enn þeirrar skoðunar að ekki skuli senda F-16 þotur til Úkraínu og á þeim grunni að þær séu dýrar, það taki langan tíma að þjálfa flugmenn á þær og þar að auki gætu Rússar litið á sendingar herþotna sem stigmögnun. Yfirvöld Í Bretlandi tilkynntu í vikunni að Bretar myndu þjálfa úkraínska hermenn í notkun F-16, þó þær séu ekki í notkun þar í landi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir „Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð“ Utanríkisráðherra Lettlands segir að Úkraínumenn hafi þegar unnið stríðið sem Rússar hófu með innrásinni í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. 17. maí 2023 13:16 Afríkuleiðtogar munu funda með Pútín og Selenskí Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, segir að Vladimír Pútín og Vólódímír Selenskí, forsetar Rússlands og Úkraínu, hafi samþykkt að funda í sitthvoru lagi með sendinefnd skipaðri afrískum þjóðarleiðtogum um mögulegar leiðir til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. 16. maí 2023 16:29 „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ Rússneskir hermenn og málaliðar Wagner hafa náð tökum á stærstum hluta Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Úkraínskir hermenn eru sagðir halda til í nokkrum fjölbýlishúsum í vesturhluta bæjarins en þeir hafa gert vel heppnaðar en umfangslitlar gagnárásir á jaðri Bakhmut. 16. maí 2023 11:21 Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Þetta hefur CNN eftir þremur embættismönnum í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna en sérfræðingar skoðuðu loftvarnarkerfið í gær. Á aðfaranótt gærdagsins gerðu Rússar umfangsmiklar árásir á Kænugarð sem virðist hafa verið ætlað, í það minnsta að hluta til, að granda loftvarnarkerfinu. Patriot-kerfið er sagt eitt það háþróaðasta í heiminum. Sjá einnig: Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Meðal annars var sex ofurhljóðfráum eldflaugum af gerðinni Kinzhal, sem þýðir rýtingur, skotið að Kænugarði en Úkraínumenn segjast hafa skotið þær allar niður yfir borginni en hættuástand skapaðist á jörðu niðri þegar brak úr eldflaugunum, og öðrum sem skotið var, féll til jarðar. Sjá einnig: „Ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann“ Patriot-kerfið er samansett úr sex hlutum. Rafstöðvum, ratsjá, stjórnstöð, loftnetum, skotpöllum og flugskeytum. Hægt er að staðsetja þessa mismunandi hluta kerfisins í nokkurri fjarlægð frá hvorum öðrum. Úkraínumenn hafa fengið eitt kerfi frá Bandaríkjamönnum, sem virðist vera í Kænugarði, og annað frá Þjóðverjum og Hollendingum. Sjá einnig: Kanna hvort Rússum hafi tekist að skemma loftvarnarkerfi Ekki liggur fyrir hvaða hlutar kerfisins urðu fyrir skemmdum eða hvort skemmdirnar séu til komnar vegna braks eða hvort að eldflaug hafi hæft kerfið. Bandaríkjamenn segja Rússa einnig hafa skotið ofurhljóðfrárri eldflaug að Patriot-kerfinu þann 4. maí. Sú eldflaug var skotin niður en það var í fyrsta sinn sem slíkri eldflaug var grandað í lofti. Rússar hafa stærst sig af því að nánast ógerlegt sé að granda þessum eldflaugum. New: Damage to a Patriot air defense system following a Russian missile attack near Kyiv is minimal, three US officials tell CNN. US sent inspectors to examine the system on Tuesday - and system itself remains functional, the officials said. W/my colleague @NatashaBertrand— Jim Sciutto (@jimsciutto) May 17, 2023 Kalla eftir sendingum F-16 til Úkraínu Úkraínumenn hafa kallað eftir því að fá einnig F-16 herþotur til að bæta loftvarnir sínar gegn eldflauga- og drónaárásum Rússa. Yfirvöld Í Bretlandi og Hollandi tóku undir þau áköll í gær og lögðu til að Vesturlönd útveguðu Úkraínumönnum F-16. F-16 eru í notkun víða og í miklu magni en mörg ríki sem hafa notað þær eru að skipta þeim út fyrir F-35 þotur frá Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn þyrftu að samþykkja flutning F-16 til Úkraínu, þar sem þær eru framleiddar þar í landi, eins og Þjóðverjar þurftu að gera þegar kom að sendingum Leopard skriðdreka til Úkraínu. Í frétt New York Times segir að ráðamenn í Bandaríkjunum séu enn þeirrar skoðunar að ekki skuli senda F-16 þotur til Úkraínu og á þeim grunni að þær séu dýrar, það taki langan tíma að þjálfa flugmenn á þær og þar að auki gætu Rússar litið á sendingar herþotna sem stigmögnun. Yfirvöld Í Bretlandi tilkynntu í vikunni að Bretar myndu þjálfa úkraínska hermenn í notkun F-16, þó þær séu ekki í notkun þar í landi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir „Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð“ Utanríkisráðherra Lettlands segir að Úkraínumenn hafi þegar unnið stríðið sem Rússar hófu með innrásinni í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. 17. maí 2023 13:16 Afríkuleiðtogar munu funda með Pútín og Selenskí Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, segir að Vladimír Pútín og Vólódímír Selenskí, forsetar Rússlands og Úkraínu, hafi samþykkt að funda í sitthvoru lagi með sendinefnd skipaðri afrískum þjóðarleiðtogum um mögulegar leiðir til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. 16. maí 2023 16:29 „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ Rússneskir hermenn og málaliðar Wagner hafa náð tökum á stærstum hluta Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Úkraínskir hermenn eru sagðir halda til í nokkrum fjölbýlishúsum í vesturhluta bæjarins en þeir hafa gert vel heppnaðar en umfangslitlar gagnárásir á jaðri Bakhmut. 16. maí 2023 11:21 Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
„Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð“ Utanríkisráðherra Lettlands segir að Úkraínumenn hafi þegar unnið stríðið sem Rússar hófu með innrásinni í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. 17. maí 2023 13:16
Afríkuleiðtogar munu funda með Pútín og Selenskí Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, segir að Vladimír Pútín og Vólódímír Selenskí, forsetar Rússlands og Úkraínu, hafi samþykkt að funda í sitthvoru lagi með sendinefnd skipaðri afrískum þjóðarleiðtogum um mögulegar leiðir til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. 16. maí 2023 16:29
„Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ Rússneskir hermenn og málaliðar Wagner hafa náð tökum á stærstum hluta Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Úkraínskir hermenn eru sagðir halda til í nokkrum fjölbýlishúsum í vesturhluta bæjarins en þeir hafa gert vel heppnaðar en umfangslitlar gagnárásir á jaðri Bakhmut. 16. maí 2023 11:21
Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna