Grindavík náði Basile frá Njarðvík Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2023 10:15 Dedrick Basile er orðinn leikmaður Grindavíkur. Það er þriðja íslenska liðið sem hann spilar fyrir. UMFG Grindvíkingar eru stórhuga fyrir næstu leiktíð í Subway-deild karla í körfubolta og hafa nú náð í bandaríska leikstjórnandann Dedrick Basile frá grönnum sínum í Njarðvík. Basile var að klára sína þriðju leiktíð hér á landi en í reglum um erlenda leikmenn segir að leikmenn með fasta búsetu hér á landi í þrjú ár flokkist ekki sem erlendir leikmenn frá landi utan ESB. Aðeins einn slíkur má vera í hverju liði, samkvæmt reglum sem samþykktar voru í vor. Uppfært kl. 11.05: Samkvæmt upplýsingum Vísis er þó ekki víst að Basile flokkist öðruvísi en sem bandarískur leikmaður enn um sinn, en frægt varð í fyrra þegar Þór Þorlákshöfn taldi Pablo Hernandez hættan að flokkast sem erlendur leikmaður en var á endanum gert ljóst að svo væri ekki. Áður höfðu Grindvíkingar fengið Danann Daniel Mortensen frá Haukum, besta erlenda leikmann Subway-deildarinnar 2021-22, og Bandaríkjamanninn DeAndre Kane sem er með ungverskt vegabréf. „Hvalreki fyrir Grindavík“ Basile er íslenskum körfuboltaáhugamönnum að góðu kunnur en hann spilaði sína fyrstu leiktíð hér á landi með Þór Akureyri og fór svo til Njarðvíkur þar sem hann hefur spilað tvo vetur. Á nýafstaðinni leiktíð skoraði Basile að meðaltali 19,8 stig fyrir Njarðvík og gaf 7,3 stoðsendingar, og var hæstur í báðum þáttum hjá liðinu. „Við erum stolt af því að fá Dedrick Deon Basile til liðs við Grindavík fyrir komandi tímabil. Basile hefur sannað með frammistöðu sinni að hann er einn af bestu leikmönnum deildarinnar og það er hvalreki fyrir Grindavík að fá þennan öfluga leikstjórnanda til félagsins. Með komu hans getum við svo sannarlega sett stefnuna hátt á næsta tímabili,“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, í tilkynningu frá félaginu. Uppfært klukkan 11.05: Ekki liggur ljóst fyrir hvort að Basile er hættur að flokkast sem bandarískur leikmaður í reglum um erlenda leikmenn, eins og fullyrt hafði verið í greininni. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Basile var að klára sína þriðju leiktíð hér á landi en í reglum um erlenda leikmenn segir að leikmenn með fasta búsetu hér á landi í þrjú ár flokkist ekki sem erlendir leikmenn frá landi utan ESB. Aðeins einn slíkur má vera í hverju liði, samkvæmt reglum sem samþykktar voru í vor. Uppfært kl. 11.05: Samkvæmt upplýsingum Vísis er þó ekki víst að Basile flokkist öðruvísi en sem bandarískur leikmaður enn um sinn, en frægt varð í fyrra þegar Þór Þorlákshöfn taldi Pablo Hernandez hættan að flokkast sem erlendur leikmaður en var á endanum gert ljóst að svo væri ekki. Áður höfðu Grindvíkingar fengið Danann Daniel Mortensen frá Haukum, besta erlenda leikmann Subway-deildarinnar 2021-22, og Bandaríkjamanninn DeAndre Kane sem er með ungverskt vegabréf. „Hvalreki fyrir Grindavík“ Basile er íslenskum körfuboltaáhugamönnum að góðu kunnur en hann spilaði sína fyrstu leiktíð hér á landi með Þór Akureyri og fór svo til Njarðvíkur þar sem hann hefur spilað tvo vetur. Á nýafstaðinni leiktíð skoraði Basile að meðaltali 19,8 stig fyrir Njarðvík og gaf 7,3 stoðsendingar, og var hæstur í báðum þáttum hjá liðinu. „Við erum stolt af því að fá Dedrick Deon Basile til liðs við Grindavík fyrir komandi tímabil. Basile hefur sannað með frammistöðu sinni að hann er einn af bestu leikmönnum deildarinnar og það er hvalreki fyrir Grindavík að fá þennan öfluga leikstjórnanda til félagsins. Með komu hans getum við svo sannarlega sett stefnuna hátt á næsta tímabili,“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, í tilkynningu frá félaginu. Uppfært klukkan 11.05: Ekki liggur ljóst fyrir hvort að Basile er hættur að flokkast sem bandarískur leikmaður í reglum um erlenda leikmenn, eins og fullyrt hafði verið í greininni.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins