Ein af þeim bestu hætti skyndilega við að keppa á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2023 08:31 Mal O’Brien með Katrínu Tönju Davíðsdóttur á góðri stundu en þær kepptu saman í liði í janúar. Instagram/@malobrien_ Bandaríska undrabarnið Mallory O'Brien verður ekki með á heimsleikunum í ár. Þar með hafa tvær bestu CrossFit konur síðustu heimsleika hætt við keppni. Fréttirnar eru mjög óvæntar því O'Brien átti að keppa á sínu undanúrslitamóti um helgina. O'Brien tilkynnti hins vegar á samfélagsmiðlum að hún myndi ekki keppa á mótinu og þar með á hún ekki lengur möguleika á að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) O'Brien sagði ástæðuna vera persónulegar en að liðsfélagar hennar hjá HWPO hafi verið skilningsríkir og stutt vel við bakið á henni við að taka þessa erfiðu ákvörðun. „Stundum glímum við öll við andlegar áskoranir sem krefjast athygli og aðgátar. Það er mikilvægt að forgangsraða okkar vellíðan og taka á móti stuðningi ástvinanna,“ skrifaði Mal O'Brien. „Munið það að lífið snýst ekki bara um að vinna titla og ná markmiðum. Það á að snúast um að ná jafnvægi, hugsa vel um okkur sjálf og bera umhyggju fyrir stundunum sem skipta virkilegu máli,“ skrifaði O'Brien. „Ég mun taka mér þetta frí til að einbeita mér að því sem skiptir mestu máli fyrir mig. Ég kann að meta þann stuðning sem ég fæ á þessum tíma. Ég óska öllum liðsfélögum mínum og keppinautum góðs gengis,“ skrifaði O'Brien. At 18 years old, Mallory O Brien is the youngest athlete to win the CrossFit Open. https://t.co/cjMdpiXglt— The CrossFit Games (@CrossFitGames) April 2, 2022 O'Brien er aðeins nítján ára gömul en náði öðru sætinu á heimsleikunum 2022 á eftir heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey. Árið áður var hún kosin besti nýliðinn eftir að hafa náð sjöunda sæti sautján ára gömul. Mal keppti meðal annars með þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttir í liðakeppni Wodapalooza í janúar síðastliðnum. O'Brien hafði byrjað þetta tímabil frábærlega en hún náði bestum árangri allra í fjórðungsúrslitunum og var einnig efst í opna hlutanum. Það fer því ekkert á milli mála að O'Brien var ein sú sigurstranglegasta á heimsleikunum í haust. Fjarvera Tiu-Clair Toomey og Mallory O'Brien opnar dyrnar fyrir aðrar CrossFit konur og það sjá örugglega margar þeirra gullið tækifæri til að vinna langþráðan heimsmeistaratitil sem hefur verið í áskrift hjá Toomey undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by Mal O Brien (@malobrien_) CrossFit Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Fréttirnar eru mjög óvæntar því O'Brien átti að keppa á sínu undanúrslitamóti um helgina. O'Brien tilkynnti hins vegar á samfélagsmiðlum að hún myndi ekki keppa á mótinu og þar með á hún ekki lengur möguleika á að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) O'Brien sagði ástæðuna vera persónulegar en að liðsfélagar hennar hjá HWPO hafi verið skilningsríkir og stutt vel við bakið á henni við að taka þessa erfiðu ákvörðun. „Stundum glímum við öll við andlegar áskoranir sem krefjast athygli og aðgátar. Það er mikilvægt að forgangsraða okkar vellíðan og taka á móti stuðningi ástvinanna,“ skrifaði Mal O'Brien. „Munið það að lífið snýst ekki bara um að vinna titla og ná markmiðum. Það á að snúast um að ná jafnvægi, hugsa vel um okkur sjálf og bera umhyggju fyrir stundunum sem skipta virkilegu máli,“ skrifaði O'Brien. „Ég mun taka mér þetta frí til að einbeita mér að því sem skiptir mestu máli fyrir mig. Ég kann að meta þann stuðning sem ég fæ á þessum tíma. Ég óska öllum liðsfélögum mínum og keppinautum góðs gengis,“ skrifaði O'Brien. At 18 years old, Mallory O Brien is the youngest athlete to win the CrossFit Open. https://t.co/cjMdpiXglt— The CrossFit Games (@CrossFitGames) April 2, 2022 O'Brien er aðeins nítján ára gömul en náði öðru sætinu á heimsleikunum 2022 á eftir heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey. Árið áður var hún kosin besti nýliðinn eftir að hafa náð sjöunda sæti sautján ára gömul. Mal keppti meðal annars með þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttir í liðakeppni Wodapalooza í janúar síðastliðnum. O'Brien hafði byrjað þetta tímabil frábærlega en hún náði bestum árangri allra í fjórðungsúrslitunum og var einnig efst í opna hlutanum. Það fer því ekkert á milli mála að O'Brien var ein sú sigurstranglegasta á heimsleikunum í haust. Fjarvera Tiu-Clair Toomey og Mallory O'Brien opnar dyrnar fyrir aðrar CrossFit konur og það sjá örugglega margar þeirra gullið tækifæri til að vinna langþráðan heimsmeistaratitil sem hefur verið í áskrift hjá Toomey undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by Mal O Brien (@malobrien_)
CrossFit Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira