Minnast Gunnhildar með göngu á mæðradaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2023 10:35 Gunnhildur Óskarsdóttir stofnaði Göngum saman árið 2007. Styrktarfélagið Göngum saman efnir til göngu á mæðradaginn, sunnudaginn 14. maí, til minningar um Gunnhildi Óskarsdóttur stofnanda félagsins. Hún lést þann 17. mars síðastliðinn. Með göngunni vilja félagar Gunnhildar í Göngum saman heiðra minningu hennar, gleðjast yfir því mikla sem hún fékk áorkað og þakka fyrir allt sem hún gaf af sér, að því er segir í tilkynningu. Gengið verður frá Háskólatorgi klukkan 11 undir lúðrablæstri. Gangan verður við allra hæfi, stuttur hringur um Suðurtjörn í Hljómskálagarði. Fyrir göngu flytur Vigdís Hafliðadóttir lag sitt Kæri heimur sem er lag barnamenningarhátíðar í ár. Á Háskólatorgi munu nokkrir styrkþegar Göngum saman kynna verk sín. Þá verða nýir höfuðklútar með merki Göngum saman seldir þar fyrir og eftir göngu. Gunnhildur Óskarsdóttir greindist árið 1998 með brjóstakrabbamein þá 38 ára gömul. „Hún lifði farsællega og af æðruleysi með sjúkdómnum til hinstu stundar. Gunnhildur stofnaði Göngum saman ásamt nokkrum vinum árið 2007 og var formaður félagsins allt þar til hún lést. Hún hafði brennandi áhuga á að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini enda eru þær forsendur allra framfara í læknavísindum. Undir hennar stjórn hefur Göngum saman náð að veita hartnær 135 milljónum til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini og byggja upp vísindasjóð félagsins. Í janúar árið 2017 var Gunnhildur sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til stuðnings krabbameinsrannsóknum og fyrir að hvetja til heilbrigðra lífshátta,“ segir í tilkynningunni. Um Göngum saman Upphafið að stofnun styrktarfélagsing Göngum saman má rekja til vorsins 2007 er hópur kvenna, sem flestar áttu það sameiginlegt að tengjast Gunnhildi Óskarsdóttur núverandi formanni félagsins á einhvern hátt, ákváðu að taka þátt í Avon göngunni í New York 6.-7. október 2007. Til að taka þátt í Avon göngunni þurfti hver og ein að safna 1.800 dollurum til styrktar rannsóknum á krabbameini í brjóstum og meðferðarúrræðum kvenna með brjóstakrabbamein. Göngum saman hópurinn ákvað í kjölfarið að stofna félag sem hefði það að markmiði að styrkja innlendar grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og var félagið stofnað 13. september 2007. Vorið, sumarið og haustið 2007 fóru í að safna peningum fyrir Avon framlaginu og ekki síður í styrktarsjóð Göngum saman. Samhliða því voru þrotlausar æfingar undir stjórn einnar í hópnum, Guðnýjar Aradóttur stafgönguþjálfara. Göngukonur komu sér í gott form þannig að þær gætu gengið keikar og uppréttar um götur New York þegar kæmi að stóru stundinni. Þegar á hólminn var komið stóðu þær sig allar með miklum sóma og gengu syngjandi glaðar í mark eftir 63 km. Þeir sem vilja minnast Gunnhildar og styrkja Göngum saman geta lagt félaginu lið með því að leggja inn á reikning: 301-13-304524 Kennitala: 650907-1750 Heilbrigðismál Hjálparstarf Mæðradagurinn Tengdar fréttir Brjóstasnúður til styrktar rannsóknum á krabbameini Í dag fóru í sölu sérstakir brjóstasnúðar í bakaríum Brauð&Co til styrktar Göngum saman. 4. maí 2020 09:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni, fræðsla og afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Með göngunni vilja félagar Gunnhildar í Göngum saman heiðra minningu hennar, gleðjast yfir því mikla sem hún fékk áorkað og þakka fyrir allt sem hún gaf af sér, að því er segir í tilkynningu. Gengið verður frá Háskólatorgi klukkan 11 undir lúðrablæstri. Gangan verður við allra hæfi, stuttur hringur um Suðurtjörn í Hljómskálagarði. Fyrir göngu flytur Vigdís Hafliðadóttir lag sitt Kæri heimur sem er lag barnamenningarhátíðar í ár. Á Háskólatorgi munu nokkrir styrkþegar Göngum saman kynna verk sín. Þá verða nýir höfuðklútar með merki Göngum saman seldir þar fyrir og eftir göngu. Gunnhildur Óskarsdóttir greindist árið 1998 með brjóstakrabbamein þá 38 ára gömul. „Hún lifði farsællega og af æðruleysi með sjúkdómnum til hinstu stundar. Gunnhildur stofnaði Göngum saman ásamt nokkrum vinum árið 2007 og var formaður félagsins allt þar til hún lést. Hún hafði brennandi áhuga á að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini enda eru þær forsendur allra framfara í læknavísindum. Undir hennar stjórn hefur Göngum saman náð að veita hartnær 135 milljónum til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini og byggja upp vísindasjóð félagsins. Í janúar árið 2017 var Gunnhildur sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til stuðnings krabbameinsrannsóknum og fyrir að hvetja til heilbrigðra lífshátta,“ segir í tilkynningunni. Um Göngum saman Upphafið að stofnun styrktarfélagsing Göngum saman má rekja til vorsins 2007 er hópur kvenna, sem flestar áttu það sameiginlegt að tengjast Gunnhildi Óskarsdóttur núverandi formanni félagsins á einhvern hátt, ákváðu að taka þátt í Avon göngunni í New York 6.-7. október 2007. Til að taka þátt í Avon göngunni þurfti hver og ein að safna 1.800 dollurum til styrktar rannsóknum á krabbameini í brjóstum og meðferðarúrræðum kvenna með brjóstakrabbamein. Göngum saman hópurinn ákvað í kjölfarið að stofna félag sem hefði það að markmiði að styrkja innlendar grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og var félagið stofnað 13. september 2007. Vorið, sumarið og haustið 2007 fóru í að safna peningum fyrir Avon framlaginu og ekki síður í styrktarsjóð Göngum saman. Samhliða því voru þrotlausar æfingar undir stjórn einnar í hópnum, Guðnýjar Aradóttur stafgönguþjálfara. Göngukonur komu sér í gott form þannig að þær gætu gengið keikar og uppréttar um götur New York þegar kæmi að stóru stundinni. Þegar á hólminn var komið stóðu þær sig allar með miklum sóma og gengu syngjandi glaðar í mark eftir 63 km. Þeir sem vilja minnast Gunnhildar og styrkja Göngum saman geta lagt félaginu lið með því að leggja inn á reikning: 301-13-304524 Kennitala: 650907-1750
Um Göngum saman Upphafið að stofnun styrktarfélagsing Göngum saman má rekja til vorsins 2007 er hópur kvenna, sem flestar áttu það sameiginlegt að tengjast Gunnhildi Óskarsdóttur núverandi formanni félagsins á einhvern hátt, ákváðu að taka þátt í Avon göngunni í New York 6.-7. október 2007. Til að taka þátt í Avon göngunni þurfti hver og ein að safna 1.800 dollurum til styrktar rannsóknum á krabbameini í brjóstum og meðferðarúrræðum kvenna með brjóstakrabbamein. Göngum saman hópurinn ákvað í kjölfarið að stofna félag sem hefði það að markmiði að styrkja innlendar grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og var félagið stofnað 13. september 2007. Vorið, sumarið og haustið 2007 fóru í að safna peningum fyrir Avon framlaginu og ekki síður í styrktarsjóð Göngum saman. Samhliða því voru þrotlausar æfingar undir stjórn einnar í hópnum, Guðnýjar Aradóttur stafgönguþjálfara. Göngukonur komu sér í gott form þannig að þær gætu gengið keikar og uppréttar um götur New York þegar kæmi að stóru stundinni. Þegar á hólminn var komið stóðu þær sig allar með miklum sóma og gengu syngjandi glaðar í mark eftir 63 km.
Heilbrigðismál Hjálparstarf Mæðradagurinn Tengdar fréttir Brjóstasnúður til styrktar rannsóknum á krabbameini Í dag fóru í sölu sérstakir brjóstasnúðar í bakaríum Brauð&Co til styrktar Göngum saman. 4. maí 2020 09:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni, fræðsla og afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Brjóstasnúður til styrktar rannsóknum á krabbameini Í dag fóru í sölu sérstakir brjóstasnúðar í bakaríum Brauð&Co til styrktar Göngum saman. 4. maí 2020 09:00