Gelkúlubyssur valda usla í grunnskólum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. maí 2023 19:34 Stefanía Helga Ásmundsdóttir, fagstjóri á skóla- og frístundasviði í Norðurmiðstöð, segir skólastjórnendur hafa rætt um málið sín á milli. Vísir/Rúnar Auknar vinsældir rafknúinna leikfangabyssa eru skólastjórnendum áhyggjuefni en nokkrir nemendur hafa skotið á samnemendur í skólanum. Fagstjóri á skóla-og frístundasviði segir þetta lið í ofbeldismenningu, það færist í aukana að nemendur mæti vopnaðir hnífum í skólann. Leikfangabyssurnar hafa valdið usla í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu en þrátt fyrir að á heimasíðu söluaðilans, Snilldarvörur.is, komi skýrt fram að ekki megi skjóta á aðra, hafa nemendur á unglingastigi mætt með þær í skólann og skotið að samnemendum. Þetta varð til þess að skólastjóri grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu fann sig knúinn til að senda póst um málið til foreldra. Stefanía Helga Ásmundsdóttir, fagstjóri á skóla- og frístundasviði í Norðurmiðstöð, segir skólastjórnendur hafa rætt um málið sín á milli. „Það er þannig að þessar kúlur eru litlar og það getur farið illa þegar þær lenda í augum eða andliti eða annað slíkt. Þetta er eitthvað sem hefur verið að birtast okkur í skólanum núna. Færist í aukana að nemendur séu með hnífa á sér Notkun leikfangabyssanna í skólanum grafi undan öryggistilfinningu nemenda en þetta sé aðeins hluti af enn alvarlegri þróun að sögn Stefaníu. „Því miður þá erum við einnig að sjá að nemendur hafa, ungmenni, verið með hnífa á sér hvort sem það er í skóla og utan skóla. Við höfum verið að finna fyrir því. Það er aukin þróun þar og við höfum verið að taka af nemendum hnífa eða annað slíkt.“ Vitið þið hvers vegna þessi ungmenni fara vopnuð í skólann? Er það til að verja sig eða til að ógna? „Það bara getur verið allt í bland. Við þurfum að finna styrkleika þessara unglinga og vinna með þeim alveg eins og við gerum á hverjum degi til að beina þeim á réttar brautir.“ Foreldrar séu þar í algjöru lykilhlutverki en Stefanía vill ítreka að mikill meirihluti ungmenna í dag sýni enga slíka hegðun og séu til fyrirmyndar. Hins vegar þurfi að ná til þeirra barna sem sýni áhættuhegðun. „Með miklu aðhaldi og samtali og sérstaklega samvinnu við foreldra þá getum við náð utan um þetta.“ Eigendur Snilldarvara ítreka reglurnar Óliver Adam Kristjánsson og Viktor Snær Sigurðsson eru eigendur Snilldarvara sem selja umræddar byssur. Þeir vilja að foreldrar sjái til þess að börn þeirra noti leikfangabyssurnar í samræmi við þær reglur sem finna má á heimasíðunni.Vísir/Rúnar Íslenska netverslunin Snilldarvörur selur byssurnar en á heimasíðu þeirra er að finna skýrar leiðbeiningar. Viktor Snær Sigurðsson, annar eiganda Snilldarvara, segir að það sé mjög leiðinlegt að heyra að krakkar fylgi ekki reglunum. „Það er mjög leiðinlegt að heyra. Við tökum mjög skýrt fram að hvorki megi skjóta fólk né dýr og svo fylgja líka öryggisgleraugu með öllum vörum og hvetjum bara fólk til að nota þau alltaf.“ Óliver Adam Kristjánsson, hinn eigandi Snilldarvara, bendir þá á að foreldrar beri ábyrgð á börnum sínum. „Þegar byssurnar lentu hérna hjá okkur þá var röð hér út að götu og flest börn voru að koma með foreldrum ef ekki bara foreldrar að sækja byssuna. Eins og hann sagði þá tökum við skýrt fram í skilmálum að hvorki megi skjóta á fólk né dýr. Það er mikilvægt að foreldrar fylgi þessu eftir og fylgist með börnunum og passi upp á að þau séu ekki að misnota vöruna á einhvern hátt sem hún á ekki að vera notuð.“ Eigendurnir vilja að krakkar noti vöruna utandyra, til dæmis steina og tré. „Allt annað en fólk og dýr,“ segir Viktor og Óliver bætir við: „Hafa gaman bara. Við hverjum krakka til að leika sér úti, hætta að vera í símanum og tölvunni og leika sér eins og við gerðum í gamla daga.“ Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Slysavarnir Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Leikfangabyssurnar hafa valdið usla í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu en þrátt fyrir að á heimasíðu söluaðilans, Snilldarvörur.is, komi skýrt fram að ekki megi skjóta á aðra, hafa nemendur á unglingastigi mætt með þær í skólann og skotið að samnemendum. Þetta varð til þess að skólastjóri grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu fann sig knúinn til að senda póst um málið til foreldra. Stefanía Helga Ásmundsdóttir, fagstjóri á skóla- og frístundasviði í Norðurmiðstöð, segir skólastjórnendur hafa rætt um málið sín á milli. „Það er þannig að þessar kúlur eru litlar og það getur farið illa þegar þær lenda í augum eða andliti eða annað slíkt. Þetta er eitthvað sem hefur verið að birtast okkur í skólanum núna. Færist í aukana að nemendur séu með hnífa á sér Notkun leikfangabyssanna í skólanum grafi undan öryggistilfinningu nemenda en þetta sé aðeins hluti af enn alvarlegri þróun að sögn Stefaníu. „Því miður þá erum við einnig að sjá að nemendur hafa, ungmenni, verið með hnífa á sér hvort sem það er í skóla og utan skóla. Við höfum verið að finna fyrir því. Það er aukin þróun þar og við höfum verið að taka af nemendum hnífa eða annað slíkt.“ Vitið þið hvers vegna þessi ungmenni fara vopnuð í skólann? Er það til að verja sig eða til að ógna? „Það bara getur verið allt í bland. Við þurfum að finna styrkleika þessara unglinga og vinna með þeim alveg eins og við gerum á hverjum degi til að beina þeim á réttar brautir.“ Foreldrar séu þar í algjöru lykilhlutverki en Stefanía vill ítreka að mikill meirihluti ungmenna í dag sýni enga slíka hegðun og séu til fyrirmyndar. Hins vegar þurfi að ná til þeirra barna sem sýni áhættuhegðun. „Með miklu aðhaldi og samtali og sérstaklega samvinnu við foreldra þá getum við náð utan um þetta.“ Eigendur Snilldarvara ítreka reglurnar Óliver Adam Kristjánsson og Viktor Snær Sigurðsson eru eigendur Snilldarvara sem selja umræddar byssur. Þeir vilja að foreldrar sjái til þess að börn þeirra noti leikfangabyssurnar í samræmi við þær reglur sem finna má á heimasíðunni.Vísir/Rúnar Íslenska netverslunin Snilldarvörur selur byssurnar en á heimasíðu þeirra er að finna skýrar leiðbeiningar. Viktor Snær Sigurðsson, annar eiganda Snilldarvara, segir að það sé mjög leiðinlegt að heyra að krakkar fylgi ekki reglunum. „Það er mjög leiðinlegt að heyra. Við tökum mjög skýrt fram að hvorki megi skjóta fólk né dýr og svo fylgja líka öryggisgleraugu með öllum vörum og hvetjum bara fólk til að nota þau alltaf.“ Óliver Adam Kristjánsson, hinn eigandi Snilldarvara, bendir þá á að foreldrar beri ábyrgð á börnum sínum. „Þegar byssurnar lentu hérna hjá okkur þá var röð hér út að götu og flest börn voru að koma með foreldrum ef ekki bara foreldrar að sækja byssuna. Eins og hann sagði þá tökum við skýrt fram í skilmálum að hvorki megi skjóta á fólk né dýr. Það er mikilvægt að foreldrar fylgi þessu eftir og fylgist með börnunum og passi upp á að þau séu ekki að misnota vöruna á einhvern hátt sem hún á ekki að vera notuð.“ Eigendurnir vilja að krakkar noti vöruna utandyra, til dæmis steina og tré. „Allt annað en fólk og dýr,“ segir Viktor og Óliver bætir við: „Hafa gaman bara. Við hverjum krakka til að leika sér úti, hætta að vera í símanum og tölvunni og leika sér eins og við gerðum í gamla daga.“
Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Slysavarnir Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?