Skjálftar í Kötluöskju sem hafa ekki sést síðan 2016 Elísabet Inga Sigurðardóttir og Atli Ísleifsson skrifa 4. maí 2023 11:03 Kristín Jónsdóttir er deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálftar og jarðhnik hjá Veðurstofunni. Vísir/Vilhelm Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Veðurstofunni, segir að vegna þeirrar skjálftavirkni sem hafi verið í Kötlu í morgun sé starfsfólk Veðurstofunnar að setja sig í stellingar. Fylgst sé grannt með gangi mála. Kröftug jarðskjálftahrina hófst í norðausturhluta öskjunnar í Kötlu klukkan 9:41 í morgun. Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð hafa mælst í dag, sá stærsti 4,5 klukkan 9:52. „Þetta höfum við ekki séð síðan 2016 en þá varð álíka hrina líka en þá varð ekkert hlaup og ekkert eldgos eins og við vitum. En við þurfum alltaf að setja okkur í stellingar þegar Katla er með svona virkni og gera ráð fyrir hinu versta,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Enginn gosórói hefur mælst á svæðinu en fluglitakóði fyrir Kötlu hefur verið settur á gult sem er gert þegar eldstöð sýnir merki um virkni umfram venjulegt ástand. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Kötlu á dögunum þar sem sigdældin sést nokkuð vel. Kristín segir nokkrar sviðsmyndir í stöðunni. „Það er annars vegar hlaup sem miðað við þessa staðsetningu myndi þá koma fram í Múlakvísl og svo langversta sviðsmyndin sem er að þetta væri undanfari eldgoss,“ segir Kristín. Á vef Veðurstofunnar segir að engar vísbendingar séu um að hlaup sé hafið undan jöklinum. Ekki sé þó talið ráðlegt að vera við rætur Kötlujökuls vegna mögulegs gasútstreymis og hlaupvatns í farvegi Múlakvíslar. Sambærilegskjálftahrina varð í Kötluöskju árið í ágúst 2016. Ekkert hlaup varð í jöklinum í tengslum við þá hrinu. Stórt hlaup varð síðast í Múlakvísl í júlí 2011. Frá landnámi til ársins 1918 var meðallengd goshléa um fimmtíu ár og því hefur Katla látið bíða eftir sér því nú eru yfir hundrað ár síðan Kötlugos braust síðast í gegnum jökulhettu Mýrdalsjökuls.Getty Gaus síðast 1918 Kötlumegineldstöðin er staðsett í Mýrdalsjökli á eystra gosbeltinu, er um 80 kílómetra löng og nær allt að 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli. Katla er að mestu hulin jökli. Á vef Veðurstofunnar segir að eldstöðin hafi verið mjög virk á nútíma og sé talin fjórða virkasta eldstöðvakerfi landsins með að minnsta kosti 21 eldgosum undanfarin 1.100 ár. „Síðasta gos sem náði í gegnum jökulinn varð árið 1918. Frá landnámi til ársins 1918 var meðallengd goshléa um 50 ár og því hefur Katla látið bíða eftir sér því nú eru yfir 100 ár síðan Kötlugos braust síðast í gegnum jökulhettu Mýrdalsjökuls,“ segir á vef Veðurstofunnar. Einkennisgos Kötlu eru basalt sprengigos þar sem samspil kviku og íss veldur því að gjóska myndast sem dreifist yfir nærliggjandi sveitir, mismikil eftir stærð gosa. Katla Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Kröftug skjálftahrina og fluglitakóði við Kötlu settur á gult Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9:41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður jarðvássérfræðinga Veðurstofunnar sýna að þrír skjálftanna voru yfir fjórir að stærð; frá 4,2 upp í 4,5. Um sjö skjálftar hafa orðið á stærðarbilinu þrír til fjórir. 4. maí 2023 10:14 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira
Kröftug jarðskjálftahrina hófst í norðausturhluta öskjunnar í Kötlu klukkan 9:41 í morgun. Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð hafa mælst í dag, sá stærsti 4,5 klukkan 9:52. „Þetta höfum við ekki séð síðan 2016 en þá varð álíka hrina líka en þá varð ekkert hlaup og ekkert eldgos eins og við vitum. En við þurfum alltaf að setja okkur í stellingar þegar Katla er með svona virkni og gera ráð fyrir hinu versta,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Enginn gosórói hefur mælst á svæðinu en fluglitakóði fyrir Kötlu hefur verið settur á gult sem er gert þegar eldstöð sýnir merki um virkni umfram venjulegt ástand. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Kötlu á dögunum þar sem sigdældin sést nokkuð vel. Kristín segir nokkrar sviðsmyndir í stöðunni. „Það er annars vegar hlaup sem miðað við þessa staðsetningu myndi þá koma fram í Múlakvísl og svo langversta sviðsmyndin sem er að þetta væri undanfari eldgoss,“ segir Kristín. Á vef Veðurstofunnar segir að engar vísbendingar séu um að hlaup sé hafið undan jöklinum. Ekki sé þó talið ráðlegt að vera við rætur Kötlujökuls vegna mögulegs gasútstreymis og hlaupvatns í farvegi Múlakvíslar. Sambærilegskjálftahrina varð í Kötluöskju árið í ágúst 2016. Ekkert hlaup varð í jöklinum í tengslum við þá hrinu. Stórt hlaup varð síðast í Múlakvísl í júlí 2011. Frá landnámi til ársins 1918 var meðallengd goshléa um fimmtíu ár og því hefur Katla látið bíða eftir sér því nú eru yfir hundrað ár síðan Kötlugos braust síðast í gegnum jökulhettu Mýrdalsjökuls.Getty Gaus síðast 1918 Kötlumegineldstöðin er staðsett í Mýrdalsjökli á eystra gosbeltinu, er um 80 kílómetra löng og nær allt að 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli. Katla er að mestu hulin jökli. Á vef Veðurstofunnar segir að eldstöðin hafi verið mjög virk á nútíma og sé talin fjórða virkasta eldstöðvakerfi landsins með að minnsta kosti 21 eldgosum undanfarin 1.100 ár. „Síðasta gos sem náði í gegnum jökulinn varð árið 1918. Frá landnámi til ársins 1918 var meðallengd goshléa um 50 ár og því hefur Katla látið bíða eftir sér því nú eru yfir 100 ár síðan Kötlugos braust síðast í gegnum jökulhettu Mýrdalsjökuls,“ segir á vef Veðurstofunnar. Einkennisgos Kötlu eru basalt sprengigos þar sem samspil kviku og íss veldur því að gjóska myndast sem dreifist yfir nærliggjandi sveitir, mismikil eftir stærð gosa.
Katla Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Kröftug skjálftahrina og fluglitakóði við Kötlu settur á gult Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9:41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður jarðvássérfræðinga Veðurstofunnar sýna að þrír skjálftanna voru yfir fjórir að stærð; frá 4,2 upp í 4,5. Um sjö skjálftar hafa orðið á stærðarbilinu þrír til fjórir. 4. maí 2023 10:14 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira
Kröftug skjálftahrina og fluglitakóði við Kötlu settur á gult Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9:41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður jarðvássérfræðinga Veðurstofunnar sýna að þrír skjálftanna voru yfir fjórir að stærð; frá 4,2 upp í 4,5. Um sjö skjálftar hafa orðið á stærðarbilinu þrír til fjórir. 4. maí 2023 10:14