„Vonandi legg ég upp og skora í hverjum einasta leik“ Jón Már Ferro skrifar 4. maí 2023 00:37 Alex Freyr Elísson (t.h.) verst hér Adam Ægi Pálssyni í leik Fram og Keflavíkur á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Adam Ægir Pálsson spilaði sextíu mínútur í 1-6 sigri Vals gegn Fylki í Bestu deildinni í kvöld. Hann skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu fyrir Val sem jafnaði Víking á toppi deildarinnar. „Sigurður Egill var helvíti góður í dag. Ég sætti mig svo sem við eitt mark og eina stoðsendingu á sextíu mínútum. Ef ég hefði spilað aðeins lengur hefði það kannski orðið eitthvað meira. En eitt mark og ein stoðsending er fínt líka,“ sagði Adam Ægir aðspurður hvort hann hefði viljað leggja upp jafn mörg mörk og liðsfélagi hans, Sigurður Egill. Adam Ægir lék við hvern sinn fingur á Würth vellinum í kvöld. „Ég fer nú ekkert að láta Arnar heyra það fyrir að taka mig útaf, það er mikilvægur leikur á sunnudaginn á móti KR, þannig að það er fínt að fá smá hvíld líka,“ sagði Adam. „Byrjunin á tímabilinu gæti ekki verið mikið betri hjá mér, ég er búinn að byrja mjög vel, einn leikur sem var smá off en annars hef ég skorað í hverjum einasta leik. Það er bara frábært, mér líður mjög vel í Val og það endurspeglast inni á vellinum, þetta er bara geggjað,“ sagði Adam. Hann segir að lið Vals hafi slökkt svolítið á sér í seinni hálfleik, í stöðunni 0-4, en að það sé eðlilegt í kjölfar skiptinga sem urðu í hálfleik. „Það er ógeðslega pirrandi að fá á sig mark, en við hefðum getað verið betri í seinni hálfleik, við hleyptum allt of miklu kaosi inn í þetta og við höfum gert það svolítið í síðustu leikjum. Við slökkvum svolítið á okkur í seinni hálfleik, og þurfum að bæta það,“ sagði Adam. Adam Ægir gerði félagsskipti yfir í Val fyrir tímabilið, en hann var stoðsendingakóngur Bestu deildar karla á síðasta tímabili. „Ég setti pressu á mig fyrir mótið að ég myndi slá markametið, en ég er samt ekkert að hugsa út í það. Ég er bara að taka einn leik í einu. Ef við verðum Íslandsmeistarar verð ég bara þvílíkt sáttur. Bara halda áfram á þessari braut. Vonandi legg ég upp og skora í hverjum einasta leik, það væri frábært,“ sagði Adam. Adam var óvenju hógvær eftir leik og talaði óvænt eins og hann væri ekki að spá í eigin mörkum og stoðsendingum. „Ég er ekkert að pæla í stoðsendingum og mörkum. Þegar maður er í Val verður maður bara að vinna titla, sama hversu mörk og assist þú ert með, það er öllum sama. Fyrst og fremst að vinna mótið, en þetta helst náttúrulega allt í hendur,“ sagði Adam. Besta deild karla Fylkir Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. 3. maí 2023 22:10 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
„Sigurður Egill var helvíti góður í dag. Ég sætti mig svo sem við eitt mark og eina stoðsendingu á sextíu mínútum. Ef ég hefði spilað aðeins lengur hefði það kannski orðið eitthvað meira. En eitt mark og ein stoðsending er fínt líka,“ sagði Adam Ægir aðspurður hvort hann hefði viljað leggja upp jafn mörg mörk og liðsfélagi hans, Sigurður Egill. Adam Ægir lék við hvern sinn fingur á Würth vellinum í kvöld. „Ég fer nú ekkert að láta Arnar heyra það fyrir að taka mig útaf, það er mikilvægur leikur á sunnudaginn á móti KR, þannig að það er fínt að fá smá hvíld líka,“ sagði Adam. „Byrjunin á tímabilinu gæti ekki verið mikið betri hjá mér, ég er búinn að byrja mjög vel, einn leikur sem var smá off en annars hef ég skorað í hverjum einasta leik. Það er bara frábært, mér líður mjög vel í Val og það endurspeglast inni á vellinum, þetta er bara geggjað,“ sagði Adam. Hann segir að lið Vals hafi slökkt svolítið á sér í seinni hálfleik, í stöðunni 0-4, en að það sé eðlilegt í kjölfar skiptinga sem urðu í hálfleik. „Það er ógeðslega pirrandi að fá á sig mark, en við hefðum getað verið betri í seinni hálfleik, við hleyptum allt of miklu kaosi inn í þetta og við höfum gert það svolítið í síðustu leikjum. Við slökkvum svolítið á okkur í seinni hálfleik, og þurfum að bæta það,“ sagði Adam. Adam Ægir gerði félagsskipti yfir í Val fyrir tímabilið, en hann var stoðsendingakóngur Bestu deildar karla á síðasta tímabili. „Ég setti pressu á mig fyrir mótið að ég myndi slá markametið, en ég er samt ekkert að hugsa út í það. Ég er bara að taka einn leik í einu. Ef við verðum Íslandsmeistarar verð ég bara þvílíkt sáttur. Bara halda áfram á þessari braut. Vonandi legg ég upp og skora í hverjum einasta leik, það væri frábært,“ sagði Adam. Adam var óvenju hógvær eftir leik og talaði óvænt eins og hann væri ekki að spá í eigin mörkum og stoðsendingum. „Ég er ekkert að pæla í stoðsendingum og mörkum. Þegar maður er í Val verður maður bara að vinna titla, sama hversu mörk og assist þú ert með, það er öllum sama. Fyrst og fremst að vinna mótið, en þetta helst náttúrulega allt í hendur,“ sagði Adam.
Besta deild karla Fylkir Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. 3. maí 2023 22:10 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. 3. maí 2023 22:10