Lena Margrét: Engin ákvörðun komin um hvað gerist ef Selfoss fellur Andri Már Eggertsson skrifar 3. maí 2023 20:12 Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði 9 mörk í kvöld Vísir/Vilhelm Lena Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var afar svekkt eftir eins marks tap gegn Val í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Lena er búin að semja við Selfoss fyrir næsta tímabil en taldi það ekki vera truflandi í einvíginu gegn Val. „Þetta var mjög súrt. Ég hélt við værum komnar með þetta þegar við jöfnuðum en það tókst ekki alveg. Það er erfitt að lenda mörgum mörkum undir gegn svona liði. Ef við ætlum að vinna eitthvað meira þá verðum við að byrja leikina betur,“ sagði Lena Margrét Valdimarsdóttir eftir eins marks tap gegn Val. Stjarnan lenti átta mörkum undir í fyrri hálfleik 11-3 en Lenu fannst ekki of mikil orka hafa fara í að vinna forskot Vals niður. „Mér fannst við alveg hafa orku undir lokin en þetta datt ekki með okkur. Þetta kostaði meiri orku heldur en við hefðum verið í jöfnum leik. Við byrjuðum allt of illa. Við byrjuðum að keyra illa til baka, vorum ekki að klára vörnina þar sem við vorum hægar að snúa og það var engin barátta í vörninni.“ „Í sókninni létum við boltann ekkert fljóta. Það var alltaf komið skot eftir tuttugu sekúndur á fjórar hendur í vörn og við spiluðum okkur ekki í gegn. Mér fannst þetta korter fara með leikinn.“ Spilamennska Stjörnunnar var töluvert betri í síðari hálfleik og Lena var ánægð með hvernig Stjarnan kom til baka. „Mér fannst vörnin koma og við fengum hraðaupphlaup. Sóknin var agaðri þar sem við komumst í gegn, fengum víti og spiluðum okkur í miklu betri færi.“ Lena Margrét hefur samið við Selfoss og mun spila með Selfyssingum á næsta tímabili. Selfoss er í umspili gegn ÍR um sæti í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. ÍR hefur unnið tvo leiki og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast í Olís-deildina. „Ég er ekkert að pæla í því fyrr en það kemur í ljós hvað gerist þar. Ég er bara að einbeita mér að þessu einvígi eins og er. Ég ætla að leggja mig alla fram við að ná sem lengst.“ Mikið hefur verið fjallað um hvað leikmennirnir sem hafa samið við Selfoss fyrir næsta tímabil gera ef liðið fellur. Lena sagði að það væri ekki komin ákvörðun hvað hún muni gera ef Selfoss fellur. „Það er engin ákvörðun komin um það. Ég hef ekkert um það að segja,“ sagði Lena Margrét Valdimarsdóttir að lokum. Olís-deild kvenna UMF Selfoss Stjarnan Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Sjá meira
„Þetta var mjög súrt. Ég hélt við værum komnar með þetta þegar við jöfnuðum en það tókst ekki alveg. Það er erfitt að lenda mörgum mörkum undir gegn svona liði. Ef við ætlum að vinna eitthvað meira þá verðum við að byrja leikina betur,“ sagði Lena Margrét Valdimarsdóttir eftir eins marks tap gegn Val. Stjarnan lenti átta mörkum undir í fyrri hálfleik 11-3 en Lenu fannst ekki of mikil orka hafa fara í að vinna forskot Vals niður. „Mér fannst við alveg hafa orku undir lokin en þetta datt ekki með okkur. Þetta kostaði meiri orku heldur en við hefðum verið í jöfnum leik. Við byrjuðum allt of illa. Við byrjuðum að keyra illa til baka, vorum ekki að klára vörnina þar sem við vorum hægar að snúa og það var engin barátta í vörninni.“ „Í sókninni létum við boltann ekkert fljóta. Það var alltaf komið skot eftir tuttugu sekúndur á fjórar hendur í vörn og við spiluðum okkur ekki í gegn. Mér fannst þetta korter fara með leikinn.“ Spilamennska Stjörnunnar var töluvert betri í síðari hálfleik og Lena var ánægð með hvernig Stjarnan kom til baka. „Mér fannst vörnin koma og við fengum hraðaupphlaup. Sóknin var agaðri þar sem við komumst í gegn, fengum víti og spiluðum okkur í miklu betri færi.“ Lena Margrét hefur samið við Selfoss og mun spila með Selfyssingum á næsta tímabili. Selfoss er í umspili gegn ÍR um sæti í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. ÍR hefur unnið tvo leiki og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast í Olís-deildina. „Ég er ekkert að pæla í því fyrr en það kemur í ljós hvað gerist þar. Ég er bara að einbeita mér að þessu einvígi eins og er. Ég ætla að leggja mig alla fram við að ná sem lengst.“ Mikið hefur verið fjallað um hvað leikmennirnir sem hafa samið við Selfoss fyrir næsta tímabil gera ef liðið fellur. Lena sagði að það væri ekki komin ákvörðun hvað hún muni gera ef Selfoss fellur. „Það er engin ákvörðun komin um það. Ég hef ekkert um það að segja,“ sagði Lena Margrét Valdimarsdóttir að lokum.
Olís-deild kvenna UMF Selfoss Stjarnan Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Sjá meira