Var með lista yfir nemendur sem hann vildi skjóta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2023 14:04 Tveir nemendur liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi og fimm til viðbótar verið lagðir inn með skotsár, þar af einn kennari. AP Photo/Darko Vojinovic Fjórtán ára gamall drengur, sem skaut níu til bana í grunnskóla í miðborg Belgrad í Serbíu í morgun, skipulagði árásina í heilan mánuð að sögn lögreglu. Þá var drengurinn með lista af nemendum sem hann vildi beina spjótum sínum að og búinn að ákveða hvaða skólastofum hann myndi byrja á. Frá þessu hefur lögreglan í Belgrad greint. Drengurinn skaut kennara sinn, samnemendur og öryggiverði í Vladislav Ribnikar grunnskólanum í morgun. Af þeim létust níu, átta nemendur og öryggisvörður. Kennari og sex börn voru flutt á sjúkrahús. Drengurinn var handtekinn á vettvangi. Samkvæmt nýjum upplýsingum frá lögreglunni hafði drengurinn teiknað yfirborðsmynd af skólanum, hvar mætti finna inn- og útganga og hvert hann ætlaði að halda fyrst. Teikningin fannst í skrifborði drengsins. Þá er grunur um að hann hafi verið búinn að útbúa fjóra Molotov-kokteila. Menntamálaráðherra landsins hefur sagt að drengurinn hafi verið lagður í einelti af jafnöldrum sínum. Af börnunum sem létust voru sjö stúlkur og einn drengur. Sá yngsti var fæddur árið 2009. Fjórir drengir og tvær stúlkur særðust þá í árásinni. Ein stúlknanna er í lífshættu en hún hlaut alvarlegan höfuðáverka samkvæmt upplýsingum BBC. Þá liggur einn drengjanna þungt haldinn. Hann var skotinn í hálsinn og brjóstið og hlaut hann mænuáverka. Þá var hinn drengurinn skotinn í fótinn og ein stúlknanna skotin í magann og báða handleggi. Kennarinn var skotinn í magann og báða handleggi. Hald hefur verið lagt á tvær skammbyssur sem drengurinn beitti í árásinni og talið að hann hafi tekið skotvopnin af heimili föður síns. Faðirinn hefur einnig verið handtekinn. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Serbíu, frá 5. til 7. maí. Serbía Tengdar fréttir Níu látnir og sjö særðir eftir skotárás í skóla í Belgrad Fjórtán ára drengur skaut á kennara sinn, samnemendur og öryggisverði í Vladislav Ribnikar-grunnskólanum í Belgrad í Serbíu í morgun. Níu eru látnir, átta nemendur og öryggisvörður. 3. maí 2023 09:25 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Tólf ára barn á meðal sextán látinna Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Frá þessu hefur lögreglan í Belgrad greint. Drengurinn skaut kennara sinn, samnemendur og öryggiverði í Vladislav Ribnikar grunnskólanum í morgun. Af þeim létust níu, átta nemendur og öryggisvörður. Kennari og sex börn voru flutt á sjúkrahús. Drengurinn var handtekinn á vettvangi. Samkvæmt nýjum upplýsingum frá lögreglunni hafði drengurinn teiknað yfirborðsmynd af skólanum, hvar mætti finna inn- og útganga og hvert hann ætlaði að halda fyrst. Teikningin fannst í skrifborði drengsins. Þá er grunur um að hann hafi verið búinn að útbúa fjóra Molotov-kokteila. Menntamálaráðherra landsins hefur sagt að drengurinn hafi verið lagður í einelti af jafnöldrum sínum. Af börnunum sem létust voru sjö stúlkur og einn drengur. Sá yngsti var fæddur árið 2009. Fjórir drengir og tvær stúlkur særðust þá í árásinni. Ein stúlknanna er í lífshættu en hún hlaut alvarlegan höfuðáverka samkvæmt upplýsingum BBC. Þá liggur einn drengjanna þungt haldinn. Hann var skotinn í hálsinn og brjóstið og hlaut hann mænuáverka. Þá var hinn drengurinn skotinn í fótinn og ein stúlknanna skotin í magann og báða handleggi. Kennarinn var skotinn í magann og báða handleggi. Hald hefur verið lagt á tvær skammbyssur sem drengurinn beitti í árásinni og talið að hann hafi tekið skotvopnin af heimili föður síns. Faðirinn hefur einnig verið handtekinn. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Serbíu, frá 5. til 7. maí.
Serbía Tengdar fréttir Níu látnir og sjö særðir eftir skotárás í skóla í Belgrad Fjórtán ára drengur skaut á kennara sinn, samnemendur og öryggisverði í Vladislav Ribnikar-grunnskólanum í Belgrad í Serbíu í morgun. Níu eru látnir, átta nemendur og öryggisvörður. 3. maí 2023 09:25 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Tólf ára barn á meðal sextán látinna Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Níu látnir og sjö særðir eftir skotárás í skóla í Belgrad Fjórtán ára drengur skaut á kennara sinn, samnemendur og öryggisverði í Vladislav Ribnikar-grunnskólanum í Belgrad í Serbíu í morgun. Níu eru látnir, átta nemendur og öryggisvörður. 3. maí 2023 09:25