Skutu fjölda eldflauga á Úkraínu í morgun Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2023 13:40 Úkraínskur hermaður tekur upp sprengjur til að skjóta úr fallbyssu nærri borginni Bakhmut í Donetsk. AP/Libkos Rússar skutu fjölda eldflauga á úkraínskar borgir í morgun. Að minnsta kosti einn lést í Kherson-héraði en 34 eru slasaðir í Dnipropetrovsk. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ræddi við varnarmálaráðherra Úkraínu símleiðis í morgun. Morguninn hjá fjölda Úkraínumanna hófst á skot- og sprengjuhljóðum í morgun þegar Rússar skutu fjölda eldflauga á borgir Úkraínu. Borgin Pavlohrad kom verst út úr sprengingunum en þar varð mikill eldur og brunnu tugir húsa til kaldra kola. 34 slösuðust í brunanum. Strong explosions in Pavlograd as Russian missile barrage begins to each targets.Ukrainian sources say it was 38 old ballistic missiles (SS-24) with 1,800 tons of rocket fuel. They were stored at the Pavlohrad Chemical Plant. They were not decommissioned due to lack of funds. pic.twitter.com/h1L4kDHDKL— Mario Nawfal (@MarioNawfal) May 1, 2023 „Ég hljóp út og sá að bílskúrinn var eyðilagður. Það var kviknað í öllu, það voru glerbrot alls staðar. Ef við hefðum verið úti, þá værum við ekki á lífi,“ hefur BBC eftir Olha Lytvynenko sem býr í Pavlohrad. Var klukkan við það að ganga þrjú að nóttu til. Var þetta í annað sinn á síðustu þremur sólarhringum sem Rússar gera eldflaugaárás fyrir sólarupprás í Úkraínu. CNN greinir frá því að varnarmálaráðuneyti Rússlands hafi tilkynnt að þeir hafi hitt öll sín skotmörk í árásunum í morgun. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ræddi við Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, símleiðis í morgun. Reznikov greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni og segist hafa þakkað Þórdísi fyrir stuðning Íslands við Úkraínu. Had a meaningful conversation with Minister of Foreign Affairs @thordiskolbrun. I expressed my gratitude for a strong position of Iceland in support of Ukraine. Thank for standing by . pic.twitter.com/VRV5bQfUBh— Oleksii Reznikov (@oleksiireznikov) May 1, 2023 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Morguninn hjá fjölda Úkraínumanna hófst á skot- og sprengjuhljóðum í morgun þegar Rússar skutu fjölda eldflauga á borgir Úkraínu. Borgin Pavlohrad kom verst út úr sprengingunum en þar varð mikill eldur og brunnu tugir húsa til kaldra kola. 34 slösuðust í brunanum. Strong explosions in Pavlograd as Russian missile barrage begins to each targets.Ukrainian sources say it was 38 old ballistic missiles (SS-24) with 1,800 tons of rocket fuel. They were stored at the Pavlohrad Chemical Plant. They were not decommissioned due to lack of funds. pic.twitter.com/h1L4kDHDKL— Mario Nawfal (@MarioNawfal) May 1, 2023 „Ég hljóp út og sá að bílskúrinn var eyðilagður. Það var kviknað í öllu, það voru glerbrot alls staðar. Ef við hefðum verið úti, þá værum við ekki á lífi,“ hefur BBC eftir Olha Lytvynenko sem býr í Pavlohrad. Var klukkan við það að ganga þrjú að nóttu til. Var þetta í annað sinn á síðustu þremur sólarhringum sem Rússar gera eldflaugaárás fyrir sólarupprás í Úkraínu. CNN greinir frá því að varnarmálaráðuneyti Rússlands hafi tilkynnt að þeir hafi hitt öll sín skotmörk í árásunum í morgun. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ræddi við Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, símleiðis í morgun. Reznikov greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni og segist hafa þakkað Þórdísi fyrir stuðning Íslands við Úkraínu. Had a meaningful conversation with Minister of Foreign Affairs @thordiskolbrun. I expressed my gratitude for a strong position of Iceland in support of Ukraine. Thank for standing by . pic.twitter.com/VRV5bQfUBh— Oleksii Reznikov (@oleksiireznikov) May 1, 2023
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira