Pökkuðu Grizzlies saman og sendu í sumarfrí | Kóngarnir knúðu fram oddaleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. apríl 2023 09:30 Los Angeles Lakers er komið í undanúrslit Vesturdeildar. Ronald Martinez/Getty Images Los Angeles Lakers pakkaði Memphis Grizzlies ofan í ferðatösku og sendi á leið í sumarfrí með 40 stiga sigri í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Sacramento Kings tryggðu sér oddaleik gegn ríkjandi meisturum Golden State Warriors með öruggum sigri. Grizzlies unnu leik fimm í Memphis en segja má að það hafi aðeins frestað aftökunni. Það var aldrei spurning hvort liðið væri að fara með sigur af hólmi í Los Angeles í nótt. Lakers byrjaði leikinn af krafti og var 17 stigum yfir í hálfleik. Svo má með sanni segja að leikurinn hafi einfaldlega klárast í þriðja leikhluta þar sem Lakers skoraði 41 stig gegn 25 hjá gestunum. Fjórði leikhluti var í raun tilgangslaus og þegar honum var loks lokið var staðan 125-85. Hreint út sagt ótrúlegur sigur Lakers sem er nú komið í undanúrslit Vesturdeildar. D‘Angelo Russell var stigahæstur í liði Lakers með 31 stig, fjórar stoðsendingar og tvö fráköst. Þar á eftir kom LeBron James með 22 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst. Anthony Davis skoraði 16 stig, tók 14 fráköst og varði 5 skot. ICE IN HIS VEINS D Angelo Russell comes up huge to lead the Lakers to Round 2!31 PTS | 5-9 3PM pic.twitter.com/fEuOxjjKaN— NBA (@NBA) April 29, 2023 LeBron James (22 PTS, 6 AST) and Anthony Davis (16 PTS, 14 REB, 5 BLK) get it done in the Game 6 win!The Lakers advance to Round 2 pic.twitter.com/bkF4FhKD3b— NBA (@NBA) April 29, 2023 Hjá Memphis var Santi Aldama með 16 stig og 5 fráköst. Desmond Bane skoraði 15 stig, tók einnig 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Dillon Brooks lét sig enn á ný hverfa áður en fjölmiðlar náðu tali af Grizzlies eftir leik. Leikur Golden State Warriors og Sacramento Kings var öllu jafnari, allavega í fyrsta leikhluta. Að honum loknum tóku Kings völdin og unnu á endanum nokkuð öruggan 19 stiga sigur, lokatölur 118-99. Það þýðir að liðin mætast í oddaleik á heimavelli Kings um hvort þeirra fer áfram í undanúrslit. Malik Monk var stigahæstur hjá Kings með 28 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Þar á eftir kom De‘Aaron Fox með 26 stig, 11 stoðsendingar og 4 fráköst. Hjá Warriors var Stephen Curry með 29 stig, 5 stoðsendingar og 4 fráköst. Klay Thompson kom þar á eftir með 22 stig. 28 points on 14 shots.Malik Monk was SPECIAL off the bench to force GAME 7! Sunday at 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/xmPrQ4vntC— NBA (@NBA) April 29, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Grizzlies unnu leik fimm í Memphis en segja má að það hafi aðeins frestað aftökunni. Það var aldrei spurning hvort liðið væri að fara með sigur af hólmi í Los Angeles í nótt. Lakers byrjaði leikinn af krafti og var 17 stigum yfir í hálfleik. Svo má með sanni segja að leikurinn hafi einfaldlega klárast í þriðja leikhluta þar sem Lakers skoraði 41 stig gegn 25 hjá gestunum. Fjórði leikhluti var í raun tilgangslaus og þegar honum var loks lokið var staðan 125-85. Hreint út sagt ótrúlegur sigur Lakers sem er nú komið í undanúrslit Vesturdeildar. D‘Angelo Russell var stigahæstur í liði Lakers með 31 stig, fjórar stoðsendingar og tvö fráköst. Þar á eftir kom LeBron James með 22 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst. Anthony Davis skoraði 16 stig, tók 14 fráköst og varði 5 skot. ICE IN HIS VEINS D Angelo Russell comes up huge to lead the Lakers to Round 2!31 PTS | 5-9 3PM pic.twitter.com/fEuOxjjKaN— NBA (@NBA) April 29, 2023 LeBron James (22 PTS, 6 AST) and Anthony Davis (16 PTS, 14 REB, 5 BLK) get it done in the Game 6 win!The Lakers advance to Round 2 pic.twitter.com/bkF4FhKD3b— NBA (@NBA) April 29, 2023 Hjá Memphis var Santi Aldama með 16 stig og 5 fráköst. Desmond Bane skoraði 15 stig, tók einnig 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Dillon Brooks lét sig enn á ný hverfa áður en fjölmiðlar náðu tali af Grizzlies eftir leik. Leikur Golden State Warriors og Sacramento Kings var öllu jafnari, allavega í fyrsta leikhluta. Að honum loknum tóku Kings völdin og unnu á endanum nokkuð öruggan 19 stiga sigur, lokatölur 118-99. Það þýðir að liðin mætast í oddaleik á heimavelli Kings um hvort þeirra fer áfram í undanúrslit. Malik Monk var stigahæstur hjá Kings með 28 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Þar á eftir kom De‘Aaron Fox með 26 stig, 11 stoðsendingar og 4 fráköst. Hjá Warriors var Stephen Curry með 29 stig, 5 stoðsendingar og 4 fráköst. Klay Thompson kom þar á eftir með 22 stig. 28 points on 14 shots.Malik Monk was SPECIAL off the bench to force GAME 7! Sunday at 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/xmPrQ4vntC— NBA (@NBA) April 29, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti