Bara pláss fyrir eina konu og börnin hennar í kvennaathvarfinu á Akureyri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2023 14:17 Aðeins verður pláss fyrir eina konu og börn hennar í kvennaathvarfinu á Akureyri ef ekki fæst meira fjármagn. Vísir/Vilhelm Vegna fjárskorts mun kvennaathvarfið á Akureyri ekki geta tekið á móti fleiri en einni konu og börnum hennar í einu. Athvarfið var tilraunaverkefni til eins árs og hefur ekki tekist að tryggja fjármagn fyrir áframhaldandi óbreyttu starfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum um kvennaathvarf en árið 2020 hófu samtökin tilraunverkefni um rekstur neyðarathvarfs á Akureyri í samvinnu við Bjarmahlíð, sveitarfélög á Norðurlandi eystra, Aflið, félags- og barnamálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið. Verkefnið var til eins árs en að því loknu fól stjórn SUK framkvæmdastýru að þróa áfram samstarf við framangreinda aðila til að halda rekstri áfram. Í fyrra dvöldu sautján konur og fimmtán börn í athvarfinu á Akureyri. Segir í tilkynningunni að erfiðlega hafi gengið að finna rekstrarform sem uppfylli skilyrðin sem SUK hefur sett til að tryggja öryggi og stuðning við konur og börn sem dvelja í athvarfinu. Því sé ljóst að víðtækt samstarf þurfi að koma til svo hægt sé að tryggja rekstur til lengri tíma. Þá hefur stjórn SUK fundað með fulltrúum stjórnvalda og hagsmunaaðilum á Akureyri og nærliggjandi sveitarfélögum. Vonir eru um að hægt veðri að tryggja rekstur athvarfsins á Akureyri til frambúðar. Þar til það tekst getur athvarfi ekki tekið á móti nema einni konu og börnum hennar í senn. Kvennaathvarfið Akureyri Tengdar fréttir Komum í kvennaathvarfið fjölgað mikið á milli ára Komum í kvennaathvarfið fjölgaði mikið milli áranna 2021 og 2022, þetta sýnir komandi ársskýrsla athvarfsins. Framkvæmdastýra segir að margar ástæður geti skýrt aukninguna, ein sé aukin þekking almennings á starfseminni. 8. apríl 2023 19:50 Að meðaltali sjö tilkynningar á dag um heimilisofbeldi eða ágreining Tæplega átján hundruð tilkynningar bárust lögreglunni á landsvísu um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra eða tengdra aðila á fyrstu níu mánuðum ársins. Jafngildir það að meðaltali tæplega sjö tilkynningum á dag og hafa þær aldrei verið fleiri ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára. Á sama tíma hefur tilkynningum um ofbeldi foreldris í garð barns fjölgað. 29. nóvember 2022 10:14 Mun færri konur fara nú aftur á ofbeldisheimilið „Við leggjum af stað mjög hugaðar í þetta verkefni,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 26. nóvember 2022 17:01 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum um kvennaathvarf en árið 2020 hófu samtökin tilraunverkefni um rekstur neyðarathvarfs á Akureyri í samvinnu við Bjarmahlíð, sveitarfélög á Norðurlandi eystra, Aflið, félags- og barnamálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið. Verkefnið var til eins árs en að því loknu fól stjórn SUK framkvæmdastýru að þróa áfram samstarf við framangreinda aðila til að halda rekstri áfram. Í fyrra dvöldu sautján konur og fimmtán börn í athvarfinu á Akureyri. Segir í tilkynningunni að erfiðlega hafi gengið að finna rekstrarform sem uppfylli skilyrðin sem SUK hefur sett til að tryggja öryggi og stuðning við konur og börn sem dvelja í athvarfinu. Því sé ljóst að víðtækt samstarf þurfi að koma til svo hægt sé að tryggja rekstur til lengri tíma. Þá hefur stjórn SUK fundað með fulltrúum stjórnvalda og hagsmunaaðilum á Akureyri og nærliggjandi sveitarfélögum. Vonir eru um að hægt veðri að tryggja rekstur athvarfsins á Akureyri til frambúðar. Þar til það tekst getur athvarfi ekki tekið á móti nema einni konu og börnum hennar í senn.
Kvennaathvarfið Akureyri Tengdar fréttir Komum í kvennaathvarfið fjölgað mikið á milli ára Komum í kvennaathvarfið fjölgaði mikið milli áranna 2021 og 2022, þetta sýnir komandi ársskýrsla athvarfsins. Framkvæmdastýra segir að margar ástæður geti skýrt aukninguna, ein sé aukin þekking almennings á starfseminni. 8. apríl 2023 19:50 Að meðaltali sjö tilkynningar á dag um heimilisofbeldi eða ágreining Tæplega átján hundruð tilkynningar bárust lögreglunni á landsvísu um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra eða tengdra aðila á fyrstu níu mánuðum ársins. Jafngildir það að meðaltali tæplega sjö tilkynningum á dag og hafa þær aldrei verið fleiri ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára. Á sama tíma hefur tilkynningum um ofbeldi foreldris í garð barns fjölgað. 29. nóvember 2022 10:14 Mun færri konur fara nú aftur á ofbeldisheimilið „Við leggjum af stað mjög hugaðar í þetta verkefni,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 26. nóvember 2022 17:01 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Komum í kvennaathvarfið fjölgað mikið á milli ára Komum í kvennaathvarfið fjölgaði mikið milli áranna 2021 og 2022, þetta sýnir komandi ársskýrsla athvarfsins. Framkvæmdastýra segir að margar ástæður geti skýrt aukninguna, ein sé aukin þekking almennings á starfseminni. 8. apríl 2023 19:50
Að meðaltali sjö tilkynningar á dag um heimilisofbeldi eða ágreining Tæplega átján hundruð tilkynningar bárust lögreglunni á landsvísu um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra eða tengdra aðila á fyrstu níu mánuðum ársins. Jafngildir það að meðaltali tæplega sjö tilkynningum á dag og hafa þær aldrei verið fleiri ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára. Á sama tíma hefur tilkynningum um ofbeldi foreldris í garð barns fjölgað. 29. nóvember 2022 10:14
Mun færri konur fara nú aftur á ofbeldisheimilið „Við leggjum af stað mjög hugaðar í þetta verkefni,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 26. nóvember 2022 17:01