Segir SÍS einbeitt í að mismuna fólki Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 26. apríl 2023 12:10 Sonja Ýr segir að ljóst sé að þjónusta verði skert í einhverjum leikskólum og jafnvel muni koma til lokana. BSRB Atkvæðagreiðsla um verkfall starfsmanna BSRB í skólum og frístundaheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hófst núna á hádegi en kjaradeila stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur siglt í strand. Formaður BSRB segir SÍS einbeitt í því að mismuna fólki. Kjaradeilan hefur verið í hnút í talsverðan tíma en samþykki félagsmenn BSRB verkfallsaðgerðirnar munu þær hefjast í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ. Atkvæðagreiðslunni lýkur á hádegi næstkomandi laugardag og myndu um 1500 manns taka þátt í fyrstu verkfallsaðgerðum sem fyrirhugað er að væru dagana 15. og 16. maí. Frekari aðgerðir eru þó fyrirhugaðar Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir áhrif verkfallana geta verið víðtæk. „Atkvæðagreiðslan snýr að kjaradeilu ellefu aðildarfélaga BSRB vegna kjaradeilu við SÍS. Þetta er í stuttu máli starfsfólk sem starfar hjá sveitarfélögum um land allt utan Reykjavíkur. Í leikskólunum eru þetta leikskólaliðar og annað fólk sem er í þjónustu við börnin. Í grunnskólunum eru þetta skólaliðarnir og annað starfsfólk fyrir utan kennara og á frístundaheimilum eru þetta frístundaleiðbeinendur.“ Mögulega kæmi til einhverra lokana. „Ef að niðurstaðan verður sú að félagsfólk okkar ákveður að fara í verkföll þá mun það vafalaust hafa þau áhrif að einhverjir leikskólar þurfa að senda börn heim og jafnvel loka. Sömuleiðis að frístundaheimilin verði lokuð eða skert þjónusta þar sem og í grunnskólunum.“ Búið er að semja við ríki og borg en önnur sveitarfélög standa eftir. „Það er búið að semja við bæði ríkið og Reykjavíkurborg þannig að þetta er svona sérmál þar sem að okkar mati blasir við að SÍS er einbeitt í því að mismuna fólki. Staðan er sú að okkar fólk sem eru enn kjarasamningslaus þau starfa oft í sömu störfum eða hlið við hlið inni á sömu vinnustöðum og fólk sem fékk launahækkanir sínar frá 1. janúar síðastliðin. Okkar félagsmenn myndu hækka 25% minna í launum en annað starfsfólk. Það er auðvitað bara hrein og klár mismunun.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Kjaradeilan hefur verið í hnút í talsverðan tíma en samþykki félagsmenn BSRB verkfallsaðgerðirnar munu þær hefjast í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ. Atkvæðagreiðslunni lýkur á hádegi næstkomandi laugardag og myndu um 1500 manns taka þátt í fyrstu verkfallsaðgerðum sem fyrirhugað er að væru dagana 15. og 16. maí. Frekari aðgerðir eru þó fyrirhugaðar Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir áhrif verkfallana geta verið víðtæk. „Atkvæðagreiðslan snýr að kjaradeilu ellefu aðildarfélaga BSRB vegna kjaradeilu við SÍS. Þetta er í stuttu máli starfsfólk sem starfar hjá sveitarfélögum um land allt utan Reykjavíkur. Í leikskólunum eru þetta leikskólaliðar og annað fólk sem er í þjónustu við börnin. Í grunnskólunum eru þetta skólaliðarnir og annað starfsfólk fyrir utan kennara og á frístundaheimilum eru þetta frístundaleiðbeinendur.“ Mögulega kæmi til einhverra lokana. „Ef að niðurstaðan verður sú að félagsfólk okkar ákveður að fara í verkföll þá mun það vafalaust hafa þau áhrif að einhverjir leikskólar þurfa að senda börn heim og jafnvel loka. Sömuleiðis að frístundaheimilin verði lokuð eða skert þjónusta þar sem og í grunnskólunum.“ Búið er að semja við ríki og borg en önnur sveitarfélög standa eftir. „Það er búið að semja við bæði ríkið og Reykjavíkurborg þannig að þetta er svona sérmál þar sem að okkar mati blasir við að SÍS er einbeitt í því að mismuna fólki. Staðan er sú að okkar fólk sem eru enn kjarasamningslaus þau starfa oft í sömu störfum eða hlið við hlið inni á sömu vinnustöðum og fólk sem fékk launahækkanir sínar frá 1. janúar síðastliðin. Okkar félagsmenn myndu hækka 25% minna í launum en annað starfsfólk. Það er auðvitað bara hrein og klár mismunun.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira