Sáttur í Þorlákshöfn: „Fékk svo tækifæri hér sem ég hef nýtt að fullu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. apríl 2023 16:32 Semple í baráttunni við Hjálmar Stefánsson. Kári Jónsson og Styrmir Snær Þrastarson fylgjast með. Vísir/Bára Dröfn „Við komum út og spiluðum af mikilli orku, fyrirliðinn okkar setti þrjá þrista en þeir komu til baka. Mér leið eins og í hvert skipti sem fórum á skrið þá komu þeir allaf til baka,“ sagði Jordan Semple í viðtali við Körfuboltakvöld eftir frækinn sigur Þórs Þorlákshafnar á Val í gær, þriðjudag. Þór Þ. lagði ríkjandi Íslandsmeistara Vals í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 2-0 yfir í einvíginu og eflaust margir farnir að hugsa um úrslitaeinvígið. „Þeir eru ríkjandi meistarar og maður getur ekki slakað á. Mér líður vel núna og við erum spenntir fyrir næsta leik,“ sagði Semple en hann átti virkilega góðan leik í liði Þórs. Vantaði aðeins eina stoðsendingu í þreföldu tvennuna. Semple skoraði 18 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í leiknum. „Við erum með góða skotmenn í þessu liði. Það var samt erfitt að leggja leikinn upp því við vissum ekki hvort [Kristófer] Acox væri með eða ekki. Hann breytir dýnamík liðsins. Hann er eina alvöru „fimman“ sem þeir eiga. Varnarlega skiptir hann miklu máli.“ „Ef Styrmir [Snær Þrastarson] er opinn er hann að fara skjóta. Við höfum allir mikla trú á honum og í dag smellti hann þeim niður. Það opnaði leiðina hans að körfunni og þá gat hann fundið aðra leikmenn sem voru opnir.“ Tímabilið hjá Semple hefur verið upp og niður. Hann kom til Þórs frá KR þar sem ýmislegt var sagt um spilamennsku hans sem og karakter. „Þetta var rússíbani. Við erum atvinnumenn og maður verður að vera tilbúinn, maður veit aldrei hvað verður síðasti leikurinn. Þetta endaði ekki vel fyrir okkur sem lið, vorum ekki að vinna leiki og þeir vildu gera breytingar. Meikar sens. Fékk svo tækifæri hér sem ég hef nýtt að fullu,“ sagði Semple um veru sína hjá KR. Viðtalið við Semple má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Jordan Semple sáttur í Þorlákshöfn: Fékk svo tækifæri hér sem ég hef nýtt að fullu Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Sjá meira
Þór Þ. lagði ríkjandi Íslandsmeistara Vals í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 2-0 yfir í einvíginu og eflaust margir farnir að hugsa um úrslitaeinvígið. „Þeir eru ríkjandi meistarar og maður getur ekki slakað á. Mér líður vel núna og við erum spenntir fyrir næsta leik,“ sagði Semple en hann átti virkilega góðan leik í liði Þórs. Vantaði aðeins eina stoðsendingu í þreföldu tvennuna. Semple skoraði 18 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í leiknum. „Við erum með góða skotmenn í þessu liði. Það var samt erfitt að leggja leikinn upp því við vissum ekki hvort [Kristófer] Acox væri með eða ekki. Hann breytir dýnamík liðsins. Hann er eina alvöru „fimman“ sem þeir eiga. Varnarlega skiptir hann miklu máli.“ „Ef Styrmir [Snær Þrastarson] er opinn er hann að fara skjóta. Við höfum allir mikla trú á honum og í dag smellti hann þeim niður. Það opnaði leiðina hans að körfunni og þá gat hann fundið aðra leikmenn sem voru opnir.“ Tímabilið hjá Semple hefur verið upp og niður. Hann kom til Þórs frá KR þar sem ýmislegt var sagt um spilamennsku hans sem og karakter. „Þetta var rússíbani. Við erum atvinnumenn og maður verður að vera tilbúinn, maður veit aldrei hvað verður síðasti leikurinn. Þetta endaði ekki vel fyrir okkur sem lið, vorum ekki að vinna leiki og þeir vildu gera breytingar. Meikar sens. Fékk svo tækifæri hér sem ég hef nýtt að fullu,“ sagði Semple um veru sína hjá KR. Viðtalið við Semple má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Jordan Semple sáttur í Þorlákshöfn: Fékk svo tækifæri hér sem ég hef nýtt að fullu
Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Sjá meira