Nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum Grímur Atlason skrifar 25. apríl 2023 14:02 Ráðstefnan „Þörf fyrir samfélagsbreytingar? – nýjar leiðir til þess að hugsa um geðheilbrigðismál“ fer fram dagana 27. og 28. apríl á Hilton Reykjavík Nordica. Þar verður gestum boðið að kynna sér önnur sjónarmið en þau sem hafa verið ríkjandi í geðheilbrigðismálum undanfarna áratugi. Lögð verður áhersla á notendamiðaða nálgun sem er farin að ryðja sér til rúms víða. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Geðhjálpar, Bevisst Likepersonsarbeid og Intentional Peer Support en fyrirlesarar eru aðilar sem hafa beitt sér á alþjóðavettvangi fyrir breyttri nálgun í geðheilbrigðismálum. Auk þeirra mun fólk með reynslu af tilfinningalegri vanlíðan og/eða fíkn leiða vinnustofur. En hvers vegna er breytinga þörf? Staðan í dag Fréttir af dauðsföllum vegna lyfjaeitrana, aukinnar vanlíðanar ungs fólks, fjölgunar örorkubótaþega, einmanaleika fólks og erfiðleikum barna í skólum benda til þess að við séum ekki á réttri leið. Aðferðir 20. aldarinnar í tengslum við geðrænar áskoranir hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Kerfið vinnur út frá hugmyndafræði vísindahyggju sem gengur út á að laga einkenni frekar en að leita orsaka. Mælikvarðar geðheilsu eru fjölmargir. Geð- og svefnlyfjanotkun er einn, fjöldi sjálfsvíga og sjálfsskaða annar og líðan barna og ungmenna enn annar. Geðhjálp hefur haldið utan um þessa vísa undanfarin misseri og birt reglulega. Flestir þessara vísa benda til verri geðheilsu þjóðarinnar. Lyfjaeitranir hafa verið til umræðu undanfarna daga og það eru sláandi tölur sem birtast okkur í dánarmeinaskrá landlæknisembættisins. Á árunum 2012 til 2021 dóu samtals 309 einstaklingar vegna lyfjaeitrana sem ekki voru skráðar sem sjálfsvíg. Þegar tímabilinu er skipt í tvennt kemur í ljós veruleg aukning á árabilinu 2017 til 2021 samanborið við árin fimm á undan. Í heildina dóu 43,3% fleiri vegna lyfjaeitrana árin 2017 til 2021 en á árunum 2012 til 2016. Aukningin er mest meðal karla á aldrinum 11 til 44 ára en 38 fleiri karlmenn á þessum aldri dóu þessi fimm ár. Það er aukning um 90,4% á milli tímabila. Það skal tekið fram að enginn karlmaður undir 18 ára dó á þessu tímabili en það gerðu hins vegar tvær ungar konur og þess vegna fer viðmiðið í 11 ár. Hvað þarf að gera? Geðrænum áskorunum þarf að mæta með fjölbreyttari nálgun en lyfjamódeli læknisfræðinnar einu og sér. Horfa þarf á fíkn og fíknivanda út frá reynslu einstaklingsins í stað þess að einblína á afleiðingar neyslunnar. Refsingar skila engu og fangelsin eru full af brotnum einstaklingum sem eitt sinn voru börn sem samfélagið brást. 98 prósent þess fjármagns, sem sett er í geðheilbrigðiskerfið, fer í plástra og viðbrögð þegar einstaklingurinn er kominn í vanda. Tvö prósent fjármagnsins fer í forvarnir. Spurningin: Hvað er að þér? hefur gengið sér til húðar. Það er kominn tími til að við spyrjum einstaklinga í vanda: Hvað kom fyrir þig? Við verðum að huga að börnum frá meðgöngu og síðan alveg sérstaklega fyrstu tvö æviárin. Styðjum síðan við börn á öllum skólastigum. Styðjum verðandi foreldra og styðjum foreldra á fyrstu árum barnsins. Það gerum við m.a. með því að vinda ofan af þeirri vitleysu að vinnan göfgi manninn. Samvera og tilfinningatengsl göfga manninn. Umburðarlyndi og skilningur gera það líka. Breytum skólakerfinu þannig að öll börn hafi þar tilgang og vaxi með þeim hætti. Breytum hugmyndafræði okkar í tengslum við virkni og hættum að mæla allt út frá fullri starfsorku og skertri starfsorku. Við erum öll með starfsorku – bara mismikla og við getum öll lagt eitthvað af mörkum. Tölum um tilfinningar og eflum seiglu. Þjálfum okkur öll í að ganga í gegnum erfiðleika og lítum á þá sem hluta af því að verða heilsteypt manneskja. Drögum jafnframt úr áföllum barna vegna félagslegra erfiðleika í umhverfi þeirra. Þegar skaðinn er skeður og einstaklingurinn er í vanda þá þurfum við að mæta honum þar sem hann er staddur. Stóreflum samfélagsgeðþjónustu og lítum á sjúkrahúsvist sem algjöra undantekningu þegar kemur að meðferð við geðrænum áskorunum. Fjölgum jafningjum á öllum stöðum sem veita meðferð og/eða þjónustu við fólk með geðrænar áskoranir. Tökum upp hugmyndafræði opinnar samræðu (open dialouge) sem hefur rutt sér til rúms víða. Innleiðum samstarf og samráð við notendur þjónustunnar (co-creation) – raunverulegt samráð, ekki sýndar samráð. Bjóðum upp á lyfjalausar deildir og drögum þannig úr þvingun og nauðung. Að sjálfsögðu þarf síðan að uppfæra húsakost geðdeilda landsins. Lítum á fíkn og fíkniefni með þeim augum að notendur efnanna eru fyrst og fremst að deyfa sársauka. Afglæpavæðum notkun þeirra og lögleiðum í áföngum. Það hefur ekkert gott komið út úr stríðinu við fíkniefnin sem Nixon hóf fyrir rúmum 50 árum. Tæmum fangelsin af þessum brotnu einstaklingum sem eitt sinni voru börn en við síðan sem samfélag vanræktum. Tökum höndum saman og gerum þetta! Hittumst síðan á ráðstefnunni næstu tvo daga þar sem áherslan verður öll á nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum! Nánar hér: www.socialchange.is Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Geðheilbrigði Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Ráðstefnan „Þörf fyrir samfélagsbreytingar? – nýjar leiðir til þess að hugsa um geðheilbrigðismál“ fer fram dagana 27. og 28. apríl á Hilton Reykjavík Nordica. Þar verður gestum boðið að kynna sér önnur sjónarmið en þau sem hafa verið ríkjandi í geðheilbrigðismálum undanfarna áratugi. Lögð verður áhersla á notendamiðaða nálgun sem er farin að ryðja sér til rúms víða. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Geðhjálpar, Bevisst Likepersonsarbeid og Intentional Peer Support en fyrirlesarar eru aðilar sem hafa beitt sér á alþjóðavettvangi fyrir breyttri nálgun í geðheilbrigðismálum. Auk þeirra mun fólk með reynslu af tilfinningalegri vanlíðan og/eða fíkn leiða vinnustofur. En hvers vegna er breytinga þörf? Staðan í dag Fréttir af dauðsföllum vegna lyfjaeitrana, aukinnar vanlíðanar ungs fólks, fjölgunar örorkubótaþega, einmanaleika fólks og erfiðleikum barna í skólum benda til þess að við séum ekki á réttri leið. Aðferðir 20. aldarinnar í tengslum við geðrænar áskoranir hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Kerfið vinnur út frá hugmyndafræði vísindahyggju sem gengur út á að laga einkenni frekar en að leita orsaka. Mælikvarðar geðheilsu eru fjölmargir. Geð- og svefnlyfjanotkun er einn, fjöldi sjálfsvíga og sjálfsskaða annar og líðan barna og ungmenna enn annar. Geðhjálp hefur haldið utan um þessa vísa undanfarin misseri og birt reglulega. Flestir þessara vísa benda til verri geðheilsu þjóðarinnar. Lyfjaeitranir hafa verið til umræðu undanfarna daga og það eru sláandi tölur sem birtast okkur í dánarmeinaskrá landlæknisembættisins. Á árunum 2012 til 2021 dóu samtals 309 einstaklingar vegna lyfjaeitrana sem ekki voru skráðar sem sjálfsvíg. Þegar tímabilinu er skipt í tvennt kemur í ljós veruleg aukning á árabilinu 2017 til 2021 samanborið við árin fimm á undan. Í heildina dóu 43,3% fleiri vegna lyfjaeitrana árin 2017 til 2021 en á árunum 2012 til 2016. Aukningin er mest meðal karla á aldrinum 11 til 44 ára en 38 fleiri karlmenn á þessum aldri dóu þessi fimm ár. Það er aukning um 90,4% á milli tímabila. Það skal tekið fram að enginn karlmaður undir 18 ára dó á þessu tímabili en það gerðu hins vegar tvær ungar konur og þess vegna fer viðmiðið í 11 ár. Hvað þarf að gera? Geðrænum áskorunum þarf að mæta með fjölbreyttari nálgun en lyfjamódeli læknisfræðinnar einu og sér. Horfa þarf á fíkn og fíknivanda út frá reynslu einstaklingsins í stað þess að einblína á afleiðingar neyslunnar. Refsingar skila engu og fangelsin eru full af brotnum einstaklingum sem eitt sinn voru börn sem samfélagið brást. 98 prósent þess fjármagns, sem sett er í geðheilbrigðiskerfið, fer í plástra og viðbrögð þegar einstaklingurinn er kominn í vanda. Tvö prósent fjármagnsins fer í forvarnir. Spurningin: Hvað er að þér? hefur gengið sér til húðar. Það er kominn tími til að við spyrjum einstaklinga í vanda: Hvað kom fyrir þig? Við verðum að huga að börnum frá meðgöngu og síðan alveg sérstaklega fyrstu tvö æviárin. Styðjum síðan við börn á öllum skólastigum. Styðjum verðandi foreldra og styðjum foreldra á fyrstu árum barnsins. Það gerum við m.a. með því að vinda ofan af þeirri vitleysu að vinnan göfgi manninn. Samvera og tilfinningatengsl göfga manninn. Umburðarlyndi og skilningur gera það líka. Breytum skólakerfinu þannig að öll börn hafi þar tilgang og vaxi með þeim hætti. Breytum hugmyndafræði okkar í tengslum við virkni og hættum að mæla allt út frá fullri starfsorku og skertri starfsorku. Við erum öll með starfsorku – bara mismikla og við getum öll lagt eitthvað af mörkum. Tölum um tilfinningar og eflum seiglu. Þjálfum okkur öll í að ganga í gegnum erfiðleika og lítum á þá sem hluta af því að verða heilsteypt manneskja. Drögum jafnframt úr áföllum barna vegna félagslegra erfiðleika í umhverfi þeirra. Þegar skaðinn er skeður og einstaklingurinn er í vanda þá þurfum við að mæta honum þar sem hann er staddur. Stóreflum samfélagsgeðþjónustu og lítum á sjúkrahúsvist sem algjöra undantekningu þegar kemur að meðferð við geðrænum áskorunum. Fjölgum jafningjum á öllum stöðum sem veita meðferð og/eða þjónustu við fólk með geðrænar áskoranir. Tökum upp hugmyndafræði opinnar samræðu (open dialouge) sem hefur rutt sér til rúms víða. Innleiðum samstarf og samráð við notendur þjónustunnar (co-creation) – raunverulegt samráð, ekki sýndar samráð. Bjóðum upp á lyfjalausar deildir og drögum þannig úr þvingun og nauðung. Að sjálfsögðu þarf síðan að uppfæra húsakost geðdeilda landsins. Lítum á fíkn og fíkniefni með þeim augum að notendur efnanna eru fyrst og fremst að deyfa sársauka. Afglæpavæðum notkun þeirra og lögleiðum í áföngum. Það hefur ekkert gott komið út úr stríðinu við fíkniefnin sem Nixon hóf fyrir rúmum 50 árum. Tæmum fangelsin af þessum brotnu einstaklingum sem eitt sinni voru börn en við síðan sem samfélag vanræktum. Tökum höndum saman og gerum þetta! Hittumst síðan á ráðstefnunni næstu tvo daga þar sem áherslan verður öll á nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum! Nánar hér: www.socialchange.is Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun