Fjarnám í þjóðfræði Hafrún Eva Kristjánsdóttir skrifar 25. apríl 2023 07:00 Árið 2020 var viðburðarríkt hjá mér. Fyrir utan upphaf Covid19 og öllu því fíaskói sem fylgdi því eignaðist ég mitt annað barn og í fæðingarorlofinu mínu flutti ég af suðurlandinu og norður fyrir heiði. Það að vera innilokuð í Covid19 takmörkunum og í fæðingarorlofi á nýjum stað þar sem ég þekkti fáa gerði það að verkum að ég ósjálfrátt einangraðist og mér hundleiddist. Þá tók ég þá ákvörðun að skrá mig í nám, fyrir valinu varð þjóðfræði við Háskóla Íslands. Þetta var þá í þriðja sinn sem ég skráði mig í háskólanám en í hinum tilfellunum flosnaði ég upp úr námi eingöngu af því að ég bjó ekki á höfuðborgarsvæðinu og fannst illa haldið utan um fjarnema. Það kom mér því skemmtilega á óvart þegar ég skoðaði námsskránna hjá þjóðfræðinni að öll fögin voru kennd í fjarnámi og höfðu verið það um árabil samhliða staðnáminu. Þó að fyrsta árið hafi svo verið kennt eingöngu í fjarnámi vegna faraldursins tók ég strax eftir því hversu viljugir og lausnamiðaðir kennararnir voru til þess að láta námið ganga upp. Þegar háskólinn var opnaður aftur og staðnemendur fóru aftur að mæta í skólastofu þá héldu kennararnir áfram að styðja við fjarnemendur með ýmsum ráðum, sumir kennarar buðu upp á vikulega fjarnámsfundi þar sem fjarnemar gátu hist á Zoom og rætt námið og aðrir stigu skrefinu lengra og buðu fjarnemum inn í stofuna með aðstoð tækninnar. Mér telst svo til að á þeim þremur árum sem ég hef verið í fjarnámi í þjóðfræði við Háskóla Íslands hafi ég mætt í skólabygginguna alls átta sinnum. Samt kemur það ekki að sök þar sem þjóðfræðihópurinn er þéttur og þó svo að ég hafi ekki hitt flesta samnemendur mína í eigin persónu, lít ég á marga þeirra sem vini mína, ásamt því að kennararnir eru boðnir og búnir að aðstoða mann eftir þörfum, brenna fyrir sitt starf og leggja jafn mikinn metnað í að sinna fjarnemum eins og staðnemum. Það að geta stundað háskólanám annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu en fengið jafn mikinn aðgang og stuðning frá kennurum eins og staðnemar fá er afskaplega dýrmætt og raunar mikilvægt jafnréttis- og aðgengismál. Í fyrri háskólatilraunum mínum upplifði ég að ég yrði sjálflærð ef ég myndi útskrifast, en í þjóðfræðinni er ég partur af hópnum og fæ alla kennslu og upplifunina að vera í háskóla jafnt við samnemendur mína. Því má segja að þjóðfræðin sé sammála mér um að það sé orðið algjörlega úrelt fyrirkomulag að fólk þurfi að flytja hreppaflutningum til þess eins að mennta sig. Höfundur er fjarnemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Árið 2020 var viðburðarríkt hjá mér. Fyrir utan upphaf Covid19 og öllu því fíaskói sem fylgdi því eignaðist ég mitt annað barn og í fæðingarorlofinu mínu flutti ég af suðurlandinu og norður fyrir heiði. Það að vera innilokuð í Covid19 takmörkunum og í fæðingarorlofi á nýjum stað þar sem ég þekkti fáa gerði það að verkum að ég ósjálfrátt einangraðist og mér hundleiddist. Þá tók ég þá ákvörðun að skrá mig í nám, fyrir valinu varð þjóðfræði við Háskóla Íslands. Þetta var þá í þriðja sinn sem ég skráði mig í háskólanám en í hinum tilfellunum flosnaði ég upp úr námi eingöngu af því að ég bjó ekki á höfuðborgarsvæðinu og fannst illa haldið utan um fjarnema. Það kom mér því skemmtilega á óvart þegar ég skoðaði námsskránna hjá þjóðfræðinni að öll fögin voru kennd í fjarnámi og höfðu verið það um árabil samhliða staðnáminu. Þó að fyrsta árið hafi svo verið kennt eingöngu í fjarnámi vegna faraldursins tók ég strax eftir því hversu viljugir og lausnamiðaðir kennararnir voru til þess að láta námið ganga upp. Þegar háskólinn var opnaður aftur og staðnemendur fóru aftur að mæta í skólastofu þá héldu kennararnir áfram að styðja við fjarnemendur með ýmsum ráðum, sumir kennarar buðu upp á vikulega fjarnámsfundi þar sem fjarnemar gátu hist á Zoom og rætt námið og aðrir stigu skrefinu lengra og buðu fjarnemum inn í stofuna með aðstoð tækninnar. Mér telst svo til að á þeim þremur árum sem ég hef verið í fjarnámi í þjóðfræði við Háskóla Íslands hafi ég mætt í skólabygginguna alls átta sinnum. Samt kemur það ekki að sök þar sem þjóðfræðihópurinn er þéttur og þó svo að ég hafi ekki hitt flesta samnemendur mína í eigin persónu, lít ég á marga þeirra sem vini mína, ásamt því að kennararnir eru boðnir og búnir að aðstoða mann eftir þörfum, brenna fyrir sitt starf og leggja jafn mikinn metnað í að sinna fjarnemum eins og staðnemum. Það að geta stundað háskólanám annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu en fengið jafn mikinn aðgang og stuðning frá kennurum eins og staðnemar fá er afskaplega dýrmætt og raunar mikilvægt jafnréttis- og aðgengismál. Í fyrri háskólatilraunum mínum upplifði ég að ég yrði sjálflærð ef ég myndi útskrifast, en í þjóðfræðinni er ég partur af hópnum og fæ alla kennslu og upplifunina að vera í háskóla jafnt við samnemendur mína. Því má segja að þjóðfræðin sé sammála mér um að það sé orðið algjörlega úrelt fyrirkomulag að fólk þurfi að flytja hreppaflutningum til þess eins að mennta sig. Höfundur er fjarnemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun