Stýrivextir lækki ekki fyrr en um mitt næsta ár Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2023 09:36 Hagfræðideild Landsbankans telur að hagvöxtur verði rúmlega þrjú prósent á árinu. Vísir/Sigurjón Hagfræðideild Landsbankans spáir 3,2 prósenta hagvexti á Íslandi í ár. Gert er ráð fyrir því að vextir haldi áfram að hækka og mun það eiga stóran þátt í því að það hægir á hagkerfinu. Spáir bankinn því að stýrivextir fari ekki að lækka fyrr en um mitt næsta ár. Að mati bankans eru horfur góðar, ferðaþjónustan er farin að vaxa nokkuð eftir faraldur og mun það drífa hagvöxtinn áfram. Þó á örlítið minni hraða en áður. Búið var að spá 2,1 prósent hagvexti en þeirri spá hefur verið breytt í 3,2 prósent. Eru þetta góðar horfur í alþjóðlegu samhengi. Til samanburðar spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn 1,3 prósent hagvexti í þróuðum ríkjum í ár, þar af 0,8 prósent hagvexti á evrusvæðinu, 1,6 prósent í Bandaríkjunum og 0,3 prósent samdrætti í Bretlandi. Stýrivextir eru sem stendur í 7,5 prósentum og gerir Landsbankinn ráð fyrir því að þeir verði hækkaðir áfram til að koma verðbólgunni niður, sem í mars mældist 9,8 prósent. Býst bankinn við því að stýrivextirnir verði hækkaður um eitt prósentustig í viðbót. Þá muni þeir ekki lækka fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Samkvæmt Hagspánni er búist er við 2,1 milljón ferðamanna í ár. Mun sá fjöldi aukast um 200 þúsund ár hvert ár næstu tvö ár. Útflutningur muni aukast um 8,4 prósent og mun krónan halda áfram að styrkjast. Gert er ráð fyrir mun hófstilltari vexti einkaneyslu á næstu árum eftir mikinn vöxt á síðustu tveimur árum, eða 2,4 prósent í ár og 2,7 prósent á því næsta. Kaupmáttur mun standa í stað milli ára en aukast lítillega á því næsta. Íbúðamarkaður hefur kólnað verulega og er gert ráð fyrir mjög litlum verðbreytingum út þetta ár, en að meðalíbúðaverði verði engu að síður 4,8 prósent hærra í ár en í fyrra. Hér fyrir neðan má lesa Hagspánna í heild sinni. Tengd skjöl 2023-04-24-thjodhagsspa-hagfraedideildar-landsbankansPDF4.1MBSækja skjal Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenskir bankar Landsbankinn Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira
Að mati bankans eru horfur góðar, ferðaþjónustan er farin að vaxa nokkuð eftir faraldur og mun það drífa hagvöxtinn áfram. Þó á örlítið minni hraða en áður. Búið var að spá 2,1 prósent hagvexti en þeirri spá hefur verið breytt í 3,2 prósent. Eru þetta góðar horfur í alþjóðlegu samhengi. Til samanburðar spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn 1,3 prósent hagvexti í þróuðum ríkjum í ár, þar af 0,8 prósent hagvexti á evrusvæðinu, 1,6 prósent í Bandaríkjunum og 0,3 prósent samdrætti í Bretlandi. Stýrivextir eru sem stendur í 7,5 prósentum og gerir Landsbankinn ráð fyrir því að þeir verði hækkaðir áfram til að koma verðbólgunni niður, sem í mars mældist 9,8 prósent. Býst bankinn við því að stýrivextirnir verði hækkaður um eitt prósentustig í viðbót. Þá muni þeir ekki lækka fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Samkvæmt Hagspánni er búist er við 2,1 milljón ferðamanna í ár. Mun sá fjöldi aukast um 200 þúsund ár hvert ár næstu tvö ár. Útflutningur muni aukast um 8,4 prósent og mun krónan halda áfram að styrkjast. Gert er ráð fyrir mun hófstilltari vexti einkaneyslu á næstu árum eftir mikinn vöxt á síðustu tveimur árum, eða 2,4 prósent í ár og 2,7 prósent á því næsta. Kaupmáttur mun standa í stað milli ára en aukast lítillega á því næsta. Íbúðamarkaður hefur kólnað verulega og er gert ráð fyrir mjög litlum verðbreytingum út þetta ár, en að meðalíbúðaverði verði engu að síður 4,8 prósent hærra í ár en í fyrra. Hér fyrir neðan má lesa Hagspánna í heild sinni. Tengd skjöl 2023-04-24-thjodhagsspa-hagfraedideildar-landsbankansPDF4.1MBSækja skjal
Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenskir bankar Landsbankinn Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira