Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 22. apríl 2023 21:15 Martyna segir að pólska samfélagið á Íslandi sé í áfalli. Vísir/SteingrímurDúi Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. Á fimmtudagskvöld var pólskur karlmaður á þrítugsaldri stunginn til bana við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Fjórir ungir Íslendingar voru úrskuðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Martyna Ylfa Suszko er pólsk en hefur búið hér á landi síðan árið 2005. Hún starfrækir nú túlkaþjónustu og túlkar á milli pólsku og íslensku. Hún segir málið mikið áfall fyrir samfélag Pólverja hér á landi. „Fólk er bara að segja að þetta sé erfitt og það eru allir að velta fyrir sér hvort það hafi verið eitthvað hægt að gera til að koma í veg fyrir að svona ætti sér stað. Og það að hann var pólskur ríkisborgari, hvort það hafi eitthvað að gera með það.“ Martyna ítrekar að ekkert liggi fyrir um hvort þjóðerni mannsins tengist málinu með nokkrum hætti. Engu að síður velti Pólverjar hér á landi því fyrir sér og óttast það. Óbeinir fordómar í samfélaginu „Sérstaklega á Íslandi af því við erum svo öruggt samfélag; að eitthvað svona hafi átt sér stað þá er þetta særandi og veldur svolitlum ótta.“ Atburður sem þessi hafi djúpstæð áhrif á marga Pólverja sem hér búi, sem og Íslendinga sem eru af pólsku bergi brotnir. „Þegar svona gerist þá skapast svona rif á milli „við“ og „þið,“ og þá kannski líður Pólverjum eins og við séum ekki eins velkomin. Sem er bara mjög sorglegt að hugsa.“ Pólverjar mæti miklum óbeinum fordómum í samfélaginu, sem Martyna segir að berjast þurfi gegn. Hvað getur fólk gert til að sýna stuðning í kjölfar þessa áfalls? „Auðvitað að vinna í því að sýna umhyggju um hvort annað. Við erum samfélag og Pólverjar sem koma hingað og eru kannski af öðrum uppruna eru líka Íslendingar.“ Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Innflytjendamál Tengdar fréttir Pólskt samfélag í áfalli Síðastliðinn fimmtudag átti sér stað hræðilegt atvik í Hafnarfirði. Ungur Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup. Meintir gerendur eru fjórir Íslenskir strákar á framhaldsskólaaldri, sem gerir þetta kannski en sorglegra. Þetta atvik er mikill harmleikur og hefur tekið mjög á pólskt samfélag hér á landi. 22. apríl 2023 18:00 „Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. 22. apríl 2023 17:46 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Á fimmtudagskvöld var pólskur karlmaður á þrítugsaldri stunginn til bana við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Fjórir ungir Íslendingar voru úrskuðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Martyna Ylfa Suszko er pólsk en hefur búið hér á landi síðan árið 2005. Hún starfrækir nú túlkaþjónustu og túlkar á milli pólsku og íslensku. Hún segir málið mikið áfall fyrir samfélag Pólverja hér á landi. „Fólk er bara að segja að þetta sé erfitt og það eru allir að velta fyrir sér hvort það hafi verið eitthvað hægt að gera til að koma í veg fyrir að svona ætti sér stað. Og það að hann var pólskur ríkisborgari, hvort það hafi eitthvað að gera með það.“ Martyna ítrekar að ekkert liggi fyrir um hvort þjóðerni mannsins tengist málinu með nokkrum hætti. Engu að síður velti Pólverjar hér á landi því fyrir sér og óttast það. Óbeinir fordómar í samfélaginu „Sérstaklega á Íslandi af því við erum svo öruggt samfélag; að eitthvað svona hafi átt sér stað þá er þetta særandi og veldur svolitlum ótta.“ Atburður sem þessi hafi djúpstæð áhrif á marga Pólverja sem hér búi, sem og Íslendinga sem eru af pólsku bergi brotnir. „Þegar svona gerist þá skapast svona rif á milli „við“ og „þið,“ og þá kannski líður Pólverjum eins og við séum ekki eins velkomin. Sem er bara mjög sorglegt að hugsa.“ Pólverjar mæti miklum óbeinum fordómum í samfélaginu, sem Martyna segir að berjast þurfi gegn. Hvað getur fólk gert til að sýna stuðning í kjölfar þessa áfalls? „Auðvitað að vinna í því að sýna umhyggju um hvort annað. Við erum samfélag og Pólverjar sem koma hingað og eru kannski af öðrum uppruna eru líka Íslendingar.“
Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Innflytjendamál Tengdar fréttir Pólskt samfélag í áfalli Síðastliðinn fimmtudag átti sér stað hræðilegt atvik í Hafnarfirði. Ungur Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup. Meintir gerendur eru fjórir Íslenskir strákar á framhaldsskólaaldri, sem gerir þetta kannski en sorglegra. Þetta atvik er mikill harmleikur og hefur tekið mjög á pólskt samfélag hér á landi. 22. apríl 2023 18:00 „Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. 22. apríl 2023 17:46 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Pólskt samfélag í áfalli Síðastliðinn fimmtudag átti sér stað hræðilegt atvik í Hafnarfirði. Ungur Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup. Meintir gerendur eru fjórir Íslenskir strákar á framhaldsskólaaldri, sem gerir þetta kannski en sorglegra. Þetta atvik er mikill harmleikur og hefur tekið mjög á pólskt samfélag hér á landi. 22. apríl 2023 18:00
„Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. 22. apríl 2023 17:46