Landsvirkjun fórni stærsta laxastofni Íslands? Elvar Örn Friðriksson skrifar 19. apríl 2023 22:32 Í þætti Kveiks á RÚV í gær var fjallað um virkjunaráform Landsvirkjunar í Þjórsá, nánar tiltekið Hvammsvirkjun. Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) heldur því fram að því miður sé framkvæmdin gríðarlega neikvæð fyrir villta laxastofna og lífríki Þjórsár. Landsvirkjun tekur ekki á alvarlegum vandamálum, sem við útlistum hér fyrir neðan, en ætlar samt sem áður að æða áfram og virkja. Laxastofninn í Þjórsá er sá stærsti á Íslandi og einn sá stærsti í Norður-Atlantshafi. Þetta er merkilegur stofn sem hefur aðlagast aðstæðum sínum í þúsundir ára. Verndarsjóður Villtra Laxastofna hefur ásamt fjölmörgun öðrum nattúruverndarsinnum og landeigendum á svæðinu árum saman bent á þá staðreynd að stofninum stafar hætta af virkjuninni og höfum við útvegað gögn sem sýna fram á hverju von er á. Hvammsvirkjun er skýrt dæmi um það hvernig á að eyðileggja náttúruna og finna svo út úr því seinna hvernig sé rétt að bregðast við skaðanum, ef það er á annað borð hægt. Þetta minnir óþægilega mikið á þá aðferðafræði sem norskir auðkýfingar með aðstoð íslenskra stjórnvalda hafa notað í sjókvíaeldi á Íslandi. Þ.e. æðum af stað og reynum svo að finna „mótvægisaðgerðir“ þegar umhverfisskaðinn verður ljós. Í þætti Kveiks benti oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps réttilega á það að hvergi hefur komið fram hvernig eigi að bregðast við ef laxastofnar og lífríki Þjórsár verða fyrir skaða. Þegar forstjóri Landsvirkjunar var spurður um málið kom fram að Landsvirkjun myndi bara sjá til þess að þetta væri í lagi. Ef laxinn kemst ekki upp ána þá ætla þeir einfaldlega að veiða laxana fyrir neðan og færa þá upp fyrir virkjun. Það hljómar eins og hvert annað grín. Við spyrjum hvernig sé hægt að ráðast í svona framkvæmd án þess að vita hver áhrifin eru á villta stofna, og hvernig á að bregðast við ef þessir stofnar skaðast. Hvernig er hægt að vinda ofan af óafturkræfum skaða? Hvers vegna er Hvammsvirkjun slæm fyrir laxastofna Þjórsár? - Lax leitar að sterkasta straumnum Landsvirkjun ætlar að breyta rennsli árinnar á þann hátt að kvíslin fyrir neðan virkjun hafi lágmarksrennsli upp á 10m3. Meðalrennsli í henni verði þó 40-60m3. Rennslið í dag er um 330m3. Fyrir neðan þessa kvísl kemur svo frárennslisskurður virkjunarinnar aftur út í árfarveg Þjórsár. Rennslið í frárennsliskurðinum mun vera margfalt meira en í kvíslinni. Laxar leita að sterkasta straumnum á leið sinni upp ána. Út af þessu mun frárennslisskurðurinn stoppa laxinn og gera honum mjög erfitt fyrir með að finna kvíslina sem hann þarf að synda upp í til að komast ofar í ána. -70% laxa fundu ekki farveginn í sambærilegri virkjun í Svíþjóð Sambærileg virkjun í ánni Umeälv í Svíþjóð bauð upp á sambærilegar aðstæður fyrir laxinn. Árið 1997 var gerð rannsókn á því hvernig sú virkjun hefði áhrif á göngumynstur laxins. Niðurstöður voru þær að 70% laxa fundu ekki farveginn sem þeir “áttu” að fara í. Það var ekki fyrr en að rennslið í kvíslinni hækkaði verulega að þeir fóru að rata þar upp. Að meðaltali tafði þetta gönguvegferð laxanna um 52 daga. Það er einfaldlega óásættanlegt inngrip inn í náttúrulegt ferli. -Skaðlegt að selflytja þúsundir villtra laxa Að ætla að veiða þúsundir laxa fyrir neðan virkjun og færa þá upp fyrir er einnig algjörlega óásættanlegt inngrip í náttúruna, og hvergi hefur komið fram hvernig í ósköpunum á að gera það án þess að valda skaða. -Laxaseiði hökkuð í túrbínum Landsvirkjunar Landsvirkjun heldur því fram að „seiðafleyta“ eigi að verða til þess að laxfiskaseiði á leið sinni niður ána muni komast leið sína ósködduð. Hins vegar má sjá í myndrænum framsetningum Landsvirkjunar að ekkert stoppar seiðin frá því að rata beint inn í túrbínurnar. Mikið traust er lagt á það að laxaseiðin haldi sig í yfirborðinu og rati þannig inn í seyðafleytuna. Það er hins vegar ekkert sem styður það að laxaseiðin muni halda sig alveg í yfirborðinu...þó að Landsvirkjun vilji það. Það er hegðun sem laxaseiði sýna fyrst og fremst þegar þau eru að synda í straum, ekki í uppistöðulóni. Aðal straumurinn, leiðir þau beint inn í túrbínurnar. Vatnsfallsvirkjanir hafa nú þegar þurrkað út laxastofna á mörgum stöðum í heiminum, og snýr laxaverndunarstarf á mörgum stöðum að því að fjarlægja hindranir og stíflur til þess að villtur lax komist aftur sína leið og geti ratað á hrygningastöðvar. Það er því ótrúlegt að nú eigi að ráðast í þessa miklu framkvæmd hér á landi án þess að geta staðhæft að villtir stofnar og lífríki muni ekki skaðast. Laxastofninn í Þjórsá er stærsti villti laxastofn landins og gríðalega mikivægur partur í lífríki Þjórsár. Ef að laxinn hverfur úr Þjórsá mun það hafa áhrif á allt annað lífríki, því að þetta helst jú allt í hendur. Líffræðilegur fjölbreytileiki mun skaðast og Þjórsá verður aldrei söm. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Rangárþing ytra Orkumál Stangveiði Elvar Örn Friðriksson Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í þætti Kveiks á RÚV í gær var fjallað um virkjunaráform Landsvirkjunar í Þjórsá, nánar tiltekið Hvammsvirkjun. Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) heldur því fram að því miður sé framkvæmdin gríðarlega neikvæð fyrir villta laxastofna og lífríki Þjórsár. Landsvirkjun tekur ekki á alvarlegum vandamálum, sem við útlistum hér fyrir neðan, en ætlar samt sem áður að æða áfram og virkja. Laxastofninn í Þjórsá er sá stærsti á Íslandi og einn sá stærsti í Norður-Atlantshafi. Þetta er merkilegur stofn sem hefur aðlagast aðstæðum sínum í þúsundir ára. Verndarsjóður Villtra Laxastofna hefur ásamt fjölmörgun öðrum nattúruverndarsinnum og landeigendum á svæðinu árum saman bent á þá staðreynd að stofninum stafar hætta af virkjuninni og höfum við útvegað gögn sem sýna fram á hverju von er á. Hvammsvirkjun er skýrt dæmi um það hvernig á að eyðileggja náttúruna og finna svo út úr því seinna hvernig sé rétt að bregðast við skaðanum, ef það er á annað borð hægt. Þetta minnir óþægilega mikið á þá aðferðafræði sem norskir auðkýfingar með aðstoð íslenskra stjórnvalda hafa notað í sjókvíaeldi á Íslandi. Þ.e. æðum af stað og reynum svo að finna „mótvægisaðgerðir“ þegar umhverfisskaðinn verður ljós. Í þætti Kveiks benti oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps réttilega á það að hvergi hefur komið fram hvernig eigi að bregðast við ef laxastofnar og lífríki Þjórsár verða fyrir skaða. Þegar forstjóri Landsvirkjunar var spurður um málið kom fram að Landsvirkjun myndi bara sjá til þess að þetta væri í lagi. Ef laxinn kemst ekki upp ána þá ætla þeir einfaldlega að veiða laxana fyrir neðan og færa þá upp fyrir virkjun. Það hljómar eins og hvert annað grín. Við spyrjum hvernig sé hægt að ráðast í svona framkvæmd án þess að vita hver áhrifin eru á villta stofna, og hvernig á að bregðast við ef þessir stofnar skaðast. Hvernig er hægt að vinda ofan af óafturkræfum skaða? Hvers vegna er Hvammsvirkjun slæm fyrir laxastofna Þjórsár? - Lax leitar að sterkasta straumnum Landsvirkjun ætlar að breyta rennsli árinnar á þann hátt að kvíslin fyrir neðan virkjun hafi lágmarksrennsli upp á 10m3. Meðalrennsli í henni verði þó 40-60m3. Rennslið í dag er um 330m3. Fyrir neðan þessa kvísl kemur svo frárennslisskurður virkjunarinnar aftur út í árfarveg Þjórsár. Rennslið í frárennsliskurðinum mun vera margfalt meira en í kvíslinni. Laxar leita að sterkasta straumnum á leið sinni upp ána. Út af þessu mun frárennslisskurðurinn stoppa laxinn og gera honum mjög erfitt fyrir með að finna kvíslina sem hann þarf að synda upp í til að komast ofar í ána. -70% laxa fundu ekki farveginn í sambærilegri virkjun í Svíþjóð Sambærileg virkjun í ánni Umeälv í Svíþjóð bauð upp á sambærilegar aðstæður fyrir laxinn. Árið 1997 var gerð rannsókn á því hvernig sú virkjun hefði áhrif á göngumynstur laxins. Niðurstöður voru þær að 70% laxa fundu ekki farveginn sem þeir “áttu” að fara í. Það var ekki fyrr en að rennslið í kvíslinni hækkaði verulega að þeir fóru að rata þar upp. Að meðaltali tafði þetta gönguvegferð laxanna um 52 daga. Það er einfaldlega óásættanlegt inngrip inn í náttúrulegt ferli. -Skaðlegt að selflytja þúsundir villtra laxa Að ætla að veiða þúsundir laxa fyrir neðan virkjun og færa þá upp fyrir er einnig algjörlega óásættanlegt inngrip í náttúruna, og hvergi hefur komið fram hvernig í ósköpunum á að gera það án þess að valda skaða. -Laxaseiði hökkuð í túrbínum Landsvirkjunar Landsvirkjun heldur því fram að „seiðafleyta“ eigi að verða til þess að laxfiskaseiði á leið sinni niður ána muni komast leið sína ósködduð. Hins vegar má sjá í myndrænum framsetningum Landsvirkjunar að ekkert stoppar seiðin frá því að rata beint inn í túrbínurnar. Mikið traust er lagt á það að laxaseiðin haldi sig í yfirborðinu og rati þannig inn í seyðafleytuna. Það er hins vegar ekkert sem styður það að laxaseiðin muni halda sig alveg í yfirborðinu...þó að Landsvirkjun vilji það. Það er hegðun sem laxaseiði sýna fyrst og fremst þegar þau eru að synda í straum, ekki í uppistöðulóni. Aðal straumurinn, leiðir þau beint inn í túrbínurnar. Vatnsfallsvirkjanir hafa nú þegar þurrkað út laxastofna á mörgum stöðum í heiminum, og snýr laxaverndunarstarf á mörgum stöðum að því að fjarlægja hindranir og stíflur til þess að villtur lax komist aftur sína leið og geti ratað á hrygningastöðvar. Það er því ótrúlegt að nú eigi að ráðast í þessa miklu framkvæmd hér á landi án þess að geta staðhæft að villtir stofnar og lífríki muni ekki skaðast. Laxastofninn í Þjórsá er stærsti villti laxastofn landins og gríðalega mikivægur partur í lífríki Þjórsár. Ef að laxinn hverfur úr Þjórsá mun það hafa áhrif á allt annað lífríki, því að þetta helst jú allt í hendur. Líffræðilegur fjölbreytileiki mun skaðast og Þjórsá verður aldrei söm. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun