Rashford fór með til Andalúsíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2023 08:00 Marcus Rashford hefur verið hættulegasti leikmaður Manchester United á leiktíðinni. EPA-EFE/Adam Vaughan Marcus Rashford ferðaðist með Manchester United til Andalúsíu þar sem liðið mætir Sevilla í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Einvígið er í járnum eftir 2-2 jafntefli á Old Trafford. Man United henti frá sér 2-0 forystu í fyrri leiknum en þar var Marcus Rashford hvergi sjáanlegur. Hann hafði nefnilega meiðst á nára í 2-0 sigrinum á Everton nokkrum dögum áður. Lagði Rashford þar upp annað mark liðsins sem Anthony Martial skoraði á 71. mínútu en tíu mínútum síðar var Rashford tekinn af velli. Í fyrri leiknum gegn Sevilla undu ósköpin yfir þar sem miðvörðurinn Lisandro Martínez braut bein í rist og verður frá keppni út tímabilið. Þá meiddist hinn miðvörður liðsins, Raphaël Varane, einnig í leiknum og gæti farið svo að hann sé einnig frá keppni. Í 2-0 sigrinum gegn Nottingham Forest um liðna helgi vantaði miðverðina tvo, Rashford, Luke Shaw, Tyrell Malacia, Marcel Sabitzer – sem skoraði bæði mörkin í fyrri leiknum gegn Sevilla – og Alejandro Garnacho. Manchester United hoped Marcus Rashford would be fit for Sevilla second leg but sight of him training today still a big lift for game tomorrow.Shaw, Malacia, Sabitzer all out at Carrington too. McTominay absent.#MUFC https://t.co/pC0n2XH5tJ— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) April 19, 2023 Erik Ten Hag hefur því verið ánægður með að Shaw, Malacia, Sabitzer og Rashford æfðu allir með Man United í gær, miðvikudag. Hvort Ten Hag taki sénsinn á að spila Rashford annað kvöld á eftir að koma í ljós en liðið mætir Brighton & Hove Albion í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar strax á sunnudag. Eitt er þó víst, Bruno Fernandes verður ekki með Man United í kvöld þar sem hann er í leikbanni. Hann ætti því að vera ferskur þegar Man United mætir Brighton á Wembley á sunnudag. Leikur Sevilla og Man United hefst klukkan 19.00 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sömu sögu er svo að segja af leiknum gegn Brighton á sunnudag. Fótbolti Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira
Man United henti frá sér 2-0 forystu í fyrri leiknum en þar var Marcus Rashford hvergi sjáanlegur. Hann hafði nefnilega meiðst á nára í 2-0 sigrinum á Everton nokkrum dögum áður. Lagði Rashford þar upp annað mark liðsins sem Anthony Martial skoraði á 71. mínútu en tíu mínútum síðar var Rashford tekinn af velli. Í fyrri leiknum gegn Sevilla undu ósköpin yfir þar sem miðvörðurinn Lisandro Martínez braut bein í rist og verður frá keppni út tímabilið. Þá meiddist hinn miðvörður liðsins, Raphaël Varane, einnig í leiknum og gæti farið svo að hann sé einnig frá keppni. Í 2-0 sigrinum gegn Nottingham Forest um liðna helgi vantaði miðverðina tvo, Rashford, Luke Shaw, Tyrell Malacia, Marcel Sabitzer – sem skoraði bæði mörkin í fyrri leiknum gegn Sevilla – og Alejandro Garnacho. Manchester United hoped Marcus Rashford would be fit for Sevilla second leg but sight of him training today still a big lift for game tomorrow.Shaw, Malacia, Sabitzer all out at Carrington too. McTominay absent.#MUFC https://t.co/pC0n2XH5tJ— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) April 19, 2023 Erik Ten Hag hefur því verið ánægður með að Shaw, Malacia, Sabitzer og Rashford æfðu allir með Man United í gær, miðvikudag. Hvort Ten Hag taki sénsinn á að spila Rashford annað kvöld á eftir að koma í ljós en liðið mætir Brighton & Hove Albion í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar strax á sunnudag. Eitt er þó víst, Bruno Fernandes verður ekki með Man United í kvöld þar sem hann er í leikbanni. Hann ætti því að vera ferskur þegar Man United mætir Brighton á Wembley á sunnudag. Leikur Sevilla og Man United hefst klukkan 19.00 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sömu sögu er svo að segja af leiknum gegn Brighton á sunnudag.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira