Njótum íslenska vorsins og alls þess sem það hefur upp á að bjóða Ingrid Kuhlman skrifar 20. apríl 2023 07:02 Að varðveita og njóta, sem kallast á ensku „savoring“, er sú athöfn að meta, taka inn og njóta jákvæðrar upplifunar, skynjunar eða tilfinningar. Þetta snýst um að taka fullan þátt í augnablikinu og beina athyglinni vísvitandi á ánægjulega þætti upplifunar í þeim tilgangi til að auka hamingjutilfinningar og þakklæti. Við getum t.d. varðveitt og notið dýrindis máltíðar, góðrar tónlistar, gæðastundar með ástvinum, Norðurljósanna eða fagurs útsýnis. Eða notið þess að sitja á ströndinni og finna fyrir hafgolunni á meðan við horfum á sólsetrið. Að varðveita og njóta getur stuðlað að því að við verðum meðvitaðri um jákvæðar hliðar lífsins og finnum fyrir aukinni vellíðan. Unsplash Margar leiðir til að varðveita og njóta Vorið er frábært tækifæri til að njóta einstakrar upplifunar sem þessi árstíð hefur í för með sér. Hér eru nokkrar tillögur til að njóta vorsins: Verðu tíma utandyra: Farðu í göngutúr eða hjólaferð til að njóta veðursins og fylgistu með náttúrunni þegar hún vaknar til lífsins. Andaðu að þér fersku lofti og taktu eftir því sem þú sérð, heyrir, getur snert og finnur lykt af. Það hjálpar til við að dýpka þakklætið og ánægjuna. Hægðu á þér: Gefðu þér tíma til að taka upplifunina inn að fullu. Að flýta sér í gegnum upplifun eða athöfn getur komið í veg fyrr að þú njótir jákvæðu hliðanna. Með því að hægja á þér gefur þú þér tækifæri til að taka betur eftir. Taktu eftir gróðursprettunni: Vorið er tíminn þegar tré og blóm byrja að spretta. Gefðu litum og ilmum plantnanna gaum. Heimsæktu grasagarð til að sökkva þér niður í fegurð árstíðarinnar. Leyfðu þér að finna fyrir þakklæti, gleði og ánægju. Taktu þátt í vorverkum: Taktu þátt í árstíðabundnum athöfnum eins og garðvinnu eða lautarferð. Hoppaðu á trampólíni eða fljúgðu flugdreka. Athafnir sem þessar geta hjálpað þér við að tengjast kjarna vorsins og skapa dýrmætar minningar. Æfðu núvitund: Einbeittu þér að líðandi stundu og fylgistu með umhverfinu án þess að dæma það eða reyna að breyta því. Gefðu þér tíma til að taka eftir smáatriðum, eins og t.d. sólinni á húðinni, aukinni dagsbirtu eða fuglasöng. Forðastu truflanir: Til að einbeita þér betur að upplifuninni er gott að lágmarka utanaðkomandi truflanir eins og frá snjalltækjum eða tónlist. Með því geturðu sökkt þér að fullu niður í augnablikið og notið þess á áhrifaríkari hátt. Deildu með öðrum: Njóttu vorsins með vinum og fjölskyldu með því að skipuleggja útisamkomur, borða saman eða taka þátt í árstíðabundnum viðburðum eins og t.d. útitónleikum eða götugrilli. Hugleiddu vöxt og endurnýjun: Vorið er tímabil endurfæðingar og nýs upphafs. Notaðu þennan tíma til að setja þér persónuleg markmið, taka breytingum fagnandi og einbeita þér að því að bæta þig. Með því að einblína á ofangreinda þætti getur þú notið alls hins góða sem íslenska vorið hefur upp á að bjóða. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Buckinghamshire New University. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Að varðveita og njóta, sem kallast á ensku „savoring“, er sú athöfn að meta, taka inn og njóta jákvæðrar upplifunar, skynjunar eða tilfinningar. Þetta snýst um að taka fullan þátt í augnablikinu og beina athyglinni vísvitandi á ánægjulega þætti upplifunar í þeim tilgangi til að auka hamingjutilfinningar og þakklæti. Við getum t.d. varðveitt og notið dýrindis máltíðar, góðrar tónlistar, gæðastundar með ástvinum, Norðurljósanna eða fagurs útsýnis. Eða notið þess að sitja á ströndinni og finna fyrir hafgolunni á meðan við horfum á sólsetrið. Að varðveita og njóta getur stuðlað að því að við verðum meðvitaðri um jákvæðar hliðar lífsins og finnum fyrir aukinni vellíðan. Unsplash Margar leiðir til að varðveita og njóta Vorið er frábært tækifæri til að njóta einstakrar upplifunar sem þessi árstíð hefur í för með sér. Hér eru nokkrar tillögur til að njóta vorsins: Verðu tíma utandyra: Farðu í göngutúr eða hjólaferð til að njóta veðursins og fylgistu með náttúrunni þegar hún vaknar til lífsins. Andaðu að þér fersku lofti og taktu eftir því sem þú sérð, heyrir, getur snert og finnur lykt af. Það hjálpar til við að dýpka þakklætið og ánægjuna. Hægðu á þér: Gefðu þér tíma til að taka upplifunina inn að fullu. Að flýta sér í gegnum upplifun eða athöfn getur komið í veg fyrr að þú njótir jákvæðu hliðanna. Með því að hægja á þér gefur þú þér tækifæri til að taka betur eftir. Taktu eftir gróðursprettunni: Vorið er tíminn þegar tré og blóm byrja að spretta. Gefðu litum og ilmum plantnanna gaum. Heimsæktu grasagarð til að sökkva þér niður í fegurð árstíðarinnar. Leyfðu þér að finna fyrir þakklæti, gleði og ánægju. Taktu þátt í vorverkum: Taktu þátt í árstíðabundnum athöfnum eins og garðvinnu eða lautarferð. Hoppaðu á trampólíni eða fljúgðu flugdreka. Athafnir sem þessar geta hjálpað þér við að tengjast kjarna vorsins og skapa dýrmætar minningar. Æfðu núvitund: Einbeittu þér að líðandi stundu og fylgistu með umhverfinu án þess að dæma það eða reyna að breyta því. Gefðu þér tíma til að taka eftir smáatriðum, eins og t.d. sólinni á húðinni, aukinni dagsbirtu eða fuglasöng. Forðastu truflanir: Til að einbeita þér betur að upplifuninni er gott að lágmarka utanaðkomandi truflanir eins og frá snjalltækjum eða tónlist. Með því geturðu sökkt þér að fullu niður í augnablikið og notið þess á áhrifaríkari hátt. Deildu með öðrum: Njóttu vorsins með vinum og fjölskyldu með því að skipuleggja útisamkomur, borða saman eða taka þátt í árstíðabundnum viðburðum eins og t.d. útitónleikum eða götugrilli. Hugleiddu vöxt og endurnýjun: Vorið er tímabil endurfæðingar og nýs upphafs. Notaðu þennan tíma til að setja þér persónuleg markmið, taka breytingum fagnandi og einbeita þér að því að bæta þig. Með því að einblína á ofangreinda þætti getur þú notið alls hins góða sem íslenska vorið hefur upp á að bjóða. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Buckinghamshire New University.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun