Arnar Grétarsson: Það var ekki það sem varð okkur að falli í dag Sverrir Mar Smárason skrifar 16. apríl 2023 22:18 Arnar Grétarsson tók við Val í vetur. Vísir/Pawel Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ósáttur með niðurstöðu leiksins og fannst hans lið eiga meira skilið en 0-2 tap gegn Breiðablik á heimavelli. „Þetta eru náttúrlega bara vonbrigði. Maður er ósáttur með að tapa leiknum. Ég er mjög sáttur við frammistöðuna. Erfiðar aðstæður og fáum mark á okkur stuttu eftir að við erum að sleppa í gegn þar sem Tryggvi er kannski smá klaufi og hefði getað gert betur en Anton Ari náði að gera vel. Svo í kjölfarið fáum við á okkur frekar ódýrt mark. Mér fannst við eiga skilið allavega að fara með jafna stöðu í hálfleik ef ekki einu marki yfir. Mér fannst við heilt yfir í fyrri hálfleik en erfitt að spila við þessar aðstæður. Þetta var jafn leikur og tvö lið sem ætluðu að sækja þessi stig. Svo féll þetta þeirra megin í dag,“ sagði Arnar. Liðunum gekk báðum illa að skapa sér álitleg marktækifæri í leiknum í kvöld og þá sérstaklega Valsmönnum sem ógnuðu nánast ekkert að marki Blika í leiknum. „Það er bara í svona leikjum þegar aðstæðurnar gera erfitt fyrir. Mikið að sendingum sem drífa ekki. Ég held að flest færi Blika í seinni hafi verið að menn voru að senda eitthvað út til hliða og við fáum keyrslu á okkur því sendingarnar eru ekki nógu fastar eða slíkt. Tryggvi vippar rétt yfir, skotið frá Guðmundi Andra og nokkrum sinnum komumst við upp. Það er í svona leikjum ekkert mikið um dauðafæri. Við vorum að kíkja á tölfræðina og það er allt mjög svipað. Munurinn er sá að þeir skora mark í fyrri hálfleik og við þurftum að elta leikinn. Það gekk illa að skapa færi í seinni hálfleik og mér fannst að þegar við vorum komnir upp á síðasta þriðjung þá voru smá erfiðleikar. Heilt yfir er ég ánægður með frammistöðuna en ósáttur við úrslitin,“ sagði Arnar. Ákjósanlegt hafsentapar Vals er á meiðslalistanum. Hólmar Örn hefur verið að glíma við nárameiðsli undanfarnar vikur og Elfar Freyr meiddist einnig í nára í gær. „Elli var að meiðast fyrir stuttu en ég held að það sé stutt í Hólmar. Mér fannst báðir strákarnir sem voru þarna í dag (Haukur Páll og Hlynur Freyr) leysa þetta mjög vel. Leiðinlegt fyrir Hlyn að sendingin hans út gerir það að verkum að þeir skora þetta annað mark. Það var ekki það sem varð okkur að falli í dag. Það er oft þunn lína á milli og þetta féll Blikamegin í dag en það er nóg eftir í þessu,“ sagði Arnar að lokum. Íslenski boltinn Valur Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Breiðablik 0-2 | Íslandsmeistararnir komnir á blað Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir súrt tap gegn HK í 1. umferð. Meistararnir unnu góðan 2-0 útisigur á Val í kvöld og eru komnir á blað. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 21:54 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
„Þetta eru náttúrlega bara vonbrigði. Maður er ósáttur með að tapa leiknum. Ég er mjög sáttur við frammistöðuna. Erfiðar aðstæður og fáum mark á okkur stuttu eftir að við erum að sleppa í gegn þar sem Tryggvi er kannski smá klaufi og hefði getað gert betur en Anton Ari náði að gera vel. Svo í kjölfarið fáum við á okkur frekar ódýrt mark. Mér fannst við eiga skilið allavega að fara með jafna stöðu í hálfleik ef ekki einu marki yfir. Mér fannst við heilt yfir í fyrri hálfleik en erfitt að spila við þessar aðstæður. Þetta var jafn leikur og tvö lið sem ætluðu að sækja þessi stig. Svo féll þetta þeirra megin í dag,“ sagði Arnar. Liðunum gekk báðum illa að skapa sér álitleg marktækifæri í leiknum í kvöld og þá sérstaklega Valsmönnum sem ógnuðu nánast ekkert að marki Blika í leiknum. „Það er bara í svona leikjum þegar aðstæðurnar gera erfitt fyrir. Mikið að sendingum sem drífa ekki. Ég held að flest færi Blika í seinni hafi verið að menn voru að senda eitthvað út til hliða og við fáum keyrslu á okkur því sendingarnar eru ekki nógu fastar eða slíkt. Tryggvi vippar rétt yfir, skotið frá Guðmundi Andra og nokkrum sinnum komumst við upp. Það er í svona leikjum ekkert mikið um dauðafæri. Við vorum að kíkja á tölfræðina og það er allt mjög svipað. Munurinn er sá að þeir skora mark í fyrri hálfleik og við þurftum að elta leikinn. Það gekk illa að skapa færi í seinni hálfleik og mér fannst að þegar við vorum komnir upp á síðasta þriðjung þá voru smá erfiðleikar. Heilt yfir er ég ánægður með frammistöðuna en ósáttur við úrslitin,“ sagði Arnar. Ákjósanlegt hafsentapar Vals er á meiðslalistanum. Hólmar Örn hefur verið að glíma við nárameiðsli undanfarnar vikur og Elfar Freyr meiddist einnig í nára í gær. „Elli var að meiðast fyrir stuttu en ég held að það sé stutt í Hólmar. Mér fannst báðir strákarnir sem voru þarna í dag (Haukur Páll og Hlynur Freyr) leysa þetta mjög vel. Leiðinlegt fyrir Hlyn að sendingin hans út gerir það að verkum að þeir skora þetta annað mark. Það var ekki það sem varð okkur að falli í dag. Það er oft þunn lína á milli og þetta féll Blikamegin í dag en það er nóg eftir í þessu,“ sagði Arnar að lokum.
Íslenski boltinn Valur Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Breiðablik 0-2 | Íslandsmeistararnir komnir á blað Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir súrt tap gegn HK í 1. umferð. Meistararnir unnu góðan 2-0 útisigur á Val í kvöld og eru komnir á blað. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 21:54 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Breiðablik 0-2 | Íslandsmeistararnir komnir á blað Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir súrt tap gegn HK í 1. umferð. Meistararnir unnu góðan 2-0 útisigur á Val í kvöld og eru komnir á blað. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 21:54