Norður-Kórea gerir prófanir á langdrægum flugskeytum Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. apríl 2023 23:58 Kim Jong-Un messar yfir sínum mönnum. KCNA Yfirvöld í Norður-Kóreu tilkynntu í dag að herinn þar í landi hafi gert prófanir á nýju langdrægu flugskeyti. Norður-kóreski ríkismiðillinn KCNA segir flugskeytið „kröftugasta“ vopnið í vaxandi kjarnorkuvopnabúri landsins sem verði beitt gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra í Asíu. Tilkynning KCNA kemur degi eftir að nágrannarnir í Suður-Kóreu urðu varir við eldflaugaskot nálægt Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Frá byrjun árs 2022 hefur norður-kóreski herinn framkvæmt prófanir á meira en 100 flugskeytum sem hefur verið skotið á haf út. Óvinir munu „finna til gífurlegs uggs og ótta“ Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, mun hafa verið viðstaddur prófunina samkvæmt KCNA. Hann sagði flugskeytið, sem hefur fengið nafnið Hwasong-18, munu efla hæfni hersins til gagnsókna frammi fyrir vaxandi utanaðkomandi ógn. Kim hét því að hann myndi stækka við kjarnorkuvopnabúr sitt svo óvinir hans myndu „finna til gífurlegs uggs og ótta frammi fyrir óyfirstíganlegri ógn og steypa sér í eftirsjá og örvæntingu yfir ákvörðunum sínum.“ Norður-kóresk yfirvöld hafa réttlætt vopnaprófanir sínar sem viðbrögð við auknum hernaðarumsvifum bæði Bandaríkjanna og Suður-Kóreu sem þau hafa lýst sem innrásaræfingum. Íbúar Seoul í Suður-Kóreu fylgjast með Kim Jong-Un á skjánumAP/Lee Jin-man Norður-Kórea Hernaður Suður-Kórea Tengdar fréttir Loftvarnaflautur þeyttar á Hokkaido Enn eitt eldflaugaskotið frá Norður-Kóreu varð til þess að íbúum á japönsku eyjunni Hokkaido var gert að yfirgefa heimili sín í nótt. 13. apríl 2023 07:23 Æfðu kjarnorkuárás á Suður-Kóreu Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafði umsjón með æfingum hersins fyrir kjarnorkugagnárás á Suður-Kóreu um helgina. Yfirlýst markmið æfinganna var að slá ótta í brjóst fjandríkja landsins. 20. mars 2023 09:04 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Tilkynning KCNA kemur degi eftir að nágrannarnir í Suður-Kóreu urðu varir við eldflaugaskot nálægt Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Frá byrjun árs 2022 hefur norður-kóreski herinn framkvæmt prófanir á meira en 100 flugskeytum sem hefur verið skotið á haf út. Óvinir munu „finna til gífurlegs uggs og ótta“ Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, mun hafa verið viðstaddur prófunina samkvæmt KCNA. Hann sagði flugskeytið, sem hefur fengið nafnið Hwasong-18, munu efla hæfni hersins til gagnsókna frammi fyrir vaxandi utanaðkomandi ógn. Kim hét því að hann myndi stækka við kjarnorkuvopnabúr sitt svo óvinir hans myndu „finna til gífurlegs uggs og ótta frammi fyrir óyfirstíganlegri ógn og steypa sér í eftirsjá og örvæntingu yfir ákvörðunum sínum.“ Norður-kóresk yfirvöld hafa réttlætt vopnaprófanir sínar sem viðbrögð við auknum hernaðarumsvifum bæði Bandaríkjanna og Suður-Kóreu sem þau hafa lýst sem innrásaræfingum. Íbúar Seoul í Suður-Kóreu fylgjast með Kim Jong-Un á skjánumAP/Lee Jin-man
Norður-Kórea Hernaður Suður-Kórea Tengdar fréttir Loftvarnaflautur þeyttar á Hokkaido Enn eitt eldflaugaskotið frá Norður-Kóreu varð til þess að íbúum á japönsku eyjunni Hokkaido var gert að yfirgefa heimili sín í nótt. 13. apríl 2023 07:23 Æfðu kjarnorkuárás á Suður-Kóreu Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafði umsjón með æfingum hersins fyrir kjarnorkugagnárás á Suður-Kóreu um helgina. Yfirlýst markmið æfinganna var að slá ótta í brjóst fjandríkja landsins. 20. mars 2023 09:04 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Loftvarnaflautur þeyttar á Hokkaido Enn eitt eldflaugaskotið frá Norður-Kóreu varð til þess að íbúum á japönsku eyjunni Hokkaido var gert að yfirgefa heimili sín í nótt. 13. apríl 2023 07:23
Æfðu kjarnorkuárás á Suður-Kóreu Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafði umsjón með æfingum hersins fyrir kjarnorkugagnárás á Suður-Kóreu um helgina. Yfirlýst markmið æfinganna var að slá ótta í brjóst fjandríkja landsins. 20. mars 2023 09:04
Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56