„Stimplaður óþekkur“ sökum vanþekkingar skólastjórnenda Máni Snær Þorláksson skrifar 13. apríl 2023 15:59 Hafdís Elva Guðjónsdóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir ræddu um stöðu barna með einhverfu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bylgjan Móðir drengs með ódæmigerða einhverfu segir son sinn ekki njóta skilnings í skólanum sökum vanþekkingar skólastjórnenda. Hún furðar sig á því að hann hafi ekki fengið pláss á sérdeild, þar fengi hann meiri skilning. „Hann er búinn að eiga rosalega erfitt í skólanum, er stöðugt að flýja. Hann er stimplaður óþekkur og í mótþróa en það er náttúrulega umhverfið sem þarf að laga í kringum hann, aðlaga að honum. Hann er bara ekki að höndla það að vera í stórum bekk þar sem eru mikil læti,“ segir Hafdís Elva Guðjónsdóttir, móðir drengsins, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Hafdís segir að það sé sérdeild í skólanum sem hann er í en að hann komist ekki þangað inn. „Þau mega ekki bæta inn á miðjum vetri, það er tekið inn einu sinni á ári og það eru bara ákveðið mörg börn sem komast að,“ segir hún. Þá útskýrir Hafdís í viðtalinu hvað hún á við með því þegar hún talar um vanþekkingu hjá stjórnendum skólans: „Vanþekkingin finnst mér vera á því sviði að þegar hann er að flýja heim þá er hann að fara út af vanlíðan. Hann er ekki að höndla aðstæður, það virðist ekki vera fullur skilningur fyrir því. Það er bara litið svo á að hann ákveði að hann vilji ekki að vera þarna lengur.“ Hún segir að ef sonur hennar væri á sérdeildinni þá fengi hann miklu meira utanumhald. Þar sé umhverfið aðlagað að hans sérþörfum. Sama sagan á hverju vori Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Einhverfusamtakanna, var einnig til viðtals. Hún segir samtökin heyra það á hverju einasta vori að það vanti pláss á sérdeildum. „Það er bara þannig að það er mikilvægt að hafa þetta val,“ segir hún. „Mjög margir vilja vera inni í venjulegum bekk og höndla það, aðrir þurfa og vilja annars konar aðstæður. Það virðist alltaf skorta þessi sömu þrjátíu pláss á hverju vori. Mig langar að leggja áherslu á það að fyrir einhverfa krakka og einhverft fólk þá er mjög erfitt að díla við óvissu.“ Hún segir að þess vegna sé svo erfitt að börn með einhverfu fái ekki að vita um vorið hvar það verður í skóla um haustið. „Þau sem þurfa í raun og veru enn frekar á þessum undirbúningi að halda, þau fá hann ekki. Það er risastórt mál.“ Hafdís segist sjá það í umræðunni hjá öðrum foreldrum barna með einhverfu að hún sé ekki sú eina sem er komin með nóg af ástandinu: „Það eru allir einhvern veginn orkulausir og búnir á því, hafa ekki orku í að berjast, það eru allir með sömu söguna.“ Skóla - og menntamál Bítið Grunnskólar Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
„Hann er búinn að eiga rosalega erfitt í skólanum, er stöðugt að flýja. Hann er stimplaður óþekkur og í mótþróa en það er náttúrulega umhverfið sem þarf að laga í kringum hann, aðlaga að honum. Hann er bara ekki að höndla það að vera í stórum bekk þar sem eru mikil læti,“ segir Hafdís Elva Guðjónsdóttir, móðir drengsins, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Hafdís segir að það sé sérdeild í skólanum sem hann er í en að hann komist ekki þangað inn. „Þau mega ekki bæta inn á miðjum vetri, það er tekið inn einu sinni á ári og það eru bara ákveðið mörg börn sem komast að,“ segir hún. Þá útskýrir Hafdís í viðtalinu hvað hún á við með því þegar hún talar um vanþekkingu hjá stjórnendum skólans: „Vanþekkingin finnst mér vera á því sviði að þegar hann er að flýja heim þá er hann að fara út af vanlíðan. Hann er ekki að höndla aðstæður, það virðist ekki vera fullur skilningur fyrir því. Það er bara litið svo á að hann ákveði að hann vilji ekki að vera þarna lengur.“ Hún segir að ef sonur hennar væri á sérdeildinni þá fengi hann miklu meira utanumhald. Þar sé umhverfið aðlagað að hans sérþörfum. Sama sagan á hverju vori Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Einhverfusamtakanna, var einnig til viðtals. Hún segir samtökin heyra það á hverju einasta vori að það vanti pláss á sérdeildum. „Það er bara þannig að það er mikilvægt að hafa þetta val,“ segir hún. „Mjög margir vilja vera inni í venjulegum bekk og höndla það, aðrir þurfa og vilja annars konar aðstæður. Það virðist alltaf skorta þessi sömu þrjátíu pláss á hverju vori. Mig langar að leggja áherslu á það að fyrir einhverfa krakka og einhverft fólk þá er mjög erfitt að díla við óvissu.“ Hún segir að þess vegna sé svo erfitt að börn með einhverfu fái ekki að vita um vorið hvar það verður í skóla um haustið. „Þau sem þurfa í raun og veru enn frekar á þessum undirbúningi að halda, þau fá hann ekki. Það er risastórt mál.“ Hafdís segist sjá það í umræðunni hjá öðrum foreldrum barna með einhverfu að hún sé ekki sú eina sem er komin með nóg af ástandinu: „Það eru allir einhvern veginn orkulausir og búnir á því, hafa ekki orku í að berjast, það eru allir með sömu söguna.“
Skóla - og menntamál Bítið Grunnskólar Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira