Fékk frí í skólanum og öskraði þar til pabbi vann Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2023 09:00 Diar, dóttir DeMar DeRozan, vakti mikla athygli með öskrum sínum þegar leikmenn Toronto Raptors reyndu að setja niður vítaskot. Skjáskot/ESPN Chicago Bulls gróf sig upp úr djúpri holu og hélt sér á lífi í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöld með 109-105 sigri gegn Toronto Raptors, þar sem dóttir DeMar DeRozan vakti mikla athygli. Oklahoma City Thunder sendi New Orleans Pelicans í sumarfrí með 123-118 sigri. Um var að ræða leiki á milli liðanna í 9. og 10. sæti, í annars vegar austurdeild og hins vegar vesturdeild. Tapliðin eru komin í sumarfrí en sigurliðin geta tryggt sér síðustu lausu sætin í úrslitakeppninni. Chicago spilar nú við Miami Heat en Oklahoma mætir Minnesota Timberwolves, og fara leikirnir fram annað kvöld. Chicago eða Miami mun svo mæta Milwaukee Bucks en sigurliðið úr hinu einvíginu mætir Denver Nuggets í úrslitakeppninni. Dóttirin öskraði og Toronto aldrei nýtt vítin verr Chicago lenti 19 stigum undir í þriðja leikhluta gegn Toronto í gærkvöld en þrátt fyrir lélega hittni utan þriggja stiga línunnar tókst Chicago að lokum að landa sigri. Eitt af því sem hjálpaði Chicago að landa sigrinum var að Toronto nýtti aðeins 18 af 36 vítum sínum í leiknum. Dóttir DeRozan, Diar, gæti þar hafa haft sitt að segja, eða öskra, því allir í húsinu og sjónvarpsáhorfendur heyrðu vel þegar hún öskraði til að trufla vítaskyttur Toronto. Hér að neðan má heyra öskrin sem urðu meðal annars að umræðuefni lýsenda ESPN þegar leið á leikinn. DeRozan sagði frá því eftir leik að hann hefði leyft dóttur sinni að sleppa skóladegi til að mæta til Toronto og sjá leikinn en feðginin þekkja þar vel til eftir að DeRozan spilaði með Toronto. „Ég er ánægður með að hafa leyft henni það [að koma á leikinn]. Ég hlýt að skulda henni einhvern pening,“ sagði DeRozan glaðbeittur eftir sigurinn en Toronto hafði aldrei á leiktíðinni nýtt vítin sín eins illa og í gærkvöld. DeRozan sagði hins vegar ljóst að dóttirin yrði ekki á leiknum við Miami á morgun enda þyrfti hún að mæta í skólann. Zach LaVine var annars í aðalhlutverki hjá Chicago með 39 stig og DeRozan skoraði 23 gegn sínu gamla liði. Hjá Toronto var Pascal Siakam með 32 stig og Fred VanVleet skoraði 26 stig og tók 12 fráköst, en tímabilið verður að flokkast sem vonbrigði hjá liðinu sem nú getur farið að undirbúa sig fyrir næstu leiktíð. NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Sjá meira
Um var að ræða leiki á milli liðanna í 9. og 10. sæti, í annars vegar austurdeild og hins vegar vesturdeild. Tapliðin eru komin í sumarfrí en sigurliðin geta tryggt sér síðustu lausu sætin í úrslitakeppninni. Chicago spilar nú við Miami Heat en Oklahoma mætir Minnesota Timberwolves, og fara leikirnir fram annað kvöld. Chicago eða Miami mun svo mæta Milwaukee Bucks en sigurliðið úr hinu einvíginu mætir Denver Nuggets í úrslitakeppninni. Dóttirin öskraði og Toronto aldrei nýtt vítin verr Chicago lenti 19 stigum undir í þriðja leikhluta gegn Toronto í gærkvöld en þrátt fyrir lélega hittni utan þriggja stiga línunnar tókst Chicago að lokum að landa sigri. Eitt af því sem hjálpaði Chicago að landa sigrinum var að Toronto nýtti aðeins 18 af 36 vítum sínum í leiknum. Dóttir DeRozan, Diar, gæti þar hafa haft sitt að segja, eða öskra, því allir í húsinu og sjónvarpsáhorfendur heyrðu vel þegar hún öskraði til að trufla vítaskyttur Toronto. Hér að neðan má heyra öskrin sem urðu meðal annars að umræðuefni lýsenda ESPN þegar leið á leikinn. DeRozan sagði frá því eftir leik að hann hefði leyft dóttur sinni að sleppa skóladegi til að mæta til Toronto og sjá leikinn en feðginin þekkja þar vel til eftir að DeRozan spilaði með Toronto. „Ég er ánægður með að hafa leyft henni það [að koma á leikinn]. Ég hlýt að skulda henni einhvern pening,“ sagði DeRozan glaðbeittur eftir sigurinn en Toronto hafði aldrei á leiktíðinni nýtt vítin sín eins illa og í gærkvöld. DeRozan sagði hins vegar ljóst að dóttirin yrði ekki á leiknum við Miami á morgun enda þyrfti hún að mæta í skólann. Zach LaVine var annars í aðalhlutverki hjá Chicago með 39 stig og DeRozan skoraði 23 gegn sínu gamla liði. Hjá Toronto var Pascal Siakam með 32 stig og Fred VanVleet skoraði 26 stig og tók 12 fráköst, en tímabilið verður að flokkast sem vonbrigði hjá liðinu sem nú getur farið að undirbúa sig fyrir næstu leiktíð.
NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti