Paypal kastar íslenskum aurum Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2023 22:25 Breytingarnar sem Paypal boðar eru sagðar í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands. Allar greiðslur á Íslandi hafa verið í heilum krónum frá árinu 2003. Vísir/Vilhelm Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. Íslenskir notendur Paypal fengu tilkynningu um allar færslur yrðu í heilum krónum frá og með föstudeginum 14. apríl í tölvupósti í dag. Vísað var til leiðbeininga Seðlabanka Íslands. Öll helstu greiðslukortakerfi muni skipta yfir í heiltölukerfið. Lokað verður fyrir greiðslur í íslenskum krónum frá 14. til 18. apríl vegna breytinganna. Paypal segir það gert til þess að liðka fyrir breytingunum og koma í veg fyrir fjársvik eða að notendur tapi fjármunum. Aftur verður opnað fyrir greiðslur í íslenskum krónum 19. apríl en þá verða allar allar færslur með aukastöfum námundaðar að næstu heiltölu. Frá og með 18. apríl eiga fyrirtæki og söluaðilar sem taka við greiðslu í íslenskum krónum að hætta að senda út kröfur með aukastöfum. Paypal muni þá námunda upphæðirnar. Heildarfjárhæðir allra krafna og reikninga hafa verið í heilum krónum á Íslandi frá 1. október 2003. Enn lengra er frá því að hætt var að slá auramyntir á Íslandi. Hætt var að gefa út fimm aurinn árið 1985 og tíu og fimmtíu aura myntirnar árið 1990, að því er kemur fram á Vísindavefnum. Uppfært 13.4. 2023 Seðlabankinn segir tilkynningu tilkomna vegna breytingar sem erlendar kortasamsteypur og íslenskir færsluhirðar taka upp dagana 14.-15. apríl. Ekkert muni breytast gagnvart íslenskum korthöfum. Ekki sé verið að útrýma aurum og einingarverð einstakra vara á Íslandi geti áfram verið tilgreint í aurum þó að heildarfjárhæð kortafærslu sé tilgreint í heilum krónum. Greiðslumiðlun Seðlabankinn Íslenska krónan Tengdar fréttir Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Íslenskir notendur Paypal fengu tilkynningu um allar færslur yrðu í heilum krónum frá og með föstudeginum 14. apríl í tölvupósti í dag. Vísað var til leiðbeininga Seðlabanka Íslands. Öll helstu greiðslukortakerfi muni skipta yfir í heiltölukerfið. Lokað verður fyrir greiðslur í íslenskum krónum frá 14. til 18. apríl vegna breytinganna. Paypal segir það gert til þess að liðka fyrir breytingunum og koma í veg fyrir fjársvik eða að notendur tapi fjármunum. Aftur verður opnað fyrir greiðslur í íslenskum krónum 19. apríl en þá verða allar allar færslur með aukastöfum námundaðar að næstu heiltölu. Frá og með 18. apríl eiga fyrirtæki og söluaðilar sem taka við greiðslu í íslenskum krónum að hætta að senda út kröfur með aukastöfum. Paypal muni þá námunda upphæðirnar. Heildarfjárhæðir allra krafna og reikninga hafa verið í heilum krónum á Íslandi frá 1. október 2003. Enn lengra er frá því að hætt var að slá auramyntir á Íslandi. Hætt var að gefa út fimm aurinn árið 1985 og tíu og fimmtíu aura myntirnar árið 1990, að því er kemur fram á Vísindavefnum. Uppfært 13.4. 2023 Seðlabankinn segir tilkynningu tilkomna vegna breytingar sem erlendar kortasamsteypur og íslenskir færsluhirðar taka upp dagana 14.-15. apríl. Ekkert muni breytast gagnvart íslenskum korthöfum. Ekki sé verið að útrýma aurum og einingarverð einstakra vara á Íslandi geti áfram verið tilgreint í aurum þó að heildarfjárhæð kortafærslu sé tilgreint í heilum krónum.
Greiðslumiðlun Seðlabankinn Íslenska krónan Tengdar fréttir Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22