Fleiri farþegar skemmtiferðaskipa hefja eða ljúka ferðinni í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2023 19:31 Ísland er í vaxandi mæli orðið miðstöð siglinga farþegaskipa þvert yfir Atlantshafið sem þýðir mikla fjölgun skiptifarþega í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Mun fleiri farþegar skemmtiferðaskipa hefja eða enda ferð sína í Reykjavík en áður og skila því meiri tekjum til íslenskra þjónustufyrirtækja. Byggja á nýja fimm þúsund fermetra móttökumiðstöð í Sundahöfn á næstu tveimur árum. Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri Faxaflóahafna segir von er á miklum fjölda skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur í sumar. Þau verði stærri og með fleiri farþega en áður. Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri Faxaflóahafna segir farþegamiðstöðina á Skarfabakka komna með svipað hlutverk og Keflavíkurflugvöllur.Stöð 2/Egill „Þetta verða tæplega 270 skip í sumar og 280 þúsund farþegar í heildina.“ Er þetta miklu meira en í fyrra og kannski 2019? „Já þetta er heilmikil aukning frá í fyrra og þó nokkur aukning frá 2019 sem var metár,“ segir Sigurður Jökull. Klippa: Fleiri farþegar skemmtiferðaskipa hefja eða ljúka ferðinni í Reykjavík Á árum áður var algengast að farþegar skemmtiferðaskipa hefðu skamma dvöl í Reykjavík og komu þau flest frá Evrópu. Farþegar stoppuðu kannski í einn dag áður en haldið var aftur til skips. Nú er hins vegar orðið algengt að farþegar hefji eða endi siglingu sína í Reykjavík og stoppi lengur. Reykjavíkurhöfn fer því að líkjast Keflavíkurflugvelli sem miðstöð fyrir farþega. „Og við erum að bregðast við því með farþegamiðstöð hér á Skarfabakkanum þar sem við stöndum. Til stendur að reisa varanlega farþegamiðstöð sem verður tilbúinn 2025. Aðstaðan til móttöku farþega skemmtiferðaskipa á Skarfabakka í Reykjavík er löngu sprunginn undan fjöldanum. Nú stendur til að byggja nýja 5.000 fermetra farþegamiðstöð sem verði tilbúin árið 2025.Vísir/Vilhelm Hvað verður hún stór? „Hún verður um fimm þúsund fermetrar á tveimur hæðum. Með landamæraeftirlit, innritun og alla þá þjónustu sem maður þekkir í flugstöðvum,“ segir Sigurður Jökull. Farþegarnir fljúgi til dæmis til Íslands og sigli í kring um landið. Sigli svo áfram til Bandaríkjanna eða lengra til Evrópu, þaðan sem þeir fljúgi aftur heim til sín. Farþegar hefji líka siglinguna frá Bandaríkjunum til Íslands, sigli í kringum landið, haldi áfram til Evrópu eða fljúgi heim frá Íslandi. „Þannig að þeir eru að hefja eða enda ferðina hérna. Þetta þýðir að þeir eru að dvelja í landinu fyrir og eftir. Fara út að borða, gista og leigja bíl og svo framvegis. Þessir farþegar skilja miklu meira eftir sig í hagkerfinu,“ segir Sigurður Jökull. Hér er dæmi um farþega sem fljúga frá Íslandi að lokinni siglingu.Grafík/Hjalti Þetta hafi aðallega átt við um farþega smærri skemmtiferðaskipa áður en nú eigi þetta einnig við um vaxandi fjölda farþega frá Bandaríkjunum sem komi með mjög stórum skipum. Jafnvel um þrjú þúsund farþegar í hverri ferð sem fljúgi þá ýmist hingað eða héðan. Á komandi sumri verði skiptifarþegar á bilinu 90 til hundrað þúsund og muni þar mest um aukna umferð frá Bandaríkjunum. Asíumarkaður hafi verið meira og minna lokaður í þrjú ár vegna faraldursins og það auki einnig á vinsældir siglina um norðurhöf. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Skattar á fyrirtæki hækkaðir og samhæfingarmiðstöð frestað Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. 29. mars 2023 19:30 Annar vorboði kominn til landsins Tveimur dögum eftir að sagt var frá því að lóan væri komin til landsins hefur annar vorboði gert vart við sig. Fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til landsins í ár lagðist nefnilega við bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. 28. mars 2023 13:31 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri Faxaflóahafna segir von er á miklum fjölda skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur í sumar. Þau verði stærri og með fleiri farþega en áður. Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri Faxaflóahafna segir farþegamiðstöðina á Skarfabakka komna með svipað hlutverk og Keflavíkurflugvöllur.Stöð 2/Egill „Þetta verða tæplega 270 skip í sumar og 280 þúsund farþegar í heildina.“ Er þetta miklu meira en í fyrra og kannski 2019? „Já þetta er heilmikil aukning frá í fyrra og þó nokkur aukning frá 2019 sem var metár,“ segir Sigurður Jökull. Klippa: Fleiri farþegar skemmtiferðaskipa hefja eða ljúka ferðinni í Reykjavík Á árum áður var algengast að farþegar skemmtiferðaskipa hefðu skamma dvöl í Reykjavík og komu þau flest frá Evrópu. Farþegar stoppuðu kannski í einn dag áður en haldið var aftur til skips. Nú er hins vegar orðið algengt að farþegar hefji eða endi siglingu sína í Reykjavík og stoppi lengur. Reykjavíkurhöfn fer því að líkjast Keflavíkurflugvelli sem miðstöð fyrir farþega. „Og við erum að bregðast við því með farþegamiðstöð hér á Skarfabakkanum þar sem við stöndum. Til stendur að reisa varanlega farþegamiðstöð sem verður tilbúinn 2025. Aðstaðan til móttöku farþega skemmtiferðaskipa á Skarfabakka í Reykjavík er löngu sprunginn undan fjöldanum. Nú stendur til að byggja nýja 5.000 fermetra farþegamiðstöð sem verði tilbúin árið 2025.Vísir/Vilhelm Hvað verður hún stór? „Hún verður um fimm þúsund fermetrar á tveimur hæðum. Með landamæraeftirlit, innritun og alla þá þjónustu sem maður þekkir í flugstöðvum,“ segir Sigurður Jökull. Farþegarnir fljúgi til dæmis til Íslands og sigli í kring um landið. Sigli svo áfram til Bandaríkjanna eða lengra til Evrópu, þaðan sem þeir fljúgi aftur heim til sín. Farþegar hefji líka siglinguna frá Bandaríkjunum til Íslands, sigli í kringum landið, haldi áfram til Evrópu eða fljúgi heim frá Íslandi. „Þannig að þeir eru að hefja eða enda ferðina hérna. Þetta þýðir að þeir eru að dvelja í landinu fyrir og eftir. Fara út að borða, gista og leigja bíl og svo framvegis. Þessir farþegar skilja miklu meira eftir sig í hagkerfinu,“ segir Sigurður Jökull. Hér er dæmi um farþega sem fljúga frá Íslandi að lokinni siglingu.Grafík/Hjalti Þetta hafi aðallega átt við um farþega smærri skemmtiferðaskipa áður en nú eigi þetta einnig við um vaxandi fjölda farþega frá Bandaríkjunum sem komi með mjög stórum skipum. Jafnvel um þrjú þúsund farþegar í hverri ferð sem fljúgi þá ýmist hingað eða héðan. Á komandi sumri verði skiptifarþegar á bilinu 90 til hundrað þúsund og muni þar mest um aukna umferð frá Bandaríkjunum. Asíumarkaður hafi verið meira og minna lokaður í þrjú ár vegna faraldursins og það auki einnig á vinsældir siglina um norðurhöf.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Skattar á fyrirtæki hækkaðir og samhæfingarmiðstöð frestað Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. 29. mars 2023 19:30 Annar vorboði kominn til landsins Tveimur dögum eftir að sagt var frá því að lóan væri komin til landsins hefur annar vorboði gert vart við sig. Fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til landsins í ár lagðist nefnilega við bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. 28. mars 2023 13:31 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Skattar á fyrirtæki hækkaðir og samhæfingarmiðstöð frestað Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. 29. mars 2023 19:30
Annar vorboði kominn til landsins Tveimur dögum eftir að sagt var frá því að lóan væri komin til landsins hefur annar vorboði gert vart við sig. Fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til landsins í ár lagðist nefnilega við bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. 28. mars 2023 13:31
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?