Hinn látni karlmaður um áttrætt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. apríl 2023 11:49 Skipverjar kölluðu strax eftir aðstoð þegar þeir sáu bíl fara í sjóinn. Aðsend Maðurinn sem lést eftir að bifreið hans fór í höfnina í Vestmannaeyjum í gærkvöldi var karlmaður um áttrætt. Yfirlögregluþjónn segir Eyjamenn slegna vegna atburðarins. Rannsókn á tildrögum slyssins er hafin. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Það var á níunda tímanum í gærkvöldi sem skipverjar á leið til hafnar tóku eftir því að bíll fór í höfnina við Nausthamarsbryggju og hringdu þeir samstundis eftir aðstoð. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir að allt tiltækt viðbragð hafi verið ræst út og að vel hafi gengið að koma mannskapnum á sem skemmstum tíma á vettvang. „Það er björgunarfélagið, sjúkraflutningamenn, læknar, kafarar. Þetta skipti nokkrum tugum manna með tæki og annað,“ segir Jóhannes. „Aðgerðin sjálf gekk mjög vel. Það var búið að ná manninum úr bílnum á innan við hálftíma þannig að allar aðgerðir á vettvangi gengu mjög vel og sérstaklega ástæða til að geta þess. Því miður tókst okkur ekki að endurlífga manninn, því miður.“ Vinna hófst í kjölfarið við að ná bifreiðinni upp úr sjónum og rannsókn hófst þegar í stað á vettvangi. Jóhannes segir að ekki sé uppi grunur um að neitt saknæmt hafi átt sér stað. „Við tilkynnum þetta, eins og vera ber, til nefndar um samgönguslys og þeir eru væntanlegir hingað í dag og síðan er þetta að öðru leyti rannsakað hér heima í héraði að öðru leyti.“ Á þessari stundu sé ekki vitað um orsök þess að bíllinn, með ökumanninum innanborðs, endaði í sjónum. „Það á eftir að koma í ljós við rannsókn málsins.“ Búið er að bera kennsl á hinn látna en Jóhannes segir að á þessari stundu sé ekki hægt að segja frá nafni hans. Hann var karlmaður um áttrætt. Hvernig er hljóðið í Eyjamönnum? „Það er eðlilega slegið. Þetta er náttúrulega lítið samfélag og allir þekkjast hér og náttúrulega eðlilegt að það hafi áhrif á samfélagið. Fyrst og fremst er samúðin og hugurinn hjá fólkinu og aðstandendum mannsins.“ Vestmannaeyjar Samgönguslys Lögreglumál Tengdar fréttir Ökumaðurinn úrskurðaður látinn Bíll fór í höfnina við bryggju í Vestmannaeyjum í kvöld. Einn ökumaður var í bílnum og tókst að ná honum upp úr sjónum. Endurlífgunartilraunir hófust þegar í stað en lögreglan segir þær ekki hafa borið árangur. 11. apríl 2023 21:24 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Það var á níunda tímanum í gærkvöldi sem skipverjar á leið til hafnar tóku eftir því að bíll fór í höfnina við Nausthamarsbryggju og hringdu þeir samstundis eftir aðstoð. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir að allt tiltækt viðbragð hafi verið ræst út og að vel hafi gengið að koma mannskapnum á sem skemmstum tíma á vettvang. „Það er björgunarfélagið, sjúkraflutningamenn, læknar, kafarar. Þetta skipti nokkrum tugum manna með tæki og annað,“ segir Jóhannes. „Aðgerðin sjálf gekk mjög vel. Það var búið að ná manninum úr bílnum á innan við hálftíma þannig að allar aðgerðir á vettvangi gengu mjög vel og sérstaklega ástæða til að geta þess. Því miður tókst okkur ekki að endurlífga manninn, því miður.“ Vinna hófst í kjölfarið við að ná bifreiðinni upp úr sjónum og rannsókn hófst þegar í stað á vettvangi. Jóhannes segir að ekki sé uppi grunur um að neitt saknæmt hafi átt sér stað. „Við tilkynnum þetta, eins og vera ber, til nefndar um samgönguslys og þeir eru væntanlegir hingað í dag og síðan er þetta að öðru leyti rannsakað hér heima í héraði að öðru leyti.“ Á þessari stundu sé ekki vitað um orsök þess að bíllinn, með ökumanninum innanborðs, endaði í sjónum. „Það á eftir að koma í ljós við rannsókn málsins.“ Búið er að bera kennsl á hinn látna en Jóhannes segir að á þessari stundu sé ekki hægt að segja frá nafni hans. Hann var karlmaður um áttrætt. Hvernig er hljóðið í Eyjamönnum? „Það er eðlilega slegið. Þetta er náttúrulega lítið samfélag og allir þekkjast hér og náttúrulega eðlilegt að það hafi áhrif á samfélagið. Fyrst og fremst er samúðin og hugurinn hjá fólkinu og aðstandendum mannsins.“
Vestmannaeyjar Samgönguslys Lögreglumál Tengdar fréttir Ökumaðurinn úrskurðaður látinn Bíll fór í höfnina við bryggju í Vestmannaeyjum í kvöld. Einn ökumaður var í bílnum og tókst að ná honum upp úr sjónum. Endurlífgunartilraunir hófust þegar í stað en lögreglan segir þær ekki hafa borið árangur. 11. apríl 2023 21:24 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Ökumaðurinn úrskurðaður látinn Bíll fór í höfnina við bryggju í Vestmannaeyjum í kvöld. Einn ökumaður var í bílnum og tókst að ná honum upp úr sjónum. Endurlífgunartilraunir hófust þegar í stað en lögreglan segir þær ekki hafa borið árangur. 11. apríl 2023 21:24