Höfðar mál gegn meðlimi Backstreet Boys fyrir nauðgun Máni Snær Þorláksson skrifar 12. apríl 2023 12:00 Nick Carter hefur verið kærður fyrir nauðgun. Getty/Desiree Navarro Nick Carter, einum meðlimi hljómsveitarinnar Backstreet Boys, hefur verið stefnt fyrir nauðgun. Söngkonan Melissa Schuman sakar hann um að hafa beitt sig ofbeldi fyrir tuttugu árum. Hún steig fyrst fram með ásökunina árið 2017. Þá neitaði Carter sök og gerir hann það enn samkvæmt lögmanni hans. Í bloggfærslu sem Schuman birti árið 2017 sagði hún Carter hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi í íbúð hans í Santa Monica í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. „Hann var vægðarlaus og tók ekki neitunum mínum sem svari,“ sagði hún meðal annars í færslunni. Carter þvertók fyrir ásakanir Schuman í yfirlýsingu. Þar sagði hann að Schuman hafi „aldrei tjáð sér á meðan þau voru saman eða á nokkrum tíma“ að eitthvað sem þau gerðu hafi ekki verið gert með samþykki beggja aðila. Ný lög Schuman fór með málið til lögreglunnar í Santa Monica árið 2017. Carter var ekki ákærður sökum þess að of langur tími var liðinn síðan meint brot hafði átt sér stað. Kalifornía felldi niður fyrningu kynferðisbrota árið 2016 en það var þó ekki gert afturvirkt. Ný lög um kynferðisbrot tóku þó gildi í ríkinu fyrr á árinu og eiga þessi nýju lög að virka aftur í tímann. Í kjölfar þess hefur Schuman ákveðið að stefna Carter. Stefnir til baka Sem fyrr segir hefur Carter neitað ásökunum Schuman. Í yfirlýsingu sem Liane K. Wakayama, lögmaður Carter, sendi Rolling Stone í tengslum við málið segir hún að Carter standi ennþá við það sem hann sagði á sínum tíma. Carter hefur ekki bara neitað ásökununum heldur hefur hann stefnt Schuman til baka fyrir rógburð og kúgun. Hann sakar aðra konu að nafni Shannon Ruth um slíkt hið sama en hún ásakaði hann um nauðgun í desember í fyrra. Ruth sakar Carter um að hafa beitt sig ofbeldi í rútu hljómsveitarinnar árið 2001, þegar hún var sautján ára gömul. Á leiðinni til Íslands Nick Carter er væntanlegur til Íslands eftir um tvær vikur þar sem strákarnir í Backstreet Boys halda tónleika í Laugardalshöll þann 28. apríl. Þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin kemur hingað til lands. Uppselt er á B-svæði tónleikanna. Uppfært: Í fyrri útgáfu stóð að Carter hafi verið kærður en rétt er að honum var stefnt. Kynferðisofbeldi Tónlist Hollywood Tónleikar á Íslandi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Í bloggfærslu sem Schuman birti árið 2017 sagði hún Carter hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi í íbúð hans í Santa Monica í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. „Hann var vægðarlaus og tók ekki neitunum mínum sem svari,“ sagði hún meðal annars í færslunni. Carter þvertók fyrir ásakanir Schuman í yfirlýsingu. Þar sagði hann að Schuman hafi „aldrei tjáð sér á meðan þau voru saman eða á nokkrum tíma“ að eitthvað sem þau gerðu hafi ekki verið gert með samþykki beggja aðila. Ný lög Schuman fór með málið til lögreglunnar í Santa Monica árið 2017. Carter var ekki ákærður sökum þess að of langur tími var liðinn síðan meint brot hafði átt sér stað. Kalifornía felldi niður fyrningu kynferðisbrota árið 2016 en það var þó ekki gert afturvirkt. Ný lög um kynferðisbrot tóku þó gildi í ríkinu fyrr á árinu og eiga þessi nýju lög að virka aftur í tímann. Í kjölfar þess hefur Schuman ákveðið að stefna Carter. Stefnir til baka Sem fyrr segir hefur Carter neitað ásökunum Schuman. Í yfirlýsingu sem Liane K. Wakayama, lögmaður Carter, sendi Rolling Stone í tengslum við málið segir hún að Carter standi ennþá við það sem hann sagði á sínum tíma. Carter hefur ekki bara neitað ásökununum heldur hefur hann stefnt Schuman til baka fyrir rógburð og kúgun. Hann sakar aðra konu að nafni Shannon Ruth um slíkt hið sama en hún ásakaði hann um nauðgun í desember í fyrra. Ruth sakar Carter um að hafa beitt sig ofbeldi í rútu hljómsveitarinnar árið 2001, þegar hún var sautján ára gömul. Á leiðinni til Íslands Nick Carter er væntanlegur til Íslands eftir um tvær vikur þar sem strákarnir í Backstreet Boys halda tónleika í Laugardalshöll þann 28. apríl. Þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin kemur hingað til lands. Uppselt er á B-svæði tónleikanna. Uppfært: Í fyrri útgáfu stóð að Carter hafi verið kærður en rétt er að honum var stefnt.
Kynferðisofbeldi Tónlist Hollywood Tónleikar á Íslandi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira