Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. apríl 2023 18:10 Clearence Thomas hefur starfað við hæstarétt Bandaríkjanna frá árinu 1991 og er reynslumesti dómarinn við réttinn. Getty Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. Freitaveitan ProPublica greindi frá þessum gjöfum í vikunni og hafa fréttirnar vakið ansi hörð viðbrögð meðal Demókrata. Kallað er eftir kæru á hendur Thomas fyrir embættisglöp. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Alexandria Ocasio-Cortez kallar meðal annars eftir því á Twitter: „Þetta er meira en flokkapólitík eða blind flokkshollusta. Þetta stig spillingar er yfirgengilegt - hreinlega kjánalegt. Það verður að ákæra Thomas fyrir embættisglöp.“ Auðjöfurinn, sem gaf Thomas ferðirnar umræddu, er Dallasbúinn Harlan Crow. Crow hefur hefur á undanförnum áratugum stutt Repúblikanaflokkinn rausnarlega. Framlög hans til pólitískra hópa innan flokksins nema 10 milljónum dollara. Auk þess hefur hann stutt íhaldssaman baráttuhóp eiginkonu Thomas um hálfa milljón dollara. Fram kemur að Thomas hafi á undanförnum árum reglulega ferðast með einkaþotum og snekkjum Crow. Þá hafi hann einnig dvalið í sumarhúsi milljarðarmæringsins og blandað þar geði með valdamiklum mönnum innan Repúblikanaflokksins. Meðal ferða sem Thomas þáði er ferð til Indónesíu árið 2019, sem er talin hafa kostað því sem nemur 70 milljónum króna. Yfir tuttugu ára skeið á Thomas að hafa þegið slíkar ferðir um það bil árlega án þess að greina frá því í árlegri gjafaskrá dómara. Dómurum er skylt að greina frá slíkum gjöfum samkvæmt löggjöf sem samþykkt var í kjölfar Watergate-skandalsins árið 1974. Í yfirlýsingu kveðst Thomas hafa fengið þá ráðgjöf frá samstarfsfélögum að hann þyrfti ekki að greina frá „persónulegri gestrisni af þessu tagi frá nánum persónulegum vinum sem ekki tengjast dómsmálum“. Hann muni hins vegar fylgja reglunum framvegis. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Freitaveitan ProPublica greindi frá þessum gjöfum í vikunni og hafa fréttirnar vakið ansi hörð viðbrögð meðal Demókrata. Kallað er eftir kæru á hendur Thomas fyrir embættisglöp. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Alexandria Ocasio-Cortez kallar meðal annars eftir því á Twitter: „Þetta er meira en flokkapólitík eða blind flokkshollusta. Þetta stig spillingar er yfirgengilegt - hreinlega kjánalegt. Það verður að ákæra Thomas fyrir embættisglöp.“ Auðjöfurinn, sem gaf Thomas ferðirnar umræddu, er Dallasbúinn Harlan Crow. Crow hefur hefur á undanförnum áratugum stutt Repúblikanaflokkinn rausnarlega. Framlög hans til pólitískra hópa innan flokksins nema 10 milljónum dollara. Auk þess hefur hann stutt íhaldssaman baráttuhóp eiginkonu Thomas um hálfa milljón dollara. Fram kemur að Thomas hafi á undanförnum árum reglulega ferðast með einkaþotum og snekkjum Crow. Þá hafi hann einnig dvalið í sumarhúsi milljarðarmæringsins og blandað þar geði með valdamiklum mönnum innan Repúblikanaflokksins. Meðal ferða sem Thomas þáði er ferð til Indónesíu árið 2019, sem er talin hafa kostað því sem nemur 70 milljónum króna. Yfir tuttugu ára skeið á Thomas að hafa þegið slíkar ferðir um það bil árlega án þess að greina frá því í árlegri gjafaskrá dómara. Dómurum er skylt að greina frá slíkum gjöfum samkvæmt löggjöf sem samþykkt var í kjölfar Watergate-skandalsins árið 1974. Í yfirlýsingu kveðst Thomas hafa fengið þá ráðgjöf frá samstarfsfélögum að hann þyrfti ekki að greina frá „persónulegri gestrisni af þessu tagi frá nánum persónulegum vinum sem ekki tengjast dómsmálum“. Hann muni hins vegar fylgja reglunum framvegis.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira