Grindavík og Þróttur áfram í bikarnum Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2023 17:35 Óskar Örn skoraði fyrir Grindavík í dag en hann gekk til liðs við félagið í vetur. Knattspyrnudeild Grindavíkur Grindavík, Þróttur, Þór, Kári, Grótta og KFA tryggðu sér öll sæti í þriðju umferð Mjólkurbikarsins eftir sigra í dag. Sex leikir fóru fram í annarri umferð Mjólkurbikarsins í knattspyrnu í dag. Þrír stórsigrar litu dagsins ljós en spenna var í leik Aftureldingar og Grindavíkur sem og Gróttu og Vestra. Afturelding tók á móti Grindavík í Mosfellsbænum. Grindvíkingar ætla sér stóra hluti í Lengjudeildinni í sumar og hafa styrkt sig með leikmönnum eins og Óskari Erni Haukssyni, Einari Karli Ingvarssyni og Bjarka Aðalsteinssyni. Það var einmitt Óskar Örn Hauksson sem skoraði sigurmark Grindavíkur í dag. Hann skoraði þá frábært mark á 20. mínútu og tíu mínútum síðar varði Aron Dagur Birnuson markvörður Grindavíkur víti frá Arnóri Gauta Ragnarssyni. Lokatölur 1-0 og Grindvíkingar komnir áfram en Mosfellingar úr leik. Á Seltjarnarnesi unnu heimamenn í Gróttu 1-0 sigur á Vestra. Arnþór Páll Hafsteinsson skoraði sigurmarkið strax á annari mínútu leiksins en bæði félögin leika í Lengjudeildinni í sumar. Kári gerði góða ferð á Suðurlandið í hádeginu og vann 3-1 sigur á Árborg á Selfossi. Hilmar Elís Hilmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kára og Sigurjón Logi Bergþórsson eitt en Aron Freyr Margeirsson minnkaði muninn fyrir Árborg í uppbótartíma. Í Vestmannaeyjum voru Þróttarar í heimsókn hjá KFS. Sam Hewson, Birkir Björnsson, Jörgen Pettersen og Kári Kristjánsson skoruðu mörk Þróttar í 5-0 sigri en eitt markanna var sjálfsmark Eyjamanna. Þá vann KFA 7-1 sigur á Spyrnu en liðin mættust í Fjarðabyggðarhöllinni. Marteinn Már Sverrisson skoraði þrennu fyrir KFA og Danilo Milenkovic skoraði tvö í öruggum sigri heimamanna. Heiðar Snær Ragnarsson og William Marques bættu þar að auki við mörkum en Brynjar Árnason skoraði mark Spyrnis. Að lokum vann Þór öruggan sigur á KF í Norðurlandsslag í Boganum. Marc Sörensen var með tvö mörk og þeir Alexander Már Þorláksson, Valdimar Daði Sævarsson, Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Aron Ingi Magnússon skoruðu einnig í 6-0 sigri. Þriðja umferðin heldur áfram á laugardag þegar tólf leikir fara fram. Mjólkurbikar karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Sex leikir fóru fram í annarri umferð Mjólkurbikarsins í knattspyrnu í dag. Þrír stórsigrar litu dagsins ljós en spenna var í leik Aftureldingar og Grindavíkur sem og Gróttu og Vestra. Afturelding tók á móti Grindavík í Mosfellsbænum. Grindvíkingar ætla sér stóra hluti í Lengjudeildinni í sumar og hafa styrkt sig með leikmönnum eins og Óskari Erni Haukssyni, Einari Karli Ingvarssyni og Bjarka Aðalsteinssyni. Það var einmitt Óskar Örn Hauksson sem skoraði sigurmark Grindavíkur í dag. Hann skoraði þá frábært mark á 20. mínútu og tíu mínútum síðar varði Aron Dagur Birnuson markvörður Grindavíkur víti frá Arnóri Gauta Ragnarssyni. Lokatölur 1-0 og Grindvíkingar komnir áfram en Mosfellingar úr leik. Á Seltjarnarnesi unnu heimamenn í Gróttu 1-0 sigur á Vestra. Arnþór Páll Hafsteinsson skoraði sigurmarkið strax á annari mínútu leiksins en bæði félögin leika í Lengjudeildinni í sumar. Kári gerði góða ferð á Suðurlandið í hádeginu og vann 3-1 sigur á Árborg á Selfossi. Hilmar Elís Hilmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kára og Sigurjón Logi Bergþórsson eitt en Aron Freyr Margeirsson minnkaði muninn fyrir Árborg í uppbótartíma. Í Vestmannaeyjum voru Þróttarar í heimsókn hjá KFS. Sam Hewson, Birkir Björnsson, Jörgen Pettersen og Kári Kristjánsson skoruðu mörk Þróttar í 5-0 sigri en eitt markanna var sjálfsmark Eyjamanna. Þá vann KFA 7-1 sigur á Spyrnu en liðin mættust í Fjarðabyggðarhöllinni. Marteinn Már Sverrisson skoraði þrennu fyrir KFA og Danilo Milenkovic skoraði tvö í öruggum sigri heimamanna. Heiðar Snær Ragnarsson og William Marques bættu þar að auki við mörkum en Brynjar Árnason skoraði mark Spyrnis. Að lokum vann Þór öruggan sigur á KF í Norðurlandsslag í Boganum. Marc Sörensen var með tvö mörk og þeir Alexander Már Þorláksson, Valdimar Daði Sævarsson, Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Aron Ingi Magnússon skoruðu einnig í 6-0 sigri. Þriðja umferðin heldur áfram á laugardag þegar tólf leikir fara fram.
Mjólkurbikar karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira