„Þessi sjúkdómur endar alltaf með dauða“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. apríl 2023 15:32 Aflífa þarf nærri sjö hundruð kindur. Vísir/Vilhelm Vinna er hafin við að slátra öllu fé frá bænum Bergsstöðum í Miðfirði en þar kom upp staðfest tilfelli riðu síðastliðin mánudag. Yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir verkið tímafrekt enda smithætta mikil. Hafist hefur verið handa við að skera féð en í heildina þarf að aflífa rétt um sjö hundruð kindur. Þá er ótalið allt það verk sem felst í sótthreinsun, jarðvegsskiptum og annarri vinnu sem þarf að sinna svo hægt verði að stunda búskap aftur á bænum, en það gæti tekið mörg ár. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir verkefnin margvísleg. „Það byrjaði í gær. Við þurfum að áfangaskipta þessu og það þarf að sjá hvernig til tekst hversu langan tíma þetta tekur. Allur undirbúningur er viðamikill og þarf að ná til allra þátta og allt þarf að ganga upp. Svo þarf fyrirtækið Kalka, sem brennir öll hræin, að vera búið að klára verkið svo hægt sé að halda áfram.“ Fénu verður slátrað við sláturhús, en ekki inni í sláturhúsinu sjálfu. „Féð er flutt af bænum og farið með það að sláturhúsinu á Hvammstanga. Það fer ekki inn í sláturlínuna heldur er það aflífað og svo þarf að taka sýni úr heila. Þannig að þetta er verk sem þarf að fara í gegnum og síðan fer þetta í gáma og er flutt suður til Kölku.“ Mikið hreinsunarstarf sé framundan. „Það fer af stað heilmikil hreinsun og hreinsunaraðgerðir þegar féð er farið. Þá þarf að fjarlægja það sem er ekki hægt að þrífa og sótthreinsa. Smitefnið þolir nær öll sótthreinsiefni, en það er einna helst klór sem efnið þolir ekki. Síðan þarf að skipta um jarðveg og farga töluvert miklu.“ Sigurborg segir að það sé alltaf leiðinlegt þegar þarf að slátra fé. „Það er andstyggilegt að fara í þessar aðgerðir en það er nauðsynlegt að gera þetta til þess að stemma stigu við þessum sjúkdómi. Hann berst til Íslands árið 1874 og dreifði sér hratt um og olli miklu búsifjum og miklum dauða. Þessi sjúkdómur endar alltaf með dauða.“ Dýraheilbrigði Dýr Húnaþing vestra Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Hafist hefur verið handa við að skera féð en í heildina þarf að aflífa rétt um sjö hundruð kindur. Þá er ótalið allt það verk sem felst í sótthreinsun, jarðvegsskiptum og annarri vinnu sem þarf að sinna svo hægt verði að stunda búskap aftur á bænum, en það gæti tekið mörg ár. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir verkefnin margvísleg. „Það byrjaði í gær. Við þurfum að áfangaskipta þessu og það þarf að sjá hvernig til tekst hversu langan tíma þetta tekur. Allur undirbúningur er viðamikill og þarf að ná til allra þátta og allt þarf að ganga upp. Svo þarf fyrirtækið Kalka, sem brennir öll hræin, að vera búið að klára verkið svo hægt sé að halda áfram.“ Fénu verður slátrað við sláturhús, en ekki inni í sláturhúsinu sjálfu. „Féð er flutt af bænum og farið með það að sláturhúsinu á Hvammstanga. Það fer ekki inn í sláturlínuna heldur er það aflífað og svo þarf að taka sýni úr heila. Þannig að þetta er verk sem þarf að fara í gegnum og síðan fer þetta í gáma og er flutt suður til Kölku.“ Mikið hreinsunarstarf sé framundan. „Það fer af stað heilmikil hreinsun og hreinsunaraðgerðir þegar féð er farið. Þá þarf að fjarlægja það sem er ekki hægt að þrífa og sótthreinsa. Smitefnið þolir nær öll sótthreinsiefni, en það er einna helst klór sem efnið þolir ekki. Síðan þarf að skipta um jarðveg og farga töluvert miklu.“ Sigurborg segir að það sé alltaf leiðinlegt þegar þarf að slátra fé. „Það er andstyggilegt að fara í þessar aðgerðir en það er nauðsynlegt að gera þetta til þess að stemma stigu við þessum sjúkdómi. Hann berst til Íslands árið 1874 og dreifði sér hratt um og olli miklu búsifjum og miklum dauða. Þessi sjúkdómur endar alltaf með dauða.“
Dýraheilbrigði Dýr Húnaþing vestra Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira