Fordómar af gáleysi Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 6. apríl 2023 11:01 Flest gerum við okkur far um að koma vel fram við annað fólk og sýna hvert öðru virðingu. Samfélagsgerðin og þær upplýsingar sem við höfum fengið úr umhverfinu allt okkar líf ýta þó oft undir rótgróin fordómafull viðhorf gagnvart ákveðnum hópum samfélagsins, sem við þurfum sífellt að vera meðvituð um og berjast á móti. Samfélagsmiðlar eru þar sannarlega ekki undanskildir. Ég held ég geti fullyrt að við sjáum flest óheflað orðalag og jafnvel ofbeldisfull ummæli í garð minnihlutahópa nánast daglega á samfélagsmiðlum. Það er lykilatriði að átta sig á því að við sjáum ekki öll sömu hlutina á þessum miðlum, enda ræðst það mikið til af algóritmum fyrirtækjanna. Sjálf sé ég fordómafull og afmennskandi ummæli oftast undir fréttafærslum sem stóru fjölmiðlarnir hafa deilt á samfélagsmiðlum og, ótrúlegt en satt, í hópum sem snúast um að ræða íslenskt mál. Tjáningarfrelsi er varið í stjórnarskrá og ummæli þurfa auðvitað að vera mjög öfgafull og gróf til að falla undir greinar um meiðyrði eða hatursorðræðu í almennum hegningarlögum. En ummæli þurfa þó ekki að vera refsiverð til þess að geta valdið skaða. Þessi skaði einskorðast ekki aðeins við þá minnihlutahópa sem verða jafnan fyrir aðkastinu, heldur nær hann til samfélagsins alls. Hatursfull og afmennskandi ummæli breyta nefnilega hugsun okkar. Þau breyta kannski ekki heimsmynd okkar á einum degi, en staðreyndin er sú að það eitt að lesa ítrekað fordómafull ummæli hefur þau áhrif að fólk afnæmist smátt og smátt fyrir skilaboðunum. Meira að segja vel meinandi fólk finnur hægt og bítandi ekki til jafn mikilla óþæginda þegar samskiptareglur samfélagsins eru ítrekað brotnar og minnihlutahópar eru svívirtir, gerðir tortyggilegir, þegar þeim eru gerðar upp skoðanir, málaðir upp sem ógn eða rætið grín gert að þeim. Rannsóknir sýna að þegar við höfum afnæmst fyrir hatrinu sem beinist að tilteknum minnihlutahópi, þá eiga fordómafullar hugmyndir greiðari leið að okkur og við erum líklegri til þess að samþykkja þær. Við verðum á endanum líklegri en ella til að samþykkja mannréttindabrot og ofbeldi gagnvart sama hópi. Hvort sem við viljum það eða ekki. Spurningin er þá: Höfum við áhuga á því að leyfa öðru fólki að gera okkur fordómafull? Höfum við áhuga á því að mörkin haldi áfram að færast að okkur forspurðum? Því mörkin hafa sannarlega færst. Við sjáum það á hverjum degi í starfi Samtakanna ‘78 og ég veit að fleiri mannréttindasamtök sjá það líka. Hatursfullar hugmyndir eru að festa rætur hér á landi. Í tilviki hinsegin fólks er hatrið að miklu leyti innflutt frá ríkjum sem eru lengra komin á sömu hættulegu vegferðinni, enda hafa hugmyndir líklega aldrei haft greiðari leið milli landa. Ég trúi því að við viljum flest að Ísland haldi áfram að vera frjálslynt samfélag þar sem við berum virðingu fyrir hvert öðru og komum vel fram við annað fólk. Til þess verðum við að berjast gegn þessari þróun. Fyrsta skrefið í þeirri baráttu er að vakna til meðvitundar. Höfundur er málfræðingur og verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Flest gerum við okkur far um að koma vel fram við annað fólk og sýna hvert öðru virðingu. Samfélagsgerðin og þær upplýsingar sem við höfum fengið úr umhverfinu allt okkar líf ýta þó oft undir rótgróin fordómafull viðhorf gagnvart ákveðnum hópum samfélagsins, sem við þurfum sífellt að vera meðvituð um og berjast á móti. Samfélagsmiðlar eru þar sannarlega ekki undanskildir. Ég held ég geti fullyrt að við sjáum flest óheflað orðalag og jafnvel ofbeldisfull ummæli í garð minnihlutahópa nánast daglega á samfélagsmiðlum. Það er lykilatriði að átta sig á því að við sjáum ekki öll sömu hlutina á þessum miðlum, enda ræðst það mikið til af algóritmum fyrirtækjanna. Sjálf sé ég fordómafull og afmennskandi ummæli oftast undir fréttafærslum sem stóru fjölmiðlarnir hafa deilt á samfélagsmiðlum og, ótrúlegt en satt, í hópum sem snúast um að ræða íslenskt mál. Tjáningarfrelsi er varið í stjórnarskrá og ummæli þurfa auðvitað að vera mjög öfgafull og gróf til að falla undir greinar um meiðyrði eða hatursorðræðu í almennum hegningarlögum. En ummæli þurfa þó ekki að vera refsiverð til þess að geta valdið skaða. Þessi skaði einskorðast ekki aðeins við þá minnihlutahópa sem verða jafnan fyrir aðkastinu, heldur nær hann til samfélagsins alls. Hatursfull og afmennskandi ummæli breyta nefnilega hugsun okkar. Þau breyta kannski ekki heimsmynd okkar á einum degi, en staðreyndin er sú að það eitt að lesa ítrekað fordómafull ummæli hefur þau áhrif að fólk afnæmist smátt og smátt fyrir skilaboðunum. Meira að segja vel meinandi fólk finnur hægt og bítandi ekki til jafn mikilla óþæginda þegar samskiptareglur samfélagsins eru ítrekað brotnar og minnihlutahópar eru svívirtir, gerðir tortyggilegir, þegar þeim eru gerðar upp skoðanir, málaðir upp sem ógn eða rætið grín gert að þeim. Rannsóknir sýna að þegar við höfum afnæmst fyrir hatrinu sem beinist að tilteknum minnihlutahópi, þá eiga fordómafullar hugmyndir greiðari leið að okkur og við erum líklegri til þess að samþykkja þær. Við verðum á endanum líklegri en ella til að samþykkja mannréttindabrot og ofbeldi gagnvart sama hópi. Hvort sem við viljum það eða ekki. Spurningin er þá: Höfum við áhuga á því að leyfa öðru fólki að gera okkur fordómafull? Höfum við áhuga á því að mörkin haldi áfram að færast að okkur forspurðum? Því mörkin hafa sannarlega færst. Við sjáum það á hverjum degi í starfi Samtakanna ‘78 og ég veit að fleiri mannréttindasamtök sjá það líka. Hatursfullar hugmyndir eru að festa rætur hér á landi. Í tilviki hinsegin fólks er hatrið að miklu leyti innflutt frá ríkjum sem eru lengra komin á sömu hættulegu vegferðinni, enda hafa hugmyndir líklega aldrei haft greiðari leið milli landa. Ég trúi því að við viljum flest að Ísland haldi áfram að vera frjálslynt samfélag þar sem við berum virðingu fyrir hvert öðru og komum vel fram við annað fólk. Til þess verðum við að berjast gegn þessari þróun. Fyrsta skrefið í þeirri baráttu er að vakna til meðvitundar. Höfundur er málfræðingur og verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun